Fréttablaðið - 28.11.2006, Page 58

Fréttablaðið - 28.11.2006, Page 58
Íslenska kvennalands- liðið í handbolta etur í dag kappi við landslið Aserbaídsjans. Leik- urinn fer fram í Rúmeníu og er fyrsti leikur liðsins í undankeppni HM. Liðið kom til Rúmeníu aðfara- nótt mánudagsins og það var þreytt landslið kvenna sem renndi upp að hótelinu í Valcea. Ferðalag- ið hófst í Laugardalnum klukkan hálf sex á sunnudagsmorgun og kom ekki á hótelið fyrr en klukkan sex að staðartíma, eða fjögur að íslenskum tíma. Fyrst var flogið frá Keflavík til London þar sem liðið þurfti að bíða eftir tengiflugi til Búkarest, höf- uðborgar Rúmeníu. Seinkun var á fluginu til Búkarest og liðið þurfti að bíða á Heathrow-flugvelli í London í átta klukkutíma. Ýmislegt var gert til að drepa tímann og m.a. stóðu þær Elísabet Gunnarsdóttir og Jóna Margrét Ragnarsdóttir fyrir spurninga- keppni þar sem Finnbogi Grétar Sigurbjörnsson, aðstoðarþjálfari liðsins, fór með sigur af hólmi. Einnig mátti víða sjá landsliðskon- ur læra af kappi en margar hverj- ar eru í námi og prófin taka fljót- lega við þegar heim er komið. Vélin komst loks í loftið en þegar til Búkarest var komið beið liðsins þriggja tíma rútuferð til Valcea þar sem hópurinn dvelur. Þegar þangað var komið var klukk- an sex að morgni og hvíldin því kærkomin, enda rúmlega 22 klukkutíma ferðalag að baki. Dagurinn í gær fór því aðallega í afslöppun, göngutúra og ein æfing var seinnipartinn í gær. Það gefst þó ekki langur tími til að ná úr sér ferðaþreytunni því í dag mæta íslensku stelpurnar liði Aserbaídsjans. Júlíus Jónasson, þjálfari íslenska liðsins, og Finnbogi Sigur- björnsson, aðstoðarmaður hans, sögðust lítið vita um lið Aserbaíd- sjans. „Við vitum í rauninni sára- lítið um liðið sjálft. Ég talaði við Miglius, þjálfara karlaliðs HK, en hann þekkir þjálfara Aseranna og hann vissi af því að Aserbaídsjan væri búið að gefa rússneskum og hvít-rússneskum leikmönnum vegabréf til að spila með landslið- inu,“ sagði Finnbogi. „Það hefur ekki verið hlaupið að því að fá upplýsingar um þetta lið þannig að við rennum eiginlega blint í sjóinn. En ég er samt nokk- uð viss um að það sama sé upp á teningnum hjá þeim. Við komum örugglega til með að fara rólega í leikinn og reyna að lesa leik þeirra. Það er líka oft þannig í fyrsta leik á svona móti,“ sagði Júlíus um and- stæðinga íslenska liðsins í dag. Íslenska kvennalandsliðið í handbolta kom í gærmorgun til Valcea í Rúmeníu eftir sólarhringslangt ferða- lag. Í dag hefst þar keppni í riðli Íslands í forkeppni heimsmeistarakeppninnar í handbolta. V in n in g ar v er ð a af h en d ir h já B T Sm ár al in d. K ó p av o g i. M eð þ ví a ð t ak a þ át t er tu k o m in n í SM S kl ú b b. 9 9 kr /s ke yt ið . BARÁTTAN UM JÓLIN ER HAFIN 9. HVER VINNUR! Evrópska handknattleikssambandið, EHF, hefur komið þeim skilaboðum til IHF að HM í hand- bolta eigi að fara fram á fjögurra ára fresti, ekki tveggja ára eins og verið hefur. Þetta segir Tor Lian, forseti EHF. „Staðreyndin er sú að á fjórum árum eiga sér stað fimm stórmót í handbolta,“ sagði Lian við þýska fréttastofu um helgina. Hann sér fyrir sér að hægt væri að breyta þessu eftir Ólympíuleikana í Lundún- um árið 2012. Evrópumeistaramótið yrði áfram á tveggja ára fresti og þá alltaf á milli heimsmeistaramóts og ólympíuleika. Þá er einnig mikið deilt um fyrirkomulagið á undankeppnum fyrir HM og ólympíuleika. Alþjóða- sambandið setur reglur um slíkar forkeppnir en Lian segir að það eigi að vera undir hverju álfusambandi komið hvernig fyrirkomulaginu skuli vera háttað. „Þetta er ekkert nema valdarán,“ sagði Norðmað- urinn Lian. „Og við sættum okkur ekki við það.