Fréttablaðið - 04.12.2006, Page 22
22 4. desember 2006 MÁNUDAGUR
greinar@frettabladid.is
frá degi til dags
ÚtgáfUfÉlag: 365
ritstJÓrar: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson aÐstOÐarritstJÓrar: Jón Kaldal og Steinunn Stefánsdóttir frÉttastJÓrar:
Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason fUlltrÚar ritstJÓra: Björgvin Guðmundsson og Páll
Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og
þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér
rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
UmræÐan
Veiðileyfi
Söluskrá Stangaveiðifélags Reykjavíkur fyrir næsta ár var kynnt nú fyrir stuttu.
Söluskráin er sérlega glæsileg og eru þar í
boði rúmlega fimmtíu veiðisvæði, bæði í
lax- og silungsveiði.
Í kjölfarið hafa spunnist talsverðar umræður um
verð veiðileyfa og einstaka hækkanir teknar út úr
og gerð góð skil. Það er rétt að ákveðin ársvæði
hækka talsvert umfram verðbólgu eða um 13-18%.
Einnig er dæmi um 45% hækkun en þar er um að
ræða eina laxveiðiá þar sem samningar voru endur-
nýjaðir og reyndar er svo með allar ár sem hækka
umfram verðbólgu. En nauðsynlegt er í þessu sam-
hengi að horfa á heildarmyndina. Flöt hækkun veiði-
leyfa í söluskrá SVFR fyrir sumarið 2007 miðað við
árið áður er um 13%. Ef tillit er tekið til verðbólgu
milli ára nemur meðalhækkunin í söluskránni því
einungis um 6% umfram verðbólgu milli ára. Það
eru um 20% veiðisvæði í söluskránni sem hækka
umfram verðlagsþróun, önnur hækka í samræmi
við verðbólgu og fjöldi veiðisvæða er einnig í boði á
óbreyttri krónutölu milli ára. Í þeim flokki má sér-
staklega nefna nokkur silungsveiðisvæði. Í silungs-
veiði hefur SVFR einmitt bætt verulega við
sig í framboði og boðið ný ársvæði eins og
Varmá/Þorleifslæk og Litlá í Kelduhverfi.
Þar má einmitt sjá verðstefnu SVFR í hnot-
skurn því þar lækkar útsöluverð miðað við
fyrri leigutaka en greiðslur til veiðiréttar-
eigenda hækka. Segir þetta meira en margt
annað um verðstefnu Stangaveiðifélags
Reykjavíkur.
Umræða um verð veiðileyfa er eðlileg og hafa
menn af því talsverðar áhyggjur hvert stefnir. Undan-
farin tvö ár hefur verðstöðnun verið á verði í sölu-
skrá okkar, þannig að ef verðbreytingar í þessari
söluskrá eru skoðaðar til örlítið lengri tíma má sjá að
SVFR hefur staðið verulega á bremsunni gagnvart
verðhækkun veiðileyfa. Í tilfellum verðhækkana er
ávallt um framlengingu leigusamninga að ræða. Það
er kjarni málsins og afar mikilvægt hjá svo stóru
félagi eins og Stangaveiðifélagi Reykjavíkur að
halda úti og tryggja félagsmönnum nægjanlegt fram-
boð veiðileyfa. Í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur eru
nú yfir 3.000 manns og um 900 manns hafa gengið í
félagið á tveimur árum. Þessi mikli vöxtur og áhugi
á félaginu segir okkur að við erum á réttri braut og
eigum samleið með veiðimönnum.
Höfundur er framkvæmdastjóri Stangaveiðifélags
Reykjavíkur.
Verð veiðileyfa
Páll ÞÓr ármann
195,-
2 rúnstykki, 1 egg, skinka, ostur,
smjör, sulta og heitur drykkur
Þú átt allt gott skilið!
MORGUNMATUR
mánudaga - laugardaga
Veitingastaður IKEA
opnar kl. 9:00
verslun opnar kl. 10:00
Framsóknarflokkurinn hefur kallað herlið sitt heim frá Írak
en Sjálfstæðisflokkurinn ætlar
ekki að gefast upp. Frambjóðend-
ur í prófkjörum eru skikkaðir til
að skrifa undir stuðningsyfirlýs-
ingu við Bush og varaformaðurinn
segist hvergi hvika í afstöðu sinni.
