Fréttablaðið - 04.12.2006, Side 16
4. desember 2006 MÁNUDAGUR16
nær og fjær
„orðrétt“
Þeir sem áhuga hafa á
högum hagamúsarinnar
hafa velt fyrir sér hvers
vegna lítið hefur sést til
hennar í haust. Hafa ýmsir
sökudólgar verið nefndir til
sögunnar, svo sem brand-
uglan, fýllinn og sílamáv-
urinn. Páll Hersteinsson,
prófessor í spendýrafræði,
er allra Íslendinga fróðast-
ur um hagamúsina og telur
sig geta hreinsað mannorð
fugla af að eiga þátt í músa-
hvarfinu.
„Nokkur hundruð branduglur hafa
ekki möguleika á að hafa áhrif á
músastofninn,“ segir Páll. „Ann-
ars staðar eru þær sérfræðingar í
nagdýraveiðum, en hér er minna
af músum og taka þær því sendl-
ing og aðra litla fugla.“
Ekki eiga aðrir fuglar sök held-
ur. En hvað veldur þá músahvarf-
inu?
„Það sem ræður stofnstærð
músa er ástandið fyrri hluta vetr-
ar árið áður. Þegar kalt er verða
mikil afföll, sérstaklega meðal
kvenmúsa og unga, sem lýsir sér
svo í því að þær verða færri árið
eftir, jafnvel þótt þær hamist við
að tímga sig frá vori og fram á
haust.“
En hvernig stendur á því að
kvendýrin fara svona illa út úr
þessu, er karlrembu karlmúsa um
að kenna?
„Hagamýs eru fjöllyndar á
báða bóga og mynda ekki pör,
þannig fjölgar hver kvenmús sér
með fjölda karlmúsa og öfugt. En
hlutverk karlmúsanna í ferlinu er
stutt, þær geta farið aftur að safna
fæðu meðan kvendýrin þurfa að
mjólka.“
Það er því hart að vera haga-
mús á Íslandi, þrátt fyrir fjöl-
lyndi.
„Hagamúsin er lítil og tapar
hita hratt. Á veturna getur hún í
raun valið á milli þess að fara út í
fæðuleit og frjósa í hel eða hjúfr-
að sig saman í holunni og soltið í
hel. Það er á mörkum þess að hún
geti lifað hér, enda kom hún hing-
að fyrst með skipum manna. Henni
hefur þó tekist að þrauka síðan á
landnámsöld, en hún þrífst best í
birkiskógum og þeim fækkaði
hratt eftir að landnám hófst.“
Páll fylgist einnig með öðrum
dýrum en hagamúsinni, og hefur
undanfarna tvo mánuði verið að
rannsaka tófur við Háskólann í
Stokkhólmi, en sænska tófan er nú
í útrýmingarhættu. Hann hefur
fylgst með hegðun hagamúsarinn-
ar hérlendis í tíu ár.
„Ég hef ekki enn lent í haga-
músaári, en til þess að það verði
þarf að vera hlýtt tvö ár í röð. Þó
hefur verið allt að þrefaldur
munur í stofninum á milli ára.“
Það eru því fleiri Íslendingar en
við sem vonast eftir hlýju á haust-
in. valurg@frettabladid.is
Rétt skal þó vera rétt
„Hún var röng þá, hún byggði á
röngum forsendum þá og hún er
röng núna.“
IngIbjörg sólrún gísladóttIr
ræðIr ákvörðunIna um að
styðja InnrásIna í írak.
Morgunblaðið 1. desember
Ekki gaman fyrir
Íraka heldur
„Þeir, sem töldu, að langvinn
átök í Írak yrðu erfið fyrir
Bandaríkjamenn, höfðu á réttu
að standa.”
björn bjarnason dómsmála-
ráðherra rIfjar upp afstöðu
sína í stríðsbyrjun.
bjorn.is 26. nóvember
„málið er það að ég hafði verið
ellefu daga í burtu og þegar ég
kom heim frá útlöndum var eins og
veiðileyfi hafi verið gefið á útlend-
inga. Ég hef heyrt að algengasta
spurning í íslenskunámskeiðum sé
„hvað þýðir „helvítis útlendingur?““
segir ásdís thoroddsen, skólastjóri
kvikmyndaskólans, um þá umræðu
sem hefur skapast um innflytjendur
undanfarið. „Þetta er furðulegt mál
því það er að öllu leyti ástæðulaust.
Það er ekki kreppa eða atvinnuleysi,
og ef að það eru undirboð í launum
er við atvinnurekendur að sakast.“
ásdísi finnst mikilvægt að fólk sem
setst hér að hafi möguleika á að
læra íslensku.