“ HM á að vera á fjögurra ára fresti Fyrirliði heimsmeistara Ítalíu, Fabio Cannavaro, var kjör- inn besti knattspyrnumaður ársins af landsliðsþjálfurum heimsins en France Football stendur fyrir kjör- inu ár hvert. Cannavaro fór frá Juventus að loknu heimsmeistaramótinu í sumar til Real Madrid en félagið var dæmt niður í Seríu B vegna hneykslismálsins sem skók knatt- spyrnuheiminn á Ítalíu í sumar. Með Juventus vann hann ítalska meistaratitilinn í vor annað árið í röð en titlarnir voru reyndar báðir dæmdir af félaginu vegna fyrr- greinds hneykslis. „Ég fer auðvitað með bikarinn aftur til Madríd en það væri einnig gaman að fara með hann til Tórínó,“ sagði Cannavaro. „Ég átti frábært tímabil með Juventus, spilaði 37 leiki og skoraði fjögur mikilvæg mörk. Þetta er einnig viðurkenning fyrir afrekið sem við unnum á HM.“ Markvörður Ítala og Juventus, Gianluigi Buffon, varð annar í kjör- inu og Thierry Henry hjá Arsenal þriðji. Þeir fengu einir fleiri en hundrað stig en næstir komu þeir Ronaldinho og Zinedine Zidane. Cannavaro sagði einnig að félag- ar sínir hjá Juventus hefðu átt ríkan þátt í árangri sínum. „Það er þeim að þakka að ég hef náð að kalla fram mitt besta á vell- inum. Ég vil því þakka félögum mínum hjá Juventus og öllum sam- starfsfélögum mínum í ítalska landsliðinu.“ Cannavaro er sjötti leikmaður Real Madrid frá upphafi sem hlýt- ur verðlaunin en hann minntist einnig á Napólí, borgina þar sem hann ólst upp og lærði að spila knattspyrnu. „Ég væri einnig til í að sýna íbúum Napólí bikarinn því það er mjög sérstök borg, það er staður- inn þar sem ég ólst upp. Ég var vanur að spila fótbolta á götum borgarinnar. Mér þætti mjög vænt um að sýna bikarinn öllum krökk- unum sem eiga erfitt uppdráttar.“ Hann bætti þó við að hann ætti enn langt í land með að ná Argent- ínumanninum Diego Maradona í vinsældum þar. „Diego er mjög sérstök persóna í Napólí. Ég er mjög stoltur fyrir hönd borgarinnar að hafa unnið þessi verðlaun en get þó varla sagt að ég sé nálægt Maradona í metum borgarbúa.“ Cannavaro bestur árið 2006 Knattspyrnumaðurinn Helgi Valur Daníelsson var í gær orðaður við norska úrvalsdeildar- liðið Viking sem Birkir Bjarnason leikur með. Liðið slapp naumlega frá falli í haust en hið sama er ekki hægt að segja um Öster, lið Helga Vals í Svíþjóð. Hann hefur áður sagt að hann hafi takmark- aðan áhuga á að leika með félaginu í sænsku 1. deildinni en hann er samningsbundinn Öster til ársins 2008. Hann er sömuleið- is sagður hafa vakið áhuga tveggja annarra norskra félaga. Helgi Valur kom til Öster frá Fylki fyrir ári síðan. Orðaður við Viking í Noregi The Guardian segir frá því að Eggert Magnússon, verðandi stjórnarformaður West Ham, muni í næstu viku hitta Tessu Jowell, menningarmálaráð- herra Breta, sem og Richard Caborn íþróttamálaráðherra að máli vegna Ólympíuleikvangsins sem verið er að byggja fyrir leikana í Lundúnum árið 2012. Eggert segir að félagið vilji flytja heimavöll sinn á leikvang- inn að leikunum loknum og vilji ræða leiðir þannig að slíkt fyrirkomulag muni hagnast báðum aðilum. Hittir ráðherra í næstu viku Sir Alex Ferguson knattspyrnusjtóri Manchester United hefur lagt það í hendur Louis Saha og Cristiano Ronaldo að útkljá sín á milli hver á að vera vítaskytta liðsins. Saha misnotaði víti gegn Celtic í Meistaradeildinni sem kostaði liðið dýrmæt stig í keppnini. „Þetta er undir þeim sjálfum komið,“ sagði Ferguson. „Stund- um leikur annar þeirra betur en hinn og þá er það ef til vill skynsamlegt að sá sem á betri dag taki vítið. Ég sagði reyndar við Louis að ef honum vantar upp á eitt mark í þrennu í einum leik skuli hann taka vítið.“ Saha og Ron- aldo ráða sjálfir

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.