Með Bandaríkjamönnum. Með
borgarastyrjöld.
Jón Sigurðsson á heiður skilinn
fyrir að viðurkenna að stuðningur
okkar við innrásina í Írak hafi
verið mistök. Þar með er málið
komið aftur á dagskrá og þar með
viðurkennir annar stjórnarflokk-
urinn að ranglega var staðið að
ákvörðun sem að auki var röng.
Og framsóknarmenn fögnuðu eins
og heilum Halldóri Ásgrímssyni
hefði verið lyft af baki hvers og
eins þeirra.
Það er þó óneitanlega einkenni-
legt að annar aðili ríkisstjórnar
skuli firra sig ábyrgð á einni
alvarlegustu ákvörðun hennar.
Hvað þýðir það? Líklega svo sem
ekki neitt. Á meðan ríkisstjórnin
sem heild hefur ekki beðið þjóðina
afsökunar á því að hafa lagt nafn
Íslands við ólögmætt árásarstríð
er yfirlýsing Jóns því miður ekki
mikils virði, sama hversu ánægju-
leg hún annars er.
Hér vantar þá auðmýkt og
iðrun sem forsætisráðherra
heimtar af Árna Johnsen. Ákvörð-
unin um stuðning okkar við
Íraksstríðið var hvorki borin undir
þing né þar til bæra nefnd og var
því (hvað sem allir útsölulögfræð-
ingar segja) ólögmæt. Kannski var
hugsun Davíðs og Halldórs sú að
standa þyrfti ólöglega að stuðningi
við ólöglegt stríð. Niðurstaðan
varð tvöfalt lögbrot sem í eðli sínu
er að sjálfsögðu mun alvarlegra
heldur en kantsteinasprell Árna
Johnsens. Munurinn á Árna annars
vegar og Davíð og Halldóri hins
vegar, að viðbættum embættis-
erfingjum þeirra, er þó sá að Árni
nefndi að minnsta kosti hugtakið
mistök í nýlegu viðtali þótt hann
hafi kallað þau tæknileg. Ríkis-
stjórnin hefur hins vegar aldrei
beðið okkur, umheiminn eða
írösku þjóðina afsökunar á illráði
sínu, hvað þá hún hafi viðurkennt
nein mistök. Hér var þó sannar-
lega kvittað undir annað og meira
en vörur frá Byko.
Við hljótum þó að gera ráð
fyrir að menn sjái að sér. Frá því
Geir Haarde var kosinn formaður
hefur hann gert lítið annað en að
þvo flokkinn sinn. Röðin hlýtur að
koma að blóðblettunum frá
Bagdad. Nú er meira að segja
kominn fram sjálfstæðismaður
með málfrelsi, fyrsti maðurinn í
sögu flokksins sem ekki er
hræddur við styttuna af Davíð.
Kristján Þór Júlíusson stimplar
sig sterkt inn með yfirlýsingu um
að stríðsstuðningurinn hafi verið
mistök, talar eins og sannur
leiðtogi.
Á meðan situr dómsmála-
ráðherra fastur við sinn sérstæða
keip. „Ríkisstjórn Íslands eða
einstakir ráðherrar innan hennar
báru enga ábyrgð á innrásinni í
Írak. Hún hefði verið gerð, hvað
sem afstöðu íslenskra stjórnvalda
leið,“ segir þrætukóngurinn á
heimasíðu sinni. Málið snýst ekki
um það, Björn. Málið snýst um
STUÐNING OKKAR og SJÁLFS-
VIRÐINGU, ORÐSPOR
ÍSLANDS. En áfram hélt hann:
„Það ber vott um yfirþyrmandi
minnimáttarkennd eða ótrúlega
mikilmennsku að telja sér trú um,
að afstaða ríkisstjórnar Íslands
hefði skipt einhverju um það,
hvort ráðist yrði inn í Írak.“ Vart
hafði ráðherrann sleppt þessum
orðum þegar vinur hans, Stak-
steinar, mætti í Kastljós og
kvaðst vilja kalla Bandaríkjaher
heim frá Írak. Sú ákvörðun
Morgunblaðsritstjórans virðist þó
ekki enn hafa ratað rétta boðleið
til Bagdad.
