Fréttablaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 2
Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari átti rétt á að fá greidd laun samkvæmt ákvörðun kjaradóms frá 19. desember á síðasta ári, samkvæmt dómi Hér- aðsdóms Reykjavíkur. Niður- staða dómsins er sú að löggjafinn hafi brotið gegn sjálfstæði dóm- stóla, og þar með tilgreindum ákvæðum stjórnarskrárinnar, með lagasetningu 20. janúar á þessu ári, sem felldi úr gildi ákvörðun Kjaradóms um launa- hækkun til þjóðkjörinna fulltrúa, svo og dómara og héraðsdómara. Niðurstaða Héraðsdóms nær ein- ungis til dómara vegna sérstakr- ar stöðu þeirra samkvæmt stjórn- arskránni. Umrædd ákvörðun kjaradóms 19. desember 2005 vakti mikil viðbrögð. Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, rit- aði Kjaradómi bréf þar sem bent var á að ákvarðaðar launahækk- anir stofnuðu nýgerðu samkomu- lagi um kjaramál í hættu. Kjara- dómur svaraði að ákvörðunin skyldi standa. Hún var þá felld úr gildi með sérstakri lagasetningu. Í niðurstöðu Héraðsdóms segir að ákvarðanir löggjafans hafi þurft að taka mið af því að með úrskurðinum hafði Kjaradómur ákveðið hækkun launa til handa sjálfstæðum handhöfum ríkis- valds, hæstaréttardómurum og héraðsdómurum, sem tók gildi 1. janúar 2006. Með því að fella úr gildi löglega og bindandi ákvörð- un þar til bærs úrskurðaraðila um launahækkanir til dómara verði að telja að löggjafinn hafi gripið með sérgreindum hætti inn í lög- bundið ferli til ákvörðunar um launakjör dómara. „Verði á það fallist að löggjaf- inn hafi almenna heimild til sérgreindrar íhlutunar í löglega ákvörðun þar til bærs aðila um launakjör dómara verður vart talið að staða dómara sé nægilega trygg þannig að þeir teljist hlut- lægt séð „óháðir“ löggjafarvald- inu í merkingu 2. og 70. gr. stjórn- arskrárinnar,“ segir í dómnum. „Í athugasemdum greinargerðar með frumvarpi er varð að stjórn- arskipunarlögum er rakið að áskilnaður 1. mgr. 70. gr. stjórn- arskrárinnar um óháða dómstóla feli í sér að dómstólar eigi að vera sjálfstæðir og „ekki háðir öðrum þáttum ríkisvaldsins“. Er skírskotað til þess að „kjör sem dómendum eru tryggð“ séu einn af efnisþáttum í mati á hvort dómstólarnir teljist sjálfstæðir þannig að fullnægt sé kröfum stjórnarskrárinnar,“ segir enn fremur. Guðjóni St. Marteinssyni voru því dæmdar 35.144 krónur auk dráttarvaxta en það var sú launa- hækkun, sem hann átti rétt á 1. febrúar samkvæmt úrskurði Kjaradóms. Dómurinn var skipaður þrem- ur setudómurum, þeim Þórði S. Gunnarssyni, Ragnhildi Helga- dóttur og Róbert R. Spanó. Löggjafinn braut gegn stjórnarskrá Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari átti, samkvæmt ákvörðun kjaradóms, að fá greidd laun samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Dómurinn telur löggjafann hafa brotið gegn sjálfstæði dómstóla og þar með stjórnarskránni. Tæplega sextugur karlmaður var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjavikur fyrir vörslu barnakláms. Maðurinn var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, en refsingin skilorðs- bundin til þriggja ára. Maðurinn hafði í tölvu sinni 259 ljósmyndir, sem sýna börn á ýmsum aldri á kynferðislegan og klámfenginn hátt og eru margar myndanna mjög grófar. Telst brot hans því stórfellt. Þegar til þess er litið að ákærði hefur ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í þrjá mánuði. Dæmdur fyrir barnaklám Maðurinn sem lést í bílslysi á Álftanesvegi aðfaranótt laugardags- ins 16. desember hét Guð- mundur Eiður Guðmunds- son. Hann var til heimilis að Skólatúni 4 á Álftanesi. Guðmundur Eiður var fæddur 20. ágúst 1982. Hann var ókvæntur og barnlaus. Lést í bílslysi Saddam Hussein og aðrir í réttarsal í Bagdad, þar sem réttarhöld standa yfir vegna ákæra um þjóðarmorð, sáu í gær myndband sem tekið var þegar eiturgasi var dreift í þorpum í kúrdahéröðum Íraks á árunum 1987 og 1988. Á myndbandinu sjást dáin börn liggjandi á akri og fólk í þorpunum sést flýja undan hvítum eiturskýjum. „Þessi börn eru skemmdar- verkamennirnir sem sakborning- arnir tala um,“ sagði Munqith al- Faroon saksóknari og vísaði þar til raka verjenda í málinu um að Íraksstjórn hefði á þessum árum átt í baráttu við uppreisnarsveitir Kúrda. Gaseitrun sýnd á myndbandi Opið: Alla virka daga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00. Sími: 525 8020. NOTAÐIR BÍLAR BÍLL DAGSINS RENAULT MEGANE CLASSIC Nýskr. 06.02 - Sjálfskiptur - Ekinn 76 þús. km. - Allt að 100% lán. Verð 1.180 .000. - Ef að líkum lætur verður Þorláksmessan komandi lang- stærsti dagur íