Fréttablaðið - 04.12.2006, Page 46

Fréttablaðið - 04.12.2006, Page 46
 4. desember 2006 MÁNUDAGUR22 Nýr fróðleiksvefur um fasteign- ir, www.upplysingar.com, var opnaður fyrir skemmstu. „Ég hef verið dugleg að kynna mér alls kyns nýjungar erlendis, fór síðast á námskeið í Denver, hjá einum söluhæsta starfsmanni Re/ Max á heimsvísu, og fannst heima- síðan kjörin aðferð til að miðla þeim fróðleik sem ég hef tileinkað mér,“ segir Svana Ingvaldsdóttir sem á hugmyndina að www.upplys- ingar.com og heldur síðunni úti. Notendum nýju vefsíðunnar, bæði kaupendum og seljendum fasteigna, stendur til boða alls kyns fróðleikur að sögn Svönu. „Fólk getur fundið fræðandi grein- ar á síðunni, sem byggja á rann- sóknum,“ útskýrir hún. „Til að mynda að hverju þurfi að huga við flutninga þegar börn eða gæludýr eru annars vegar, hvað þurfi að endurskoða seljist húsnæði ekki og svo mætti lengi telja áfram.“ Svana segir að notendum www. upplysingar.com standi einnig til boða að senda sér fyrirspurnir, brenni einhverjar spurningar á því. Það verði þá aðstoðað eftir fremsta megni. Á máli Svönu má greina hversu mikið kappsmál henni er að upp- fræða almenning um fasteigna- þjónustu. Reyndar svo mikið að notendur hafa ókeypis aðgang að fræðigreinunum og fá svör við fyrirspurnum sér að kostnaðar- lausu. „Þetta kostar ekki krónu,“ segir Svana. „Efnið er reyndar ekki allt komið inn á síðuna, en ég hef unnið hörðum höndum að því síðan í mars á þessu ári að koma henni í gagnið. Ég er ekki í neinum vafa um að hún á eftir að koma mörgum að góðum notum, enda fyrsta flokks neytendaþjónusta fyrir þá sem vilja kynna sér fasteignaum- sýslu.“ roald@frettabladid.is Fasteignavefur fyrir fólkið Svana Ingvaldsdóttir, sölufulltrúi Re/Max, stendur að vefsíðunni www.upplysingar.com þar sem hægt er að fræðast um fast- eignaviðskipti. fRéttablaðIð/HeIða Lýsing: Húsið er með fimm svefnherbergjum, tveimur stofum og er 284,4 fm á tveimur hæðum og með tvöföldum bílskúr. Komið er inn í flísalagða forstofu með fallegum fataskáp en gestasalerni er í forstofunni. Inn af forstofu er flísa- lagt hol þar sem fallegur stigi liggur niður á neðri hæð. Inn af holi er rúmgóð og björt flísalögð stofa með fallegum arni og þaðan er útgengt á rúmgóðar suð- vestur svalir. eldhúsið er með vandaðri upprunalegri innréttingu og korkflísum á gólfi. Öll herbergi eru parketlögð og með góðum fataskápum. Á efri hæðinni er eitt herbergi en á neðri hæð eru herbergin fjögur. flísalagt baðherbergi er á neðri hæð með hornbaðkari, sturtuklefa og rúmgóðri inn- réttingu. Niðri er flísalögð sjónvarpsstofa og þaðan er gengið út á hellulagða verönd og út í fallegan garð sem þarfnast lítils viðhalds. Þvottahús er á neðri hæðinni en það er með sérinngangi og góðu skápaplássi. Geymsla er á neðri hæð og þar er einnig sturtuaðstaða. Við innganginn á neðri hæðinni er líka óupphituð geymsla. Sjónvarps- og símatengi eru í öllum herbergjum. Húseign- inni er mjög vel við haldið, en það var málað á síðasta ári. Annað: tvöfaldur bílskúr er 43,9 fm. Í bílskúrnum eru góðir geymsluskápar og þar er einnig mjög gott geymsluloft. Verð: 69.900.000 Fermetrar: 284,4 Fasteignasala: Draumahús 200 Kópavogur: Vandað einbýlishús Lækjarhjalli 1: Sjö herbergja einbýlishús á besta stað í Kópavogi. Sverrir Kristjánsson lögg. fasteignasali sími 896 4489 Karl Dúi Karlsson sölumaður GSM 898 6860 Samtengd söluskrá Fjórar fasteignasölur - ein skráning - minni kostnaður - - margfarldur árangur - wwwhus.is Opið virka daga frá kl. 09:00-18:00 www.fmg.is Sími 575 8585 – Spönginni 37 – 112 Reykjavík – www.fmg.is LAUFENGI - 3JA HERB. Björt, rúmgóð og vel skipulögð 83,4 fm, 3ja herb. íbúð með gluggum í þrjár áttir á 3. hæð í Grafarvoginum. Eldhús með hvítri/beyki innrétt- ingu og borðkrók. Gluggar í tvær áttir í eldhúsinu. Stofan er rúmgóð og björt, suður-svalir með útsýni. Baðherb. með glugga, sturtu og tengi fyrir þvottavél og þurrkara. 2 svefnherb. með fataskápum. Geymsla innan íbúðar. Dúkur á gólfum. V. 18,2 millj. VÖLVUFELL - ENDARAÐHÚS Fallegt 134,4 fm endaraðhús ásamt 23,5 fm bílskúr. Húsið stendur innst í botnlanga á rólegum stað í Fellahverfi. Flísalagt anddyri m/skápum. Stofa/borðstofa, sjónvarpshol, 3 svefnherb. (hægt að breyta í 4), eldhús m/ nýlegri innréttingu og tækjum, rúmg. þvottaherb./geymsla og bað- herb.. Fallegur garður m/sólpalli og garðhúsi. Parket, flísar og dúkur á gólfum. Bílskúr m/rafdrifnum opnara. V. 29,7 millj. GVENDARGEISLI - 3JA HERB. SÉR INNG. Glæsileg 3ja herb., 108,8 fm íbúð á jarðhæð með sér inngang ásamt stæði í lokaðri bílageymslu. Bæði svefnherb. parketlögð og með skápum. Mjög rúmgott hjónaherb.. Baðherb. með baðkari, innrétt- ingu og flísum á gólfi. Flísalagt þvottaherb. Stofan er björt og falleg. Flísalögð verönd og um 30 fm afgirtur sólpallur. Eldhús með fallegri innréttingu og nýlegum tækjum. Parketflísar í holi, stofu og í eldhúsi. V. 26,5 millj. FROSTAFOLD - 2JA HERB. Falleg 2ja herb., 58,6 fm íbúð á 4. hæð í lyftuhúsi í Grafarvogi ásamt ca. 5 fm sér geymslu í sameign. Flísalagt anddyri með fatahengi. Eld- húsið er á upphækkuðum palli og er borðaðstaða við endann á inn- réttingunni. Parketlögð stofa, suður svalir með glæsilegu útsýni. Baðherb. flísalagt og með sturtuklefa, lítilli innréttingu og tengi fyrir þvottavél. Svefnherb. er parketlagt. Húsvörður.V. 15,4 millj. HJARÐARHAGI - 4RA HERB. M/BÍLSKÚR Mjög falleg 103,6 fm, 4ra herb. endaíbúð á 2. hæð ásamt 24 fm bílskúr á besta stað í Vesturbænum. Eldhús flísalagt og með borðkrók. Bað- herb. nýlega tekið í gegn, flísalagt í hólf og gólf, innrétting og baðkar. Stofa rúmgóð og björt. 3 svefnherb. og úr hjónaherb. er gengið út á suður svalir. Parket í stofu, holi og öllum svefnherb.. Auka herb. í risi. Sér geymsla í sameign. Laus við kaupsamning. V. 24,9 millj. STYKKISHÓLMUR - EINBÝLI 129,6 fm einbýlishús við Lágholtsveg ásamt 31,2 fm. sambyggðum bíl- skúr. Aðkoma að húsinu er góð í lokuðum botnlanga. Húsið skiptist í for- stofu, stórt sjónvarpshol, þvottaherb., eldhús með rúmgóðum borðkrók, stóra stofu og borðstofu, 3 svefnherb. og baðherb.. Flísar, korkflísar, parket og plastparket á gólfum. Nýleg innrétting í eldhúsi. Nýlegt járn á þaki. Ofna- og raflagnir eru nýlegar. Sólpallur. V. 20,5 millj. STARENGI - 3JA HERB./SÉR INNG. Glæsileg 3ja herb., 86 fm íbúð á jarðhæð með sérinngang. Anddyri flísalagt, rúmgóðir skápar. Eldhús með fallegri innréttingu, flísalagt er á milli skápa. Stofan er nýtt sem setu og borðstofa. Úr stofunni er gengið út á sér lóð. 2 svefnherb. með skápum. Baðherb. flísalagt og með innréttingu og baðkari. Þvottaherb. innan íbúðar. Fallegt parket og flísar á gólfum. Innfelldar Mahogny hurðir. V. 20,3 millj. STYKKISHÓLMUR - EINBÝLI Við Lágholt er til sölu 5 - 6 herbergja, 152,6 fm einbýlishús á einni hæð ásamt 29,9 fm bílskúr. Húsið var byggt árið 1970. Frágengin lóð. Áður var stúdíoíbúð með sér inngangi í húsinu og er hægt með litlum tilkostnaði að setja hana upp aftur. Stór stofa. Góð gólfefni. Þetta er eign sem gefur mikla möguleika. V. 19,8 millj. SÓLEYJARIMI - 50 ÁRA OG ELDRI Glæsileg 3ja herb., 99 fm íbúð á 2. hæð ásamt stæði í bílageymslu. Flísalögð forstofa. 2 rúmgóð svefnherb. með fataskápum. Baðherb. flísalagt í hólf og gólf, innrétting, hiti í gólfi og baðkar. Þvottaherb. og geymsla með glugga er innan íbúðar. Eldhús m/fallegum innrétting- um og vönduðum tækjum. Stórar suður svalir með útsýni út af stof- unni. Fallegt parket og flísar á gólfum. Mynddyrasími. V. 24,2 millj.Fr u m KRÓKABYGGÐ - GLÆSILEGT EINBÝLI Glæsilegt 183,2 fm einbýlishús ásamt 47,6 fm tvöföldum bílskúr. Vand- aðar innréttingar, innfelld halogen lýsing og góð lofthæð. Gegnheilt parket og flísar á gólfum. Baðherb. með fallegri innr., gufubaði og sturtu. 3 rúmgóð svefnherb. og um 50 fm stofa. Verðlauna garður með 2 sólpöllum, skjólveggjum, heitum potti, markísu, hita í stéttum og bílaplani. Einstaklega fallegt og vel skipulagt hús þar sem engu hefur verið til sparað.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.