Fréttablaðið - 04.12.2006, Side 73

Fréttablaðið - 04.12.2006, Side 73
MÁNUDAGUR 4. desember 2006 41 ÍSLENSKAR SKÁLDSÖGUR HIÐ STÓRFENGLEGA LEYNDARMÁL HEIMSINS STEINAR BRAGI EINKASPÆJARINN STEINN STEINARR OG AÐSTOÐARMAÐUR HANS MUGGUR RANNSAKA ÆSILEGT MORÐMÁL Á SKEMMTIFERÐASKIPI ÞAÐ ÆTTI AÐ SETJA ÞIG Á HEIMSMINJASKRÁ „Það er nautn að lesa textann og sagan er í senn fyndin, írónísk, persónuleg, kátbrosleg, ljúfsár og melankólísk.“ – Morgunblaðið 3. nóvember 2006 „Skemmtilegur texti og furðulegur.“ – Fréttablaðið, 5. nóvember 2006 „Rosalega vel skrifuð ...“ – Kastljós, 20. nóvember 2006 HIN ÍSLENSKA TRAINSPOTTING 50 GRÖMM AF ÓDRÝGÐU KÓKAÍNI HVERFA Í PARTÍI Í REYKJAVÍK. ELTINGARLEIKUR UPP Á LÍF OG DAUÐA. „Bráðskemmtileg bók sem heldur fínu jafnvægi milli tilgerðarleysis og húmors.“ – Morgunblaðið, 3. nóvember 2006 „... samtímasaga í húð og hár ... svínvirkar í núinu.“ – Fréttablaðið, 13. nóvember 2006 „Frábærlega skrifuð og áleitin saga …“ – Fréttablaðið, 21. nóvember 2006 „Gaddavír er látlaus, hefðbundin, vel skrifuð skáldsaga sem gefur tilefni til þess að velta fyrir sér mannlegu eðli… Í stærra samhengi og táknsögulega fjallar Gaddavír um erfðasyndina, þjáningu, jafnvel píslarvætti.“ – Morgunblaðið, 3. nóvember 2006 ÁHRIFAMIKIL SKÁLDSAGA SEM HELDUR LESANDANUM Í HELJARGREIPUM „... magnað hvernig honum tekst að gæla við margnotað glæpasagnaform, en endurnýja það jafnframt gjörsamlega og með brakandi ferskum hætti.“ – Morgunblaðið, 25. nóvember 2006 Fótbolti Enski landsliðsþjálfarinn Steve McClaren er á því að best sé að nota fyrirliða Liverpool, Steven Gerrard, á miðri miðjunni en bæði enska landsliðið og Liverpool hafa verið að nota hann á miðjunni sem og á hægri kantinum. Mikið hefur verið rifist um hvar sé best að láta Gerrard spila en flestir hallast að því í dag að hann sé bestur á miðj- unni. „Þið sáuð í landsleiknum gegn Hollandi að ég reyndi að spila með Gerrard, Lampard og Carrick þétt saman á miðjunni. Með því fékk Stevie ákveðið frjálsræði sem er honum svo mikilvægt. Hann verð- ur að geta hlaupið frjálst inn á síð- asta þriðjung vallarins eins og hann gerði gegn Wigan,“ sagði McClaren. „Bæði Stevie og Frank vilja sækja fram á við og báðir sækja líka mikið í boltann. Það gerir Carrick reyndar líka. Það þarf að ná jafnvægi. Passa að menn séu ekki of þétt og heldur ekki of mikið úti á vængjunum. Svo þarf að spila á styrkleika leikmann- anna og styrkleiki Stevies er að keyra fram,“ sagði McClaren. Það er áhugavert að heyra McClaren segja þetta því hann hefur alltaf spilað með Gerrard út á vængnum þar sem hann á að leysa hlutverk Beckham. - hbg Enski landsliðsþjálfarinn tjáir sig um Steven Gerrard: Á að leika á miðjunni steven gerrard Hefur leikið vel á miðjunni og fæstir vilja sjá hann úti á hægri vængnum. fréttablaðið/getty images Fótbolti Breskir fjölmiðlar sögðu frá því í gær að Arsene Wenger, stjóri Arsenal, og Thierry Henry, fyrirliði liðsins, hafi rifist á æfingu á föstudag með þeim afleiðingum að sá síðarnefndi lét sig hverfa. Mun hann hafa brugðist illa við því að Wenger valdi hann ekki í hópinn gegn Tottenham. Henry hefur átt við meiðsli að stríða og Wenger vildi meina að hann væri ekki tilbúinn. „Hann er þreyttur og þarf að ná sér að fullu. Hann getur ekki bara labbað beint inn í liðið aftur,“ sagði Wenger en vildi ekki staðfesta áðurgreint rifrildi. Sjálfur sagði Henry að hann hefði orðið fyrir vonbrigðum með að missa af Tottenham-leiknum. Hann gæti einnig misst af leik Arsenal gegn Chelsea á sunnu- dag. - esá Wenger og Henry rifust: Wenger þögull Fagnað á bekknum Henry fagnar 3-0 sigri arsenal á tottenham um helgina. nordic pHotos/afp SUND Í gær unnu íslenskir sundmenn tvenn silfurverðlaun á Norðurlandamóti ungmenna sem fram fór í Tampere í Finnlandi. Bæði verðlaun komu í 100 m skriðsundi en þau unnu Hrafn- hildur Skúladóttir og Guðni Emilsson. Sá síðarnefndi bætti piltametið í greininni. Á laugardag unnu íslensku keppendurnir til fernra verð- launa. Guðni vann tvenn, silfur í 50 m bringusundi og brons í 200 m bringusundi. Hrafnhildur vann brons í 50 m bringusundi og Rakel Gunnlaugsdóttir brons í 200 m bringusundi. - esá NM í sundi unglinga: Tvenn silfur- verðlaun í gær Fótbolti Henrik Larsson verður ekki í neinni sjálfboðavinnu þá þrjá mánuði sem hann verður hjá Manchester United í vetur. Larsson, sem er á mála hjá Helsingborg í Svíþjóð, mun fá í laun 167 milljónir króna þennan tíma samkvæmt frétt Mail on Sunday. Það gerir um 56 milljónir á mánuði eða tæpar tvær milljónir á dag. „Þetta er draumatækifæri fyrir mig. Ég bara gat ekki hafnað þessu boði,“ sagði Larsson þegar lánsamningurinn var kynntur. Hann verður launahæsti leikmaður United þessar vikur. - esá Henrik Larsson hjá United: Fær 167 millj- ónir í laun henrik larsson Hefur gott upp úr því að leika með man. Utd.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.