Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.12.2006, Qupperneq 63

Fréttablaðið - 04.12.2006, Qupperneq 63
MÁNUDAGUR 4. desember 2006 31 Hjá Máli og menningu er komin út Félags- skapur kátra kvenna eftir Alexander McCall Smith í þýðingu Helgu Soffíu Einarsdóttur. Í þess- ari sjöttu bók um Kvenspæjarastofu númer eitt er Preci- ous Ramotswe undir miklu álagi. Brotist er inn á heimili hennar á Zebra Drive og dularfullt grasker á lóðinni veldur henni áhyggjum. Á Tlokweng spíttmótorum verður uppi fótur og fit þegar annar lærlingurinn stingur af með konu á stór- um Mercedes-Benz. En það sem fyrst og fremst setur allt á annan endann hjá Mma Ramotswe er þegar óboðinn gest- ur grefur upp sársaukafullt leyndarmál úr fortíðinni. Bókaflokkur Alexanders McCall Smith hefur farið sigurför um heiminn, enda einstakar sögur sem hafa að geyma sjaldgæfa blöndu af spennu, gamansemi og mannúð. Þær hafa nú selst á íslensku í nærri 30 þúsund ein- tökum. Áður hafa komið út á íslensku í þessum flokki Kvenspæjarastofa númer eitt, Tár gíraffans, Siðprýði fallegra stúlkna, Kalaharí-vélritunarskólinn fyrir karlmenn, og Fullur skápur af lífi. Hjá Máli og menningu er komin út Draugurinn sem hló með sögum eftir fimmtán norræna rithöfunda og teikningum nafntogaðra norrænna teiknara. Finnst þér gaman að finna hárin rísa á höfðinu og hroll hlaupa niður eftir bakinu? Þá er þetta bók að þínu skapi. Draugurinn sem hló geymir fimmtán nýjar og spennandi drauga- sögur. Hér rekast börn og fullorðnir á alls konar drauga – úti í í óbyggðum Íslands, Grænlands og Sama- lands, inni í finnskum skógi, á dönskum herragarði, úti fyrir ströndum Svíþjóðar, í færeyskum og norskum kirkjugörðum og síðast en ekki síst í ósköp venjulegum húsum í litlum og friðsælum bæjum. Sögurnar skrifuðu fimmtán norrænir rithöfundar sem margir hverjir eru meðal vinsælustu höfunda í heimalandi sínu, t.d. Lene Kaaberböl sem íslenskir lesendur þekkja af bókunum um galdrastelpurnar. Bókin er skreytt áhrifaríkum litmyndum eftir nafntogaða norræna teiknara. Tveir íslenskir höfundar og myndskreytar eiga sögur og myndir í bókinni, Gerður Kristný, Kristín Helga Gunnarsdóttir, Áslaug Jóns- dóttir og Halldór Baldursson. Nýjar bækur Miðasala á þrjá stórviðburði hefst í dag á www.listahatid.is Dmitri Hvorostovsky í Háskólabíói 20. maí Miðaverð: 5.900 / 6.400 San Francisco ballettinn undir stjórn Helga Tómassonar í Borgarleikhúsinu Tvennutilboð á barítónana út desember Miðasala á www.listahatid.is og í síma 552 8588 Á hátindi frægðar sinnar Tveir fremstu barítónar heims Miðaverð: 4.800 Sýningarnar eru samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík og Borgarleikhússins Miðaverð: 11.800 Takmarkaður sætafjöldi Nánari upplýsingar á www.listahatid.is Bryn Terfel í Háskólabíói 21. maí Miðaverð: 5.900 / 6.400 San Francisco ballettinn, Hvorostovsky og Terfel á Listahátíð í vor Glæsileg hátíðargjöf! Aðalsamstarfsaðilar Listahátíðar í Reykjavík 2007 eru KB-banki, Samskip og Radisson SAS Fyrsta hugsunin sem skýtur upp í kollinum þegar lestur á bókinni hefst er sú að að maður sé að fara að lesa um persónuna Bono en ekki manneskjuna Bono. Ekki verður nefnilega af því skafið að Bono er ein alstærsta persóna 20. aldarinnar og hljómsveit hans, U2, ein áhrifamesta rokksveit sam- tímans og jafnvel vel það. Að Bono hafi á þessum langa ferli sínum dottið inn í