Fréttablaðið - 04.12.2006, Page 6

Fréttablaðið - 04.12.2006, Page 6
6 4. desember 2006 MÁNUDAGUR KjörKassinn Vetrardekk á veturna Svíar hafa bannað sumardekk á einkabílum á veturna. Frá 1. desem- ber til 31. mars verða allir að vera á vetrardekkjum í snjó og hálku á vegum. Mynstrið verður að vera þriggja millimetra djúpt. sVíþjóð DANMöRk Skot hljóp úr byssu í Nýhöfn í Kaupmannahöfn í gærmorgun. Tveir menn tókust á á veitingastað í götunni og sló annar þeirra hinn með byssu með þeim afleiðingum að skot hljóp úr byssunni. Var maðurinn handtek- inn stuttu síðar en hinn gengur enn laus. Enginn slasaðist samkvæmt frétt á vefsíðu Berlingske tidende en lögreglan hafði aðbúnað á svæðinu fram eftir degi á sunnudag. Nýhöfn er vinsæll áfangastaður meðal ferðamanna í borginni. - ks Átök í Kaupmannahöfn: Skot hljóp úr byssu í Nýhöfn MAlAví, AP Mannréttindasamtök í Malaví og barnaverndarsamtök hafa fengið heimild til þess að taka þátt í ákvörðun um það hvort söngkonan Madonna fær að ættleiða eins árs gamlan dreng frá Malaví. Andrew Nyirendaa, dómari í Malaví, kvað upp úrskurð um þetta á miðvikudag. Þessi sami dómari hafði veitt Madonnu og eiginmanni hennar bráðabirgða- heimild til þess í október að fá forræði yfir drengnum, en mannréttindasamtök hafa gagnrýnt þá ákvörðun á þeim forsendum að Madonna hafi vegna frægðar sinnar fengið sérmeðferð í málinu. - gb Ættleiðingarmál Madonnu: Mannréttinda- samtök ákveða Madonna Ásamt börnum sínum og drengnum sem hún vill ættleiða. Fréttablaðið/ap veNesúelA, AP Allt benti til þess að Hugo Chavez myndi sigra með yfirburðum í forsetakosningum í Venesúela í gær og verði því sex ár í viðbót í embættinu. Mótfram- bjóðandi hans, Manuel Rosalas, hafði þó unnið töluvert á í skoð- anakönnunum síðustu daga og gerði sér vonir um sigur. Milljónir kjósenda tóku daginn snemma til að kjósa og langar bið- raðir mynduðust á kjörstöðum strax fyrir dögun í gærmorgun. Þeir Chavez og Rosalas eru ger- ólíkir, Chavez harður vinstrisinni sem hefur unnið hug og hjörtu fátækra íbúa landsins en Rosales sannfærður markaðshyggju- maður sem sakar andstæðing sinn um að vilja ráða öllu eins og einræðisherra. Chavez hefur heldur betur vakið athygli umheimsins, ekki síst með ummælum sínum um Bush Bandaríkjaforseta á alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna í haust þar sem hann sagði Bush vera sjálfan djöfulinn. Heima fyrir hefur Chavez varið stórum fjárhæðum af olíuauð landsins til þess að bjóða meðal annars niðurgreidd matvæli, ókeypis háskólamenntun og fjár- stuðning til einstæðra mæðra. Hann hefur hins vegar sætt stöðugri gagnrýni frá fjölmiðlum heima fyrir en nýtur þess að hag- vöxtur í landinu er meiri en í nokkru öðru landi Suður- Ameríku. Kosningabaráttan hefur verið illskeytt. Chavez hefur kallað Rosalas peð í höndum Bandaríkja- manna og harðneitað að taka þátt í sjónvarpseinvígi milli þeirra tveggja, sem Rosalas fór fram á. Chavez hefur einnig sakað stjórnarandstöðuna um að skipu- leggja óeirðir ef hann beri sigur úr býtum. „Þetta eru ekki bara venjuleg- ar kosningar,“ sagði Rosalas hins vegar nýlega. „Við erum að velja á milli tveggja leiða – annar hópur- inn trúir á lýðræði en hinir vilja koma á fót í Venesúela kommún- istakerfi í ætt við Castro og Kúbu þar sem fólk er svipt frelsi sínu.