Fréttablaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 28
greinar@frettabladid.is Ámánudaginn birtist grein eftir Gunn-ar Birgisson, formann stjórnar Lána- sjóðs íslenskra námsmanna (LÍN), á síðum þessa blaðs. Þar svarar hann grein undirritaðs, sem birtist í Fréttablaðinu sl. föstudag. Í greininni segir Gunnar að framlög til LÍN hafi hækkað í ár og að höfundur þessarar greinar skirrist ekki við að fórna heildarhagsmunum náms- manna fyrir pólitíska sérhagsmuni. Höfundi finnst verulega að sér vegið enda hefur hann ætíð borið hagsmuni stúdenta fyrir brjósti og finnst bæjar- stjórinn skjóta langt yfir markið með skrifum sínum, en þetta er svo sem ekki í fyrsta skiptið sem hann ásakar undirritaðan um að vera ekki að vinna að hagsmunum stúdenta. Undirritaður getur ekki annað en mótmælt orðum Gunnars harðlega og harmað að hann kjósi að taka þennan pól í hæðina. Rétt er það sem Gunnar segir í grein sinni að heildarframlög til LÍN hækkuðu frá seinustu fjár- lögum enda eru gildar ástæður fyrir því. Lánþegum hefur fjölgað vegna aukinnar aðsóknar í háskóla og í nýjum úthlutunarreglum sjóðsins voru þær breyt- ingar gerðar að svokölluð grunnframfærsla náms- manns var hækkuð um 5,9%. Til saman- burðar má hins vegar nefna að almennt verðlag hefur hækkað um 7% síðustu 12 mánuðina skv. Hagstofu Íslands. Hækk- anir yfirvalda á framlögum til LÍN eiga sér því eðlilegar skýringar sem eru ekki þær að fjárhagur allra námsmanna hafi batnað. Almenn samstaða er meðal náms- manna um að margt megi betur fara hjá LÍN og að lánin mæti ekki framfærslu- þörf stúdenta en það eru þær skoðanir sem undirritaður hefur reynt að endur- spegla við litla hrifningu Gunnars. Með umræddri grein undirritaðs sl. föstudag var verið að fylgja eftir fréttaumfjöllun um niðurskurð á framlögum LÍN. Í greininni var tekið fram af hverju niðurskurðurinn stafaði og í framhaldi bent á nokkrar af kröfum námsmannahreyfinganna er varða LÍN. Því er erfitt að sjá að höfundur hafi málað upp ósanngjarna mynd af málavöxtum og verið að gæta að pólitískum sérhagsmunum en ekki heildarhagsmunum námsmanna. Nú sem endranær er full ástæða til að minna á hverjar kröfur náms- mannahreyfinganna eru enda er Gunnari tamt að láta þær sem vind um eyru þjóta. Höfundur er framkvæmdastjóri Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Barátta fyrir alla námsmenn Ártalið 2006 mun ekki oft sjást í sögubókum framtíðarinnar. Á árinu mátti þó vel greina þá þungu strauma sem móta samtíð okkar og framtíð. Hverjir eru þeir? Af nógu er að taka því við lifum eitt mesta byltingarskeið mannkynsögunnar. Umfang breytinga í heiminum og hraði þeirra, eru án beinnar hliðstæðu í sögunni. Aflvakar þeirra allra eru alþjóðlegir þótt áhrifin séu ólík í mismunandi samfélögum. Því er engum manni lengur mögulegt að skilja eigið samfélag án þess að leita samhengis í alþjóðlegum veruleika. Sívaxandi mótun hins staðbundna af hinu alþjóðlega og hins sérstaka af því almenna minnti á sig með þúsund og einum hætti á líðandi ári í atvinnulífi, efnahagsmálum, stjórnmálum og menningu. Vaxandi öryggisleysis þeirra sem sætta sig illa við þetta minnti