„fólk getur talað hvaða tungumál
sem það vill, en það verður að gera
því kleift að taka þátt í samfélaginu,
annars myndast hér undirstétt sem
hefur ekki möguleika á að koma sér
áfram. Ég er því alveg til í að borga
skatta fyrir íslenskukennslu.“
SjóNARhóll
Innflytjendur
Bjóðum ís-
lenskukennslu
ÁsdÍs tHoroddsen
skólastjóri
Máltækið segir að hvítir hrafnar
séu sjaldséðir. Nákvæmlega
hversu sjaldséðir þeir eru kemur
þó ekki fram, en ef maður vill fá
fréttir af sjaldséðum fuglum er
ekki úr vegi að spyrja Gunnlaug
Pétursson verkfræðing. Gunn-
laugur er í flækingsfuglanefnd,
sem sér um að skrásetja flæk-
ingsfugla á Íslandi. En hvað eru
flækingsfuglar?
„Farfuglar eru varpfuglar
sem koma hingað árlega til að
verpa. Flækingsfuglar hins
vegar verpa ekki hér og megin-
hluti þeirra er sjaldséður.“
Hvað eru þeir þá að gera
hér?
„Þeir fjúka hingað frá Banda-
ríkjunum eða Evrópu. Sumir
koma á hverju ári eins og hettu-
söngvarinn, en aðrir eru sjald-
gæfari. Við skrásetjum þá og
það er heilmikil ábyrgð sem hvíl-
ir á okkur, sérstaklega ef fuglar
eru að sjást í fyrsta sinn í Evr-
ópu, eins og stúfgreipurinn sem
kom hingað frá Norður-Ameríku
árið 2003. Önnur tímarit taka svo
mið af þessu. Einnig eru dæmi
þess að flækingsfuglar hafi farið
að verpa hér, eins og glókollur-
inn sem fyrst kom fyrir tíu árum,
og þar með orðið farfuglar.“
Hver er tildrög þess að stofn-
uð var flækingsfuglanefnd?
„Þetta var gert að erlendri
fyrirmynd og var stofnað 1979,
en í Bretlandi 20 árum áður.
Þetta er sjö manna nefnd sem
sér um að birta athuganir á flæk-
ingsfuglum á hverju ári. Þetta er
heilmikill prósess og við erum
nú að fara að birta yfirlit fyrir
árið 2003.“
Vilji maður hafa málshætti
sína vísindalega nákvæma væri
líklega réttara að segja „sjald-
séðir eru stúfgreipar, og sáust
fyrst hér árið 2003“. - vg
Skoða fugla sem fjúka úr leið:
Fylgst með flækingum
MörgæsIr bíða eftir að fjúka til íslands.
Hart að vera hagamús
tófan í útrýmingarhættu í svíþjóð.
PÁll HersteInsson prófessor í
spendýrafræði og stundar rannsóknir í
stokkhólmi.
Branduglan saklaus af hvarfi hagamúsarinnar.
Íslenska HagaMúsIn með afbrigðum
fjöllynd, en á þó ekki sjö dagana sæla.
n um 370
fugla-
tegundir
hafa sést
á íslandi.
af þeim
eru um 70
varpfuglar
en um 250
tegundir af
flækings-
fuglum. einnig eru til vetrarfuglar
sem eru hér allt árið, og meðal
þeirra er rjúpan sem nú getur
vonandi andað léttar eftir að
veiðitímabilinu lauk í lok síðustu
viku.
FUGlAR Á íS-
lANDi
fjórIr af HverjuM
fIMM flækIngsfuglar
„við erum nýbúin að hefja fundaherferð um
íslenskan landbúnað og stöðu hans og framtíð.
fundaherferðin hófst með morgunverðarfundi
á hótel sögu á miðvikudaginn var og verður
þeim fundi fylgt eftir með fundaferð formanns
bændasamtakanna og fleiri manna
um allt land,“ segir erna bjarnadóttir,
hagfræðingur hjá bændasamtökum
íslands.
„við náum ekki að halda fundi á öllu
landinu strax en við byrjum eitthvað
fyrir jól og höldum svo áfram með
fundina eftir jól. Þetta er umræða
um ákvarðanir ríkisstjórnarinnar í
verðlagsmálum og áhrif þeirra,
hvernig þær skila sér til neyt-
enda og hvernig þarf að fylgja
þeim eftir til að þær skili sér og
hvaða áhrif þær hafa á bændur.
við erum að undirbúa svolítið jarðveginn fyrir
stjórnmálaumræðuna í vetur í aðdraganda
kosninga og hver viðhorf til landbúnaðarstefn-
unnar og framtíðar landbúnaðarins verða í
þeirri umræðu.“
erna syngur í brokkkórnum, kór hesta-
manna á höfuðborgarsvæðinu. „Þarna
er fólk sem hefur tvö sameiginleg
áhugamál, að syngja og fara á hest-
bak,“ segir hún og kveðst vera nýlega
byrjuð í kórnum. hún ætlar að vera
með tvo hesta uppi í fjárborg í vetur
með börnunum sínum sem líka hafa
áhuga á hestum. svo er hún með hesta
í uppeldi. „Þetta eru okkar tengsl við
sveitina,“ segir hún. „Ég er bónda-
dóttir frá snæfellsnesi og sinni
þessu af þeim áhuga sem ég
fékk í uppvextinum.“
hvað er að frÉtta? erna bjarnadóttIr, hagfræðIngur hjá bændasamtökunum
Hestarnir eru tengslin við sveitina