“ Chavez hefur verið í farar- broddi vinstrimanna sem komist hafa í forystu í hverju Suður- Ameríkuríkinu á fætur öðru síð- ustu misserin. Hann viðurkennir fúslega að vera mikill aðdáandi Fidels Castro en segist jafnframt vera einlægur lýðræðissinni og lofar því að virða eignarrétt manna í einu og öllu. gudsteinn@frettabladid.is Við Kjörstað í CaraCas Íbúar landsins tóku daginn snemma og voru sumir hverjir mættir á kjörstað löngu fyrir sólarupprás. Fréttablaðið/ap Chaves vongóður um að sigra í gær Hinn orðhvati vinstrimaður Hugo Chavez þótti nánast öruggur um sigur í forsetakosningunum í Venesúela í gær. Mikill hagvöxtur í landinu hefur auð- veldað honum að nota olíuauðinn til þess að bæta hag fátækra. MANNlíf Margt var um manninn á Austurvelli í gær þegar kveikt var á Óslóartrénu við Austurvöll. Tréð er nú í fyrsta skipti skreytt litlum jólaóróum, ásamt jólaljósunum, en óróarnir verða seldir til styrkt- ar Styrktarfélagi lamaðra og fatl- aðra en alþjóðadagur fatlaðra var í gær. Það eru listamennirnir Sjón og Sigga Heimis sem leggja Styrktar- félagi lamaðra og fatlaðra lið með túlkun sinni á Kertasníki. Óróinn er úr stáli og segir Eva Þengils- dóttir, hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra, að á næstu árum megi vænta svipaðra listaverka sem sýni bræður hans tólf. Eva segir að hugmyndin að listaverkinu sé að tengja ritsnilld og hönnun við íslenskan menningararf en Sjón samdi ljóð sem fylgir hverjum Kertasníki. Kertasníkir verður seldur í versluninni Casa í Síðumúla og rennur ágóði af sölu hans til Æfingastöðvarinnar sem sinnir iðjuþjálfun barna og unglinga en stöðin er fimmtíu ára um þessar mundir. Rúm hálf öld er síðan Norð- menn færðu Íslendingum grenitré að gjöf í fyrsta skipti til að skreyta Reykjavík. Við athöfnina í gær flutti Dómkórinn nokkur lög áður en Guttorm Vik, sendiherra Noregs á Íslandi, afhenti tréð. Það var hinn ellefu ára norsk-íslenski Jóel Einar Halldórsson sem kveikti ljósin á trénu. - hs Óslóartréð er bæði prýtt ljósum og skrauti til styrktar Félagi lamaðra og fatlaðra: Jólaljóð eftir Sjón fylgir Kertasníki KVeiKt á óslóartrénu Fjölmennt var á austurvelli í gær og veðrið skartaði sínu fegursta þegar kveikt var á trénu í gær. Fréttablaðið/hörður útivist Skíðasvæði Ísfirðinga í Tungudal var opnað um helgina, þótt útlit væri fyrir að það yrði ekki gert fyrr en eftir áramót vegna lítillar snjókomu á svæðinu framan af vetri. Með styrk frá Skeljungi, sem fólst í fjögur þúsund olíulítrum til að setja á troðarana, og vinnu sem félagsmenn Skíðafélags Ísfirðinga hafa gefið, mun takast að halda svæðinu opnu fyrir áramót. Margrét Halldórsdóttur, formaður Skíðafélags Ísfirðinga, sagðist í samtali við Fréttablaðið vera ánægð með framvinduna, „enda nægur snjór og frábært veður í Tungudal“, eins og hún orðaði það. „Við höfum opið fram til áramóta með aðkomu Skíðafélagsins, svo tekur bæjarstjórnin við.“ Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður Hlíðar- fjalls á Akureyri, segist varla muna eftir eins góðu árferði og nú. „Við opnuðum svæðið 18. nóvember en algengara er að það sé opnað í janúar eða febrúar. Við höfum verið afskaplega heppin með veður í ár eins og í fyrra og aðsóknin er góð eftir því.“ Annað er uppi á teningnum í Bláfjöllum og Skálafelli þar sem ekki hefur snjóað nægilega til að opna skíðasvæðin. Grétar Hallur Þórisson, forstöðu- maður skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, segir þó litla ástæðu til að örvænta þar sem starfsemin fari yfirleitt ekki af stað fyrr en upp úr áramótum. -rve Góður skíðasnjór fyrir norðan og vestan: Kjöraðstæður til skíðaiðkunar sKeMMtun Þessir kátu krakkar skelltu sér á skíði í tungudal á Ísafirði. MYND/FriðGErður ÓMarSDÓttir Ert þú heimsforeldri? já 25% nei 75% spurning dagsins í dag: Á að tvöfalda Suðurlandsveg? Segðu skoðun þína á visir.is Borar mætast búist er við því að tveir risaborar mætist á Kárahnjúkum í dag. takist það opnast fjörutíu kílómetra löng aðrennslisgöng sem ætlað er að flytja Jöklu úr hálslóni yfir að stöðvarhúsi í Fljótsdal. KárahnjúKar

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.