ákveðið hlutverk ætti því í raun og vera að vera eðlilegt. Eftir því sem líður á bókina áttar maður sig hins vegar á því að persónan Bono er í raun og veru manneskjan Bono. Og sem mann- eskja er Bono ein sú áhugaverð- asta sem hægt er að lesa um. Bókin er öll í samtalsformi, það er að segja einungis spurningar og svör. Það form er ótrúlega vand- meðfarið og reynir á athygli les- andans sem þarf að mata sjálfan sig. Michka Assayas, franskur blaðamaður og höfundur bókar- innar, tekst hins vegar ákaflega vel upp og fer vel með formið. Hann er heldur ekki öfundsverður af hlutverki sínu en ég get alveg trúað því að Bono sé erfiður við- mælandi. Assayas heldur samt fast í stjórnartaumana nær allan tímann og gerir vel. Hann leyfir Bono sjaldnast að hlaupa með sig í gönur, skiptir um umræðuefni á réttum tímapunktum, segir sínar skoðanir og efast jafnvel um Bono. Eina sem mætti kannski setja út á Assayas er að hann hefði átt að vera mun ágengari og sleppir hann Bono oft einum of auðveld- lega. Spurningar hans eru samt sem áður ótrúlega vel hugsaðar og af þeim skín einbeitingin. Stund- um er líkt og að eftir hvert einasta svar Bono hlusti Assayas á svarið aftur og aftur áður en hann spyr næstu spurningar að vel ígrund- uðu máli. Allt frá móðurmissi til rifrilda við Bush Bandaríkjaforseta, skaf- ar Bono sjaldnast af hlutunum og segir frá á innihaldsríkan hátt. Lífsspeki hans virðist heilsteypt og mann rekur oft í rogastans yfir sannleikskornunum sem hann lætur falla. Reyndar finnst manni sumt sem hann lætur hafa eftir sér tilgerðarlegt en á endanum skynjar maður að Bono meinar hvert einasta orð sem hann segir sem eru oft í meira lagi hnyttin. Bókin er langt frá að vera ein- göngu fyrir aðdáendur U2 (skrifar sá sem finnst sveitin vera ein sú ofmetnasta í bransanum í dag, alla vega frá Joshua Tree). Bono er einfaldlega svo hrífandi mann- eskja að það er ekki annað hægt en að hafa áhuga á orðum hans og sem ævisaga lýsir þessi bók mann- eskjunni og persónunni Bono frá- bærlega. Steinþór Helgi arnsteinsson Berstrípaður Bono bækur bono um bono Michka Assayas, þýðing: Orri Harðarson Sögur HHHH Forvitnileg en umfram allt opinská bók þar sem Bono afhjúpar tilfinningar sínar og gefur sig til lesandans beint í æð. Framleiðandi kvikmyndanna um Harry Potter, David Heyman, hefur keypt kvikmyndaréttinn að Þrettándu sögunni eftir Diane Setterfield sem slegið hefur ræki- lega í gegn víða um heim. Þegar handritið barst útgefendum varð uppi fótur og fit því að allir vildu tryggja sér útgáfuréttinn og var bókin gefin út samtímis á yfir þrjátíu og fimm tungumálum. Þegar bókin kom út í Bandaríkjun- um rauk hún beint í fyrsta sæti metsölulista New York Times og hefur setið á listanum síðan, eða í níu vikur samfleytt. Í sögunni segir frá Margaret Leu, ungri konu sem vinnur í forn- bókaverslun föður síns, sem fær bréf frá hinni torræðu Vidu Winter, einni þekktustu skáldkonu Bretlands. Í sex áratugi hefur Vida sagt frétta- mönnum uppdiktaðar sögur úr eigin lífi en tekur síðan ákvörðun um að segja sannleikann um tragíska og leyndar- dómsfulla ævi sína. Margaret reynir að komast að hinu sanna um fortíð Vidu en afhjúpar í leið- inni margt sem áður var á huldu í hennar eigin lífi. Báðar þurfa kon- urnar því að horfast í augu við drauga fortíðarinnar. Metsölubók í bíó
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.