Harmleikurinn um Bush og
Írak magnast með hverjum degi.
Borgarar deyja. Hermenn deyja.
Og orðstír okkar heldur áfram að
deyja á meðan ríkisstjórnin heldur
áfram að styðja „eina stríð
sögunnar sem enginn veit hvers
vegna var háð“ eins og bandarísk-
ir fréttaskýrendur orða það. „Ef
Bush hefði verið forseti þegar
árásin á Pearl Harbor var gerð
hefði hann brugðist við með því að
ráðast inn í Ástralíu.“
Sagan er harður dómari.
Kaldastríðsfurstar hægrimanna
hafa lengi verið duglegir að rifja
upp stuðning vinstrimanna við
hetjur sósíalismans, þá sem sagan
hefur dæmt sem glæpamenn
kommúnismans. „Þeir sem stóðu
með Stalín hlutu að falla með
Stalín.“ Sagan dæmir hins vegar
alla jafnt. Þeir sem stóðu með
Bush munu falla með Bush.
Nema menn sjái að sér. Enn má
bæta fyrir mistökin.
Flóttinn frá Bagdad er hafinn.
Einn kleip í smjörið og hljóp síðan
í seðlabjörg. Annar komst burt
sem laumufarþegi með Norrænu.
Sá þriðji skar upp herör og leiddi
herdeild sína út úr eyðimörkinni.
En sá fjórði heldur kyrru fyrir á
verndarsvæði Bandaríkjamanna
þar sem hann stritar við að skrifa
undir dánarvottorð saklausra
borgara, sveittur upp fyrir haus,
með eyrun full af sandi og
kinnarjóður af sektarkennd. Því
það er sorgleg staðreynd: Eina
blóðið sem við Íslendingar höfum
úthellt vegna Íraksstríðsins er það
sem fyllir vanga okkar af skömm.
Og einmitt sú staðreynd gerir
skömm okkar enn þá stærri.
Flóttinn frá Bagdad
HallgrímUr HelgasOn
í dag | Írak
í nafni kvenfrelsis
Það fór svo eins og margir höfðu
spáð, að konum gekk nokkuð betur
en körlum í forvali vinstri grænna nú
um helgina og í efstu tólf sætunum
lentu sjö konur en fimm karlar. Í
forvalsreglunum segir „Í anda kven-
frelsis skal tryggja jafnræði kynja við
uppröðun“ á lista. Leiðbeinandi reglur
segja til um að í einhverju af
þremur fyrstu sætum skuli
að minnsta kosti vera einn
af hvoru kyni. Efstu tvö
sætin skulu skipuð þrem-
ur konum og þremur
körlum. Í þriðja sæti gilda
sömu reglur og í fyrsta sæti
og í efstu fjögur sætunum
skulu vera sex karlar og
sex konur.
Konur gætu þurft að víkja
Nú á eftir að sjá hvort farið verður
eftir þessum leiðbeinandi reglum. En
í nafni „kvenfrelsis“ gæti það farið svo
að tvær konur víki af listanum til að
karlar komist að. Álfheiður Ingadóttir
myndi detta úr öðru sæti niður í
það þriðja, en Gestur Svavarsson
myndi færast upp í staðinn. Þá myndi
Steinunn Þóra Árnadóttir detta af lista
yfir fjóra efstu, en Jóhann Björnsson
myndi koma í hennar stað og
stökkva upp fyrir þrjár konur.