líka oft á sig en slíkar tilfinningar birtust með ólíkasta hætti. Sums staðar sjá menn ógnina í útlend- um hugmyndum um frelsi kvenna eða í kjánalegum skopmyndum birtum í landi sem þeir vita ekkert um. Annars staðar virðast öryggi manna og sjálfsmynd helst ógnað með nærveru skúringakvenna frá Taílandi og trésmiða frá Póllandi. Og víða óttast menn um vinnu sína og afkomu vegna þess að þeir eru lentir í samkeppni við fólk í Kína eða á Indlandi. Annan meginstraum samtím- ans er líka að finna í uppgangi risasamfélaga Asíu sem eru heimkynni meirihluta mannkyns. Atvik og atburðir á líðandi ári minntu sífellt á þetta, oftast fyrirbæri af efnahagslegum toga en æ oftar pólitískir og menning- arlegir atburðir. Samningar Indlands við Bandaríkin nú í vikunni voru gerðir á forsendum Indverja en ekki Bandaríkja- manna sem bökkuðu með sína stefnu, sem hefði þótt fráleitt fyrir skemmstu. Í síðasta mánuði tóku kínversk stjórnvöld á móti nær sextíu þjóðarleiðtogum frá Afríku og Asíu sem komu til að ræða samstarf við Kína. Stjórn- málaskýrandi orðaði það sem svo að Kína væri ekki aðeins staðið á fætur heldur gengið inn á mitt svið heimsins. Einn þekktasti sagnfræðingur Breta ræddi uppgang Asíu nýlega og á honum mátti skilja að hvorki heimsstyrj- öldin síðari né uppgangur og hrun Sovétríkjanna hefðu verið stærstu sögur tuttugustu aldarinnnar, heldur væri mikil- vægustu þróun liðinnar aldar að finna í uppgangi Asíu á kostnað vestræns forræðis. Þriðja stóra straum samtímans er að finna í stórpólitík heimsins þar sem ný öfl gera vart við sig. Bandaríkin eru enn í stöðu ofurveldis en heimska og hroki síðustu ára hefur ekki aðeins kallað á síaukin átök í kringum bandaríska hagsmuni, heldur einnig flýtt fyrir breytingum á alþjóðakerfinu og styrkt stöðu ríkja og afla sem ekki eru alltaf samstiga Bandaríkjunum. Bandaríkin eru í þeirri óþægilegu stöðu að geta ekki dregið sín eigin landamæri, ef svo má segja, því ráðandi stórveldi þarf ekki aðeins að gæta hagsmuna sinna heldur þarf það að forðast tómarúm sem gefur öðrum tækifæri til að auka áhrif sín. Þess vegna skipta Bandaríkin sér oft af erfiðum málum sem þó er ekki hægt að flokka sem bein hagsmunamál ríkisins. Síðustu misseri Bush- stjórnarinnar verða Bandaríkjun- um þung og þau munu færast enn fjær því að sýnast það sterka og ósigrandi stórveldi sem þau virtust vera fyrir fáum misser- um. Fjórða stóra straum samtím- ans er að finna í þróun til vaxandi ójöfnuðar, sumpart á milli samfélaga, en þó enn frekar innan þeirra. Ástæðurnar fyrir honum eru einkum tvær. Annars vegar hafa tæknilegar og pólitískar breytingar tengdar heimsvæðingunni stórkostlega aukið framboð á vinnuafli í heimshagkerfinu með því að breyta öllum rökum um staðsetn- ingu framleiðslu og þjónustu. Milljarður manna í Asíu og víðar fengið nýja vinnu en þrýstingur hefur skapast á laun og öryggi fólks í vaxandi fjölda tiltölulega einfaldra starfa á Vesturlöndum. Hina ástæðuna er að finna í hraða breytinganna en hann er slíkur að þeir tiltölulega fáu sem ná að fóta sig vel í síbreytilegum veruleika uppskera ríkulega. Óánægja með vaxandi ójöfnuð og vaxandi öryggisleysi vegna mótunar- áhrifa alls hins alþjóðlega er hættuleg blanda. Af áhrifum þeirrar blöndu verða margar og oftast samhengislausar fréttir sagðar á næsta ári. Fimmta stóra strauminn er svo að finna í afleiðingum af skammsýni manna í umhverfismálum. Af því máli verða vondar fréttir á næsta ári. Straumar samtímans Af áhrifum þeirrar blöndu verða margar og oftast sam- hengislausar fréttir sagðar á næsta ári. M innstu munaði að mikil menningarverðmæti í eigu Náttúrugripasafns Íslands yrðu fyrir vatns- tjóni í vikunni sem leið. Meðal gripa sem við lá að skemmdust var síðasti geirfuglinn, sem með samstilltu átaki var keyptur hingað til lands fyrir metfé snemma á áttunda áratugnum. Þarna skall hurð nærri hælum og þakka má fyrir að ekki fór verr. Heppnin var ekki eins hliðholl Náttúrufræðistofnun í sumar sem leið þegar um 2.000 sýnum og rannsóknargögnum í eigu safnsins var hent eftir að rafmagnstruflanir höfðu orðið í frysti- geymslu þar sem gögnin voru varðveitt. Ófarir Náttúrufræðistofnunar og Náttúrugripasafnsins hafa gefið tilefni til að minna á óhemjubágan húsakost sem stofnunin býr við í skrifstofuhúsnæði við Hlemm og safnkost og gögn sem eru í geymslum hér og þar. Einnig hefur verið rifjað upp að árið 1991 gerðu ríkið, Reykja- víkurborg og Háskóli Íslands með sér samkomulag um að reisa Náttúruhús í Vatnsmýri, á lóð milli Öskju, húss raunvísinda- deildar Háskóla Íslands, og Norræna hússins. Enn mun gert ráð fyrir Náttúruhúsi á þessari lóð samkvæmt skipulagi. Hús þetta átti að rísa á árunum 1994 til 1998 en dagaði uppi án þess að aðrar ákvarðanir um framtíðarhúsnæði stofnananna tveggja væru teknar. Ríkisstjórnin ræddi í gær á fundi sínum, að frumkvæði Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra, um málefni Náttúrufræðistofn- unar Íslands og tilefnið var ærið. Auk þess sem rætt var um bráðan vanda í geymslumálum safnsins voru helstu niðurstöður ríkisstjórnarinnar að ekki væri vilji til að skilja Náttúrugripa- safnið og Náttúrufræðistofnun að og því ólíklegt að safninu yrði fundinn staður á landsbyggðinni. Að öðru leyti er þjóðin engu nær um framtíð Náttúrufræðistofnunar og Náttúrugripasafns. Varðveisla gagna og safnkosts Náttúrufræðistofnunar Íslands og Náttúrugripasafnsins er óviðunandi og til háborinn- ar skammar. Sömuleiðis allur annar aðbúnaður stofnananna, til dæmis aðstöðuleysi til sýninga á safnkosti sem þó er fyrir hendi. Á vegum Náttúrufræðistofnunar eru varðveittar um fimm millj- ónir náttúrugripa sem engan veginn nýtast sem skyldi, hvorki til rannsókna né á sýningum fyrir almenning og ferðamenn. Þjóð sem hirðir ekki betur um menningarverðmæti sín getur vart staðið undir nafni sem menningarþjóð. Fréttir undanfarinna vikna og mánaða af skemmdum á gögn- um og safnkosti sem við lá að skemmdist gefa einnig tilefni til að velta því upp hvort hugsanlega sé víðar pottur brotinn í varðveislu menningarverðmæta og rannsóknargagna íslenskra safna og stofnana. Menningarverð- mæti í hættu Þjóð sem hirðir ekki betur um menningarverðmæti sín getur vart staðið undir nafni sem menningarþjóð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.