Fréttablaðið - 04.12.2006, Síða 79

Fréttablaðið - 04.12.2006, Síða 79
 4. desember 2006 MÁNUDAGUR46 Hrósið … 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 … fær Halldór Baldursson teiknari sem býður fórnar- lömbum skopteikninga sinna að ræða málin og gera upp í útgáfuteiti vegna bókar hans. „Þetta er aldeilis búið að vinda upp á sig, mest allur minn frítími fer í að brjóta saman blöð og líma á þau strikamerki,“ segir Óttar Martin Norðfjörð, ævisöguhöf- undur Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar prófessors. Fyrsta „bindi“ ævisögunn- ar, Hannes – Nóttin er blá, mamma hefur slegið óvænt í gegn og er í þriðja sæti met- sölulista Eymundsson og hjá útgefanda voru öll eintök uppurin. Óttar var í óðaönn að dreifa ritinu í bókabúðir þegar Frétta- blaðið truflaði hann. „Fyrsta upp- lag var þúsund eintök og ég varð því að gjöra svo vel að kveikja á ljósritunarvél- inni og prenta annað til,“ segir Óttar. „Nú þegar er ég búinn að koma 500 ein- tökum til viðbótar í búðir.“ Upphaflega stóð til að bókin yrði aðeins seld í bókabúðum Máls og menn- ingar á Lauga- vegi og Eymunds- son í Aust- urstræti en í ljósi mikillar eftirspurnar verður einblöðungurinn til sölu í öllum verslunum Pennans- Eymundsson á landinu. Óttar segir að þessar vinsældir komi sér á óvart en er sérstaklega glaður fyrir hönd Mæðra- styrksnefndar sem fær allan ágóða af bókinni, sem kostar 99 krónur. „Í fyrstu hélt ég að það yrðu í mesta lagi nokkrir þúsundkallar en það er ljóst að það verður talsvert meira. Ég er auðvitað hæstánægður með það.“ Á annað þúsund eintaka seld óttar Martin norðfjörð Er í óðaönn við að dreifa ritinu í búðir. 1 Hannes HólMsteinn gissurarson Í ritinu er skautað yfir æsku hans og ungl- ingsár. lÁrÉtt 2 sæti 6 dreifa 8 spil 9 heyskapar- amboð 11 tveir eins 12 gabba 14 nuddast 16 skóli 17 arinn 18 for 20 bor 21 urmull. lóðrÉtt 1 lofttegund 3 samanburðartenging 4 seinasta 5 niður 7 frammistaða 10 titill 13 fljótfærni 15 XII 16 starfsgrein 19 óreiða. lausn Tilnefningar til hinna Íslensku bókmenntaverðlauna verða kunn- gjörðar í Kastljósi á fimmtudaginn kemur. Sami háttur er hafður á í ár og hingað til: tvær þriggja manna dómnefndir í flokkum fræðirita og fagurbókmennta koma sér saman um hvað sé best í hvor- um flokki og tilnefna fimm rit til verðlaunanna, sem eru svo afhent eftir áramót. Í flokki fræðirita spá margir Draumalandi Andra Snæs Magnasonar velgengni en einnig eru talin til verk á borð við Íslenska hella eftir Björn Hróðmarsson og ævisögu Matthíasar Jochumssonar eftir Þórunni Valdimarsdótt- ur. Þá er ekki ólíklegt að Óvinir ríkisins eftir Guðna Th. Jóhannesson eigi eftir að blanda sér í slaginn miðað við fréttir síðustu daga. Í flokki fagurbókmennta þykir spekúlöntum Tryggðarpantur Auðar Jónsdóttur líkleg til að hreppa hnossið en einnig telja menn til Á eigin vegum eftir Kristínu Steins- dóttur, Sendiherra Braga Ólafsson- ar og Undir himninum eftir Eirík Guðmundsson. Sjálfsagt yrði það til þess að skemmta skrattanum ef Eiríkur yrði tilnefndur í ljósi þess að honum þótti það hin mesta hneisa þegar bók Braga, Samkvæmisleikir, var ekki tilnefnd fyrir tveimur árum, og til marks um hvað hin Íslensku bókmenntaverð- laun væru handónýt miðað við núverandi fyrirkomulag. Jón Óskar myndlistarmaður opnaði glæsilega sýningu verka sinna í Gallerí 101 á fimmtudaginn. Seldi hann þó nokkur verk við opnunina