Og flækjast nú enn
málin
En það er alls ekki víst að farið
verði eftir þessum leiðbein-
andi reglum. Til að
mynda stóð Gestur
Svavarsson upp
á kynningarfundi fyrir forvalið og lýsti
því yfir að hann vildi ekki láta ýta sér
upp á kostnað kvenna í flokknum og
hvatti karlkyns félaga sína til að gera
slíkt hið sama. Undirtektirnar voru
nú eitthvað daprar í flokki kvenfrelsis-
ins. Enginn mótmælti, en aðeins
einn maður stóð upp og lýsti yfir
stuðningi við tillögu Gests, en það
var Ögmundur Jónasson, sem líklega
hefur talið sig öruggan með að ná
einu af þremur fyrstu sætunum
eins og kom á daginn á laugar-
dagskvöld þegar hann fékk flest
atkvæði prófkjörsins. Ef ekki á
að ýta Svavari upp, verður Paul
Nicolov þá ýtt upp í staðinn,
eða verður það bara látið
standa að fleiri konur en
karlar eru á listanum?
svanborg@frettabladid.is
Ó
hætt er að taka undir orð samgönguráðherra, Sturlu
Böðvarssonar, um að hið hörmulega umferðarslys á
Suðurlandsvegi á laugardag gefi tilefni til að flýta
uppbyggingu Suðurlandsvegar. Slysið er óþyrmileg
áminning um hversu ófullkomið vegakerfi landsins
er miðað við þann umferðarþunga sem á því hvílir.
Fimmtíu og fjórir hafa týnt lífi á Suðurlandsvegi síðan 1972.
Á þessu árabili hefur Suðurlandsvegur þó verið endurbættur til
mikilla muna og síðast með opnun nýs vegarkafla á Hellisheiði.
Því miður virðist þó ekki hafa verið horft nægilega fram á veg-
inn við þessar endurbætur. Í stað þess að einblína á að byggja
veg sem svarar kröfum nútímans og framtíðarinnar hefur
skammsýni verið við völd, nú síðast þegar byggður var þriggja
akreina vegur á Hellisheiði þar sem á síðustu stundu var ákveðið
að aðskilja akstursstefnur með þeim afleiðingum að vegurinn er
allt of þröngur.
Ljóst er að umferð um vegi landsins mun ekki minnka á kom-
andi árum. Þvert á móti mun hún aukast og hún mun aukast
mikið, jafnvel þótt að einhverju leyti takist að snúa við þróun-
inni og færa einhverja flutninga aftur á sjó. Það virðist því sjálf-
sögð krafa að vegamannvirki séu hönnuð í samræmi við þetta
vaxandi álag.
Reynslan á Reykjanesbraut hefur sýnt með áþreifanlegum
hætti hvað raunverulegar vegabætur geta gert til að draga úr
slysatíðni. Eðlilegt má teljast að byggt sé á þessari reynslu þegar
horft er til framtíðar í vegamálum.
Krafan hlýtur að vera tvær akreinar í hvora átt með aðgrein-
ingu milli akstursstefna, þar sem umferðarþunginn er mestur.
Reykjanesbraut er þegar vel á veg komin. Suðurlandsvegur
austur fyrir fjall hlýtur að vera næstur á dagskrá og síðan Vest-
urlandsvegur norður um.
Hér duga engar málamiðlanir með þriggja akreina vegum. Sú
lausn sýnir skammsýni. Þegar til lengri tíma er litið hlýtur að
vera skynsamlegra að gera vel og til frambúðar styttri vegar-
kafla í einu, að því gefnu að fjárframlög aukist ekki, fremur en
að byggja vegi sem ekki svara þeim þörfum sem fyrirsjáanlegar
eru.
Komið hefur fram að Rannsóknarnefnd umferðarslysa telur
brýnt að umferð úr gagnstæðum áttum verði aðskilin bæði á
Suðurlandsvegi og Vesturlandsvegi. Viðbrögð Vegagerðarinnar
hljóta að teljast með ólíkindum. Þar er skammsýnin enn við völd
og ekki talin þörf á að tvöfalda Suðurlandsveg.
Það hlýtur að standa upp á samgönguráðherra að sjá til þess
að þegar í stað verði látið af skammsýnum sjónarmiðum og
hreppapólitík við uppbyggingu vega í landinu. Lítil þjóð hefur
ekki efni á þeim mannfórnum sem færðar eru ár hvert á vegum
landsins.
Skammsýni í vegamálum reynist dýrkeypt.
Fram á veginn
steinUnn stefánsdÓttir
„Það hlýtur að standa upp á samgönguráðherra að
sjá til þess að þegar í stað verði látið af skammsýnum
sjónarmiðum og hreppapólitík við uppbyggingu vega
í landinu.“