Fréttablaðið - 04.12.2006, Qupperneq 48
4. desember 2006 MÁNUDAGUR24
RE/MAX fasteignablaðið birtist í hundr-
aðasta sinn með Fréttablaðinu í gær.
„Í fyrstu birtist blaðið aðeins tvisvar í mán-
uði, þá átta síður. Nú gefum við það út hvern
sunnudag og aldrei undir
sextán síðum,“ segir Gunn-
ar Sverrir Harðarson, einn
eigenda RE/MAX fast-
eignakeðjunnar á Íslandi.
Úgáfa blaðsins hefur fylgt
örum vexti fyrirtækisins.
„Við vorum með fjórar
söluskrifstofur í desem-
ber 2005 og er með tíu
starfandi í dag og tvær að
opna,“ segir Gunnar og
bætir við að á þessum
tíma hafi fjöldi starfs-
manna fyrirtækisins auk-
ist úr 50 í 135. Gunnar og
félagar hans keyptu fyr-
irtækið árið 2004 og síðan
þá hefur það breyst
nokkuð, vaxið og dafn-
að.
Fasteignamarkaður-
inn hefur verið talaður
nokkuð niður undanfar-
ið og sala fasteigna ekki
í jafn miklum blóma og
fyrir aðeins nokkrum
mánuðum. Stefna RE/MAX er hins vegar
jákvæð og skýr. „Við ætlum að ná yfirráða-
stöðu á fasteignamarkaðnum með þeim
þjónustuaðferðum sem við beitum,“ segir
Gunnar og bendir á að slíkt hafi RE/MAX
áorkað víða um heim.
RE/MAX er alþjóðlegt fyrirtæki með um
120 þúsund sölufulltrúa um allan heim á
sínum snærum. Það var fyrst stofnað í
Bandaríkjunum og í
Denver Colorado eru
höfuðstöðvar þess. Allar
fasteignasöluskrifstof-
urnar innan RE/MAX
kerfisins eru reknar sem
sjálfstæðar einingar af
sérleyfishöfunum.
Gunnar segir það mikil
tímamót í söluferli RE/
MAX að gefa nú út hundr-
aðasta fasteignablaðið.
„Við kynnum eignirnar
ferskar á markað með
opnu húsi þar sem við
getum boðið fólki nýja
vöru með sölufulltrúa á
staðnum. Þar getur þú
fengið allar upplýsingar
um eignina og umhverfið.
Þetta hefur gert það að
verkum að við náum til fleiri
kúnna og sölumeðferð hefur
gengið hraðar.“ segir Gunn-
ar og bætir við að þetta auð-
veldi bæði seljendum og
kaupendum verkið enda sé í blaðinu hægt
að ganga að lista yfir opin hús um eina helgi.
- sgi
Hundrað sinnum RE/MAX
RE/MAX blaðið er gefið út
með Fréttablaðinu á hverjum sunnudegi
Lýsing: Gengið er inn í flísalagt anddyri á 73 fm íbúð á fyrstu hæð. Þaðan er komið inn í parketlagt
hol og rúmgóða stofu. Stofan er hálfopin inn í eldhús með snyrtilegri innréttingu. Stórt, parketlagt
svefnherbergi með útgengi í garð. Dúkalagt baðherbergi með vandaðri innréttingu og sturtuklefa.
Þvottahús/geymsla er einnig innanhúss. Bjartur, teppalagður stigi liggur upp á aðra hæð frá holi/
opnu forstofuherbergi inn af flísalögðu anddyri. Þar tekur við parketlagt alrými sem samanstendur af
stofu með hlöðnum arni og bjartri, rúmgóðri borðstofu. Úr stofunni er gengið út á flísalagðar svalir
með góðu útsýni. Stórt eldhús með u-laga innréttingu, góðu skápaplássi og borðkrók. Inn af eldhúsi
er rúmgott þvottahús/búr. Flísalagt baðherbergi með sturtu á sömu hæð. Þriðja hæð hússins skipt-
ist í fjögur rúmgóð svefnherbergi, hol, rúmgott fjölskyldu/sjónvarpsherbergi og flísalagt baðherbergi
með baðkari. Bílskúr er 26 fm og stendur fyrir framan húsið.
Annað: Möguleiki er að nýta húsið sem eina eða tvær aðskildar eignir. Sér inngangur er í hvora
íbúð. Innangengt er á milli íbúða í núverandi skipulagi. Húsið er teiknað af Ingimundi Sveinssyni
árið 1984.
Verð: 59.800.000 kr. Fermetrar: 306 fermetrar Fasteignasala: Eignastýring ehf. fasteignamiðlun
105 Reykjavík: Eign með mikla möguleika
Beykihlíð 21: Eignastýring ehf. fasteignamiðlun hefur á skrá 306 fm endaraðhús á þrem-
ur hæðum, sem skiptist í tvær íbúðir og frístandandi bílskúr.
Fr
um
HRAUNBÆR 192,
REYKJAVÍK
Sérlega rúmgóð 4ra herbergja 138 fm
endaíbúð. Allt nýtt á baði, parket og flísar
á gólfum. Snyrtileg eign með góðu útsýn.
Verð kr. 24,9 millj.
BEYKIHLÍÐ, REYKJAVÍK
306 fm endaraðhús með mikla mögu-
leika. Sér íbúð á er á 1. hæð. Spennandi
tækifæri á þessum vinsæla stað.
Verð 59,9 millj.
RAUÐAGERÐI,
REYKJAVÍK
Vel staðsett 161,4 fm einbýlishús á 771
fm lóð. Þetta er eign sem bíður uppá
mikla möguleika á þessum vinsæla stað.
Verð 42,4 millj.
ÞRASTARHÖFÐI, MOS.
Glæsileg ný einbýlishús á einni hæð með
innbyggðum bílskúr. Húsin eru á bilinu
235-250 fm. og skilast tæplega tilbúin til
innréttinga. Til afhendingar strax.
Bókið skoðun hjá Atla s. 899-1178
SOGAVEGUR,
REYKJAVÍK
Parhús á tveimur hæðum byggt 2006,
sérlega vönduð og vel skipulögð fullbúin
eign fyrir kröfuharða.
Verð 41,4 millj
BLÖNDUHLÍÐ, REYKJAVÍK
Mjög góð sérhæð ásamt bílskúr.
3 svefnherbergi og 2 stofur.
Verð kr. 35 millj.
BIRKIHLÍÐ, REYKJAVÍK
Fræbærlega staðsett 184. fm hæð og ris
ásamt bílskúr. 4-5 svefnherbergi. Eign
sem fengið hefur gott viðhald.
Meiriháttar útsýni.
Tilboð óskast.
ÞVERHOLT, REYKJAVÍK
Einstaklega vel staðsett og snyrtileg 75,5
fm. 2ja-3ja herbergja íbúð á 2. hæð.
Verð kr. 19,3 millj.
STARENGI, REYKJAVÍK
Falleg 4ra herbergja endaíbúð á efri hæð
með sér inngangi af svölum.
Hagstæð lán með 4,15 % vöxtum.
Verð kr. 23,3 millj.
GERÐHAMRAR, REYKJAVÍK
Frábær staðsetning. 182 fm. parhús á
2 hæðum, innst í lokuðum botnlanga.
Verð kr. 44,9 millj.
VESTURGATA, REYKJAVÍK
Vel skipulögð 2ja herbergja ósamþykkt
íbúð á jarðhæð. Góð áhvílandi lán.
Verð kr. 14,4 millj.
MARARGATA, VOGAR
Nýstandsett, vel skipulagt einbýli ásamt
tvöföldum bílskúr. Laust strax.
Tilboð óskast.
Nánari upplýsingar og bókið skoðunhjá sölufulltrúum okkar.
Atli s. 899 1178 og Erlendur s. 897 0199
Síðumúla 27 108 Reykjavík sími 534 4040, fax 534 4044
Erlendur Davíðsson, lögg. fasteignasali og verðbréfamiðlariFASTEIGNAMIÐLUN
Erlendur Atli
NÝTTENDAÍBÚÐ
NÝ EINBÝLISHÚSNÝTT HAGSTÆÐ LÁN
LAUS STRAX
HJARTA MIÐBÆJARINS
LAUS STRAXSÉRHÆÐ FRÁBÆR STAÐSETNING 101
NÝTT