Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.12.2006, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 04.12.2006, Qupperneq 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000 MÁNUDAGUR 4. desember 2006 — 325. tölublað — 6. árgangur Smáauglý i Það er handtak í að gera upp heilt hús. Því hafa þau kynnst parið Eyþór Guðjónsson kvikmyndaframleiðandi og Ingibjörg Guðmundsdóttir viðskipta-fræðingur. Eyþór og Ingibjörg, sem kölluð er Inga, búa á Mánabraut 7, Kópavogi. „Þetta er gamalt hús sem við höfum tekið íg húsráðenda er það sérsmíðað úr massívu parketti og er ekki minna en 200 kíló að þyngd. „Okkur finnst að eldhúsið eigi að vera miðpunktur heimilisins. Því vildum við vera með eitt stórt borð sem þjónar bæði sem eld- húsborð og borðstofuborð,“ segir húsfreyj- an. Húsið er á einni hæð ef undan er skilinn kjallari sem nú er bæði Bráðum á að byggja við á Mánabraut aktu enga áhættu! eldu í jólamatinng iwww.postur.is 4.12. Síðasti öruggi skiladagur á jólapökkum til landa utan Evrópu! ÍS L E N S K A /S IA .I S /S P 3 45 81 1 2/ 06 EYÞÓR OG INGA Byggja við á Mána- braut Hús Fasteignir Í MIÐJU BLAÐSINS ÓLAFÍA HRÖNN JÓNSDÓTTIR Fjóla smáborgari í nýjum sjónvarpsþætti Konur í flestum lykilhlutverkum í þættinum FÓLK 46 Berstrípaður Bono Steindór Helgi Arn- steinsson gagnrýnir ævisögu popparans baráttuglaða. MENNING 31 TÓMAS R. EINARSSON Nýkominn frá Kúbu, í sjöunda sinn á sex árum Ástfanginn af Kúbu FÓLK 36 Ævar eftirsóttur Kvikmyndagerðar- menn spenntir fyrir krimmum Ævars Arnar Jósepssonar. KVIKMYNDIR 38 Flóttinn frá Bagdad „Munurinn á Árna annars vegar og Davíð og Halldóri hins vegar … er þó sá að Árni nefndi að minnsta kosti hugtakið mistök í nýlegu viðtali þótt hann hafi kallað þau tæknileg,“ segir Hallgrímur Helgason. Í DAG 22    ÞUNGBÚIÐ Í dag verður víðast austan 5-10 m/s, en heldur stífari suðaustan til. Skúrir eða slydduél á víð og dreif. Hiti 1-6 stig, mildast syðst. VEÐUR 4 MÚRBRJÓTAR Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra afhendir hér Freyju Haraldsdóttur Múrbrjótinn, verðlaun Landssamtaka Þroskahjálpar, sem á alþjóðadegi fatlaðra eru veitt þeim sem brotið hafa múra í réttindamálum og viðhorfum til fatlaðs fólks. ASÍ og Hlutverk - samtök um vinnu og verkþjálfun hlutu einnig Múrbrjót fyrir samþykkt um gerð kjarasamninga fatlaðra launþega á vernduðum vinnustöðum. FRÉTTABLAÐIÐ / VALLI STJÓRNMÁL Samkeppniseftirlitið segir tvo kosti koma til greina „til að koma í veg fyrir þá samkeppnis- legu mismunun sem af því leiðir að RÚV starfi á markaði fyrir birt- ingu auglýsinga og markaði fyrir kostun í frjálsri samkeppni við aðra aðila jafnframt því að hafa tekjur af skattfé“. Annars vegar að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði og hins vegar ef RÚV starfi á auglýsingamark- aði þá „fari sú starfsemi fram á vegum sérstakrar hljóð- og sjón- varpsstöðvar eða -rása sem alfarið verði fjármagnaðar með auglýs- ingatekjum og kostun þannig að tryggt sé að þessi samkeppnis- starfsemi RÚV verði ekki niður- greidd með skattfé“. Þetta kemur fram í áliti Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra Sam- keppniseftirlitsins, sem Frétta- blaðið hefur undir höndum en það var lagt fyrir menntamálanefnd er hún vann að gerð frumvarps um hlutafélagavæðingu Ríkis- útvarpsins. Nefndin hefur afgreitt frumvarpið úr nefndinni sem bíður meðferðar á Alþingi. Í athugasemdum með frumvarp- inu kemur fram að ekki sé hægt að fallast á að taka sjónvarpshluta Rík- isútvarpsins út af auglýsingamark- aði þar sem „nánast tveir aðilar yrðu á auglýsingamarkaði í sjón- varpi (365 ehf. með Stöð 2 og Sýn annars vegar og Íslenska sjónvarps- félagið með Skjá einn hins vegar).