en þar var margt góðra gesta. Eins og þeir Mörður Árnason alþingismaður, Jakob Frímann Magnússon Stuðmaður, Mikael Torfason aðalritstjóri, Ari Magg tísku- ljósmyndari, Eiríkur Jónsson stjörnublaðamaður að ógleymdum Jónasi Frey- dal, öðrum sakborninga í málverkafölsunarmál- inu mikla. frÉttir af fólki „Það sem greinir ketilbjöllur frá annarri líkamsrækt er að þú lætur líkamann vinna sem heild og ein- angrar ekki einstaka vöðva. Þannig setur maður kröfu á að vöðvarnir vinni sem eitt kerfi og gagnist manni þannig í lifandi lífi,“ segir Vala Mörk Jóhannes- dóttir, einkaþjálfari og sérfræð- ingur í rússneskum ketilbjöllum, sem verið hafa að ryðja sér til rúms hérlendis. Ketilbjalla lítur einna helst út eins og fallbyssukúla sem á hefur verið skeytt handfangi. Hægt er að fá þær í mismunandi þyngdum og með kúlunum eru gerðar ótal mismunandi æfingar. „Þetta eru hraðar æfingar sem reyna á þolið, en um leið hægar lyftur sem styrkja mann,“ segir Vala og bætir því við að fitubrennslan sé gífur- leg. „Það sem í raun og veru gerist er að þú verður mjög sterkur án þess að fá bólgna vöðva, þess vegna eru konur líka svo hrifnar af þessu.“ Ketilbjöllurnar hafa slegið í gegn úti um allan heim á síðustu árum, en þeirra hefur notið við í lengri tíma í Rússlandi og hefur verið eitt helsta leyndarmál afreks- íþróttamanna þar í landi. Æfing- arnar sem gerðar eru með ketil- bjöllum eru stuttar en snarpar og taka yfirleitt ekki lengri tíma en hálftíma. Vala kynntist ketilbjöll- unum á netinu ásamt eiginmanni sínum, Guðjóni Svanssyni, og í kjölfarið fóru þau á kynningar- námskeið í Kaupmannahöfn. Í sumar fór hún svo á annað nám- skeið þar sem hún nældi sér í kennsluréttindi á bjöllurnar. „Við hjóninn fundum strax hvað við græddum meira á þessu og það hafa aðrir sem prófa þetta fundið líka,“ segir Vala. Þeir sem eru áhugasamir um ketilbjöllur geta heimsótt heimasíðuna kettlebells. is en þar er hægt að nálgast ítar- legar upplýsingar um komandi námskeið og fleira. - hal Ketilbjöllur nýtt æði í líkamsrækt Vala Mörk jóHannesdóttir Segir ketilbjöllur vera bestu líkamsræktina. HeiMasíðan opnuð Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra opnaði síðuna kett- lebells.is og fékk að launum sína eigin bjöllu til þess að æfa sig með. Smáborgarinn Fjóla er aðalpers- óna sjónvarpsþáttar sem tökur hefjast á í dag. Fjóla er úr smiðju Ólafíu Hrannar Jónsdóttur leik- konu, en óvenjuhátt hlutfall kvenna er við stjórnvölinn við þáttagerðina. Fjóla er flestum Íslendingum að góðu kunn þar sem hún á sér sögu allt frá því í áramótaskaupinu 1989, þegar Ólafía Hrönn Jónsdóttir leik- kona kom fyrst fram fyrir hennar hönd. „Það er skrýtið til þess að hugsa að við Fjóla höfum átt sam- leið svona lengi en ég hef líka gefið henni löng frí inn á milli, jafnvel í einhver ár. Engu að síður virðist fólk þekkja hana ákaflega vel og tekur meira en vel í að fá hana sem reglulegan gest heim í stofu, þannig að mér fannst alveg kominn tími á hana,“ segir Ólafía Hrönn. „Fjóla er líka alveg rosaleg kell- ing. Henni finnst hún tilheyra fína fólkinu en það er engu að síður pakk-púki í henni. Hún er líka þannig að ef hún kemst upp með að ota sínum tota á kostnað annarra þá hikar hún aldrei og á sama tíma hugsar hún aðeins allt það versta um aðra.