Fréttablaðið - 04.12.2006, Síða 69

Fréttablaðið - 04.12.2006, Síða 69
MÁNUDAGUR 4. desember 2006 37 Þessa dagana stendur yfir alþjóð- leg tískuvika í Malasíu. Vikan er haldin í borginni Kúala Lúmpúr og er glæsileg í alla staði. Malasía fór að setja sitt mark á tískuheiminn árið 2003 þegar vikan var haldin í fyrsta sinn og kom þá mönnum í opna skjöldu enda landið ekki þekkt fyrir tísku. En margir ungir hönnuðir frá Malasíu hafa skotið upp kollinum og ef marka má myndirnar sem hér eru sýndar eru þeir engir eftirbátar hins vest- ræna heims á sviði tískunnar. - áp Framandi tíska í Malasíu Bleikt Flottur stuttur kjóll frá hönnuðin- um Eric Choong. Dragt Skemmtilegar púffermar á ann- ars hefðbundinni dragt frá Eric Choong. Víður Þessi kjóll myndi sóma sér vel á rauða dreglinum enda nákvæmlega samkvæmt nýjustu tísku. HVítt Það væri ekki amalegt að klæðast þessum kjól frá Sonny San í miklum hita. gyðja Hlýri á annarri öxlinni er að koma sterkt inn núna sem tískubóla og hönnuð- urinn Sonny San fer ekki varhluta af því. útVíðar ermar Þessi kvenlegi kjóll er frá Edmund Ser. áramótaDress Háir gulllitaðir hanskar og fölbleikur kjóll sem margar konur myndu gjarnan vilja klæðast um ára- mótin frá Edmund Ser. sér ermar Skemmtilegur fatnaður þar sem ermarnar eru sér eins og grifflur frá Edmund Ser. Nýstárlegt Gegnsær toppur, hátt mitti og lakkbelti frá Michael Wong. Fréttablaðið/GEttyiMaGES Leikkonan Nicole Kidman hefur vísað á bug sögusögnum um að hún sé ófrísk eftir eiginmann sinn, sveitasöngvarann Keith Urban. Kidman á tvö ættleidd börn með Tom Cruise, þau Isabellu sem er þrettán ára og hinn ellefu ára Conor. Hún segist ekki hafa hug- mynd um hvernig orðrómurinn fór á kreik. „Ég er ekki ófrísk. Eina stundina segir fólk að ég sé of grönn og þá næstu er ég of feit og þá hlýt ég að eiga von á barni. Þetta er mjög ruglingslegt,“ sagði Kidman. „Mamma hringdi í mig og spurði hvort ég væri ófrísk. Ég sagði að hún yrði sú fyrsta sem myndi vita af því. Síðan hlógum við bara að þessu því það er ekkert mikið annað hægt að gera.“ Kidman og Urban hafa átt í erfiðleikum að undanförnu eftir að kom í ljós að Urban væri aftur farinn að neyta vímuefna. Fór hann í framhaldinu í meðferð til að ráða bót á vanda sínum. Kidman var sjálf í fréttum fyrir skömmu fyrir að vera orðin tekjuhæsta leik- konan í Holly- wood. Fær hún um 1,1 millj- arð króna fyrir hverja mynd. Hrifsaði hún topp- sætið af Juliu Roberts sem hafði setið þar samfleytt í fjögur ár. Kidman ekki ófrísk Nicole kiDmaN Ástralska leikkonan segist ekki vera ófrísk. með urBaN Kidman og Urban hafa átt í vandræðum í hjóna- bandinu að undanförnu. Stofnfjárútboð SPRON A RG U S / 06 -0 68 0 Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis býður út 4.500.000.000 nýja stofnfjárhluti. Farið er með útboðið skv. reglum um almennt útboð verðbréfa, þótt núverandi stofnfjáreigendur eigi forgangsrétt til áskriftar að hinum nýju stofnfjárhlutum. Útboðstímabilið er 7. - 21. desember 2006 og fellur áskrift í eindaga 28. desember 2006. Verð hvers stofnfjárhlutar er kr. 2,04699 og er heildarverðmæti útboðsins því kr. 9.211.455.000. Heildarnafnverð stofnfjár fyrir hækkunina er kr. 5.000.000.000 og verður eftir hækkunina kr. 9.500.000.000 að því gefnu að allt seljist. Nafnverð nýrra stofnfjárbréfa er kr. 4.500.000.000. Umsjónaraðili útboðsins er Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis og má nálgast útboðslýsingu og önnur gögn sem útboðinu tengjast á heimasíðu SPRON www.spron.is og í útibúum hans frá og með 7. desember 2006. Sparisjóðsstjórn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.