“ Í áliti sínu segir Páll Gunnar „rök standa til þess að þátttaka RÚV á auglýsingamarkaði í sjón- varpi hafi haft þau áhrif að ekki starfa fleiri aðilar á markaðnum en raun ber vitni“. Breytingar gætu „skapað svigrúm fyrir aðra aðila að fóta sig á markaðnum og nýta sér það tóm sem skapaðist við brotthvarf RÚV“, eins og orð- rétt segir í áliti Páls Gunnars. Í lok álitsins segir að Sam- keppniseftirlitið taki ekki að svo komnu máli „afstöðu til þess hvora leiðina sé æskilegra að velja svo koma megi í veg fyrir framan- greinda samkeppnislega mismun- un, eða hvernig útfæra beri þær“. Ekki náðist í Pál Gunnar Páls- son í gær þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir. - mh RÚV-frumvarpið felur í sér samkeppnislega mismunun Í áliti Samkeppniseftirlitsins eru gefnir tveir kostir til að koma í veg fyrir samkeppnislega mismunun eftir hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins. Frumvarp um RÚV ohf. felur í sér mismunun, segir Páll G. Pálsson. SJÁVARÚTVEGUR Bandaríska dag- blaðið Washington Post húðskamm- ar Íslendinga í leiðara sínum í gær. Þar er því haldið fram að það sé einkum Íslendingum að kenna að alþjóðlegt bann við botnvörpuveið- um var ekki samþykkt á allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna í síðasta mánuði. Einar K. Guðfinnsson sjávar- útvegsráðherra segir leiðarann byggjast á misskilningi. Tekið er fram í leiðaranum að Rússar, Jap- anar, Kínverjar og Suður-Kóreu- menn hafi einnig verið andvígir banninu, en Íslendingar og Rússar hafi komið í veg fyrir það með yfir- gangi á lokuðum fundum. Í leiðaranum eru botnvörpuveið- ar sagðar skaða hafsbotn og lífríki sjávar. Erfitt sé að ímynda sér að líf- ríki sjávar hrynji ekki ef þjóð sem veiðir hvali og hefur færri íbúa en Washington geti komið í veg fyrir tillögur sem byggja á heilbrigðri skynsemi og miða að verndun lífríkis sjávar. „Sannleikurinn er sá að við vorum auðvitað að reyna að verja hagsmuni okkar sem auðlinda- nýtingarþjóðar og í þeim efnum vorum við í samstarfi við margar aðrar þjóðir,“ segir Einar K. Guð- finnsson. „Það kann að líta svo út að við höfum verið í forystu þessa máls en það helgast af því að aðrar þjóðir og öflug samtök á borð við Evrópu- sambandið horfa mjög til okkar þegar kemur að þessum málaflokki. Þetta endurspeglar það áróðursafl sem er í samtökum á borð við Greenpeace og fleiri.“ - sh Sjávarútvegsráðherra segir leiðara Washington Post byggðan á misskilningi: Segja Íslendinga standa í vegi fyrir heilbrigðri skynsemi EINAR K. GUÐFINNSSON SAMGÖNGUR Alls 54 hafa látist í umferðarslysum á Suðurlands- vegi síðan 1972 en 27 hafa farist í umferðarslysum á þessu ári. Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra segir mikilvægt að flýta vegaframkvæmdum eins og kostur er. Hannes Kristmundsson, sem missti son sinn í bílslysi á Suðurlandsvegi fyrir nokkrum árum, krefst tafarlausra aðgerða. „Ég trúi því að ráðamenn þessa lands vilji ekki heyra af fleiri banaslysum sem hefði mátt koma í veg fyrir með traustari vegum. Það þarf að gera meiri kröfur um tafarlausar aðgerðir.“ - mh /sjá síðu 4 Banaslys á Suðurlandsvegi: Tafarlausra að- gerða krafist á SuðurlandsvegiTap hjá meisturunumHaukar sýndu að þeir eru ekki dauðir úr öllum æðum er þeir lögðu Íslandsmeistara Fram í gær. ÍÞRÓTTIR 42 VEÐRIÐ Í DAG
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.