“ Persóna Fjólu er greinilega skýr í kollinum á Ólafíu Hrönn enda getur hún nánast rætt um hana eins og gamla vinkonu. „Það var alveg rosalega gaman að skrifa þetta og talsverð viðbrigði frá „sketsa“ forminu. Munurinn felst í því að takast á við að mynda heildstæða sögu og þá verður hver persóna líka skýrari og sterkari fyrir vikið. Fyrir mér er Fjóla fyrst og fremst smáborgari og það af skemmtilegustu gerð svo ég vona bara að Íslendingar fái að njóta sem flestra þátta með henni blessaðri.“ Tökurnar sem eru að hefjast í dag eru ekki alveg með hefð- bundnum hætti þar sem um svo- kallaðan „pilot“ eða prufuþátt er að ræða. Vigdís Gunnarsdóttir leikstjóri bendir á að þetta sé í raun faglega leiðin að því að vinna svona gamanþætti þar sem vinnsl- an snýst um að taka einn prufu- þátt til þess að sjá hvernig hlutirn- ir gera sig. En það er einnig óvenjulegt við verkefnið að óvenju margar konur koma að gerð þátt- anna. „Það er sérstaklega skemmti- legt að vinna með öllum þessum hæfileikaríku og kláru konum. Að mínu mati er líka nauðsynlegt að konur fái slík tækifæri í kvik- myndagerð,“ segir Vigdís og er greinilega ánægð með hvaða fólk kemur að verkinu. Handritið og Fjóla eru afsprengi Ólafíu Hrannar, Hera Ólafsdóttir er framleiðandi, Sigurbjörg Jóns- dóttir klippir, Helga Stefánsdóttir er með búningana og Ragnhildur Gísladóttir verður með tónlistina. „Þröstur Leó og Kjartan Guðjóns- son fá svo að vera strákarnir okkar á setti en þeir eru með lykil- hlutverk í þáttunum.“ magnusg@frettabladid.is ÓlAFÍA Hrönn JÓnSDÓTTIr: Konur allt í öllu í nýjum sjónvarpsþætti Fjóla smáborgari í sjónvarp skapari fjólu „Það er pakk-púki í Fjólu en hún er líka smáborgari af skemmtileg- ustu gerð,“ segir leikkonan Ólafía Hrönn Jónsdóttir. Vigdís gunnarsdóttir leikstjóri „Það er sérstaklega skemmtilegt að vinna með öllum þessum hæfileikaríku og kláru konum.“ PAKKAFERÐIR VIÐ ALLRA HÆFI Nánar á www.expressferdir.is eða í síma 5 900 100 42.900 kr. Hvernig væri að upplifa dýrð jólanna í litla ríkinu Lúxemborg? Þetta er tilvalið tækifæri til að skreppa til vina og kunningja í borginni og njóta í leiðinni þess besta í mat, drykk, verslun, tónlist og alls þess sem borgin hefur upp á að bjóða á aðventunni. Gist verður á Hótel Carlton, 4* hótel í hjarta borgarinnar. Innifalið er flug, akstur til og frá flugvelli, gisting í 3 nætur á 4* hóteli með morgunverði, skoðunarferð á jólamarkaðinn í Metz og íslensk fararstjórn. HELGAFERÐ TIL LÚXEMBORGAR 15.–18. desember Verð á mann í tvíbýli: 61.900 kr. Express Ferðir og Borgarleikhúsið setja upp sameiginlega ferð í Nýju Óperuna í Kaupmannahöfn. Íslenski óperusöngvarinn Magnús Gíslason mun taka á móti hópnum og fara yfir sögu Óperunnar. Í boði er að sjá hina frægu óperu Richards Wagners um svanatemjarann Lohengrin og ástkonu hans Elsu. Þetta er uppsetning sem enginn óperuunnandi má missa af. Innifalið er flug, gisting í 3 nætur á 4* hótelinu Hotel Imperial Copenhagen, með morgunverði, akstur til og frá flugvelli og miði á Lohengrin í Nýju Óperunni. ÓPERUFERÐ TIL KÖBEN Verð á mann í tvíbýli: 12.–15. janúar lÁrÉtt: 2 sess, 6 sá, 8 níu, 9 orf, 11 ðð, 12 narra, 14 núast, 16 fg, 17 stó, 18 aur, 20 al, 21 grúi. lóðrÉtt: 1 óson, 3 en, 4 síðasta, 5 suð, 7 árangur, 10 frú, 13 ras, 15 tólf, 16 fag, 19 rú. 1 ögmundur Jónasson, Kolbrún Halldórsdóttir og Katrín Jakobs- dóttir. 2 50 ár 3 Þórhallur Sigurðsson (laddi). Veistu sVarið Svör við spurningum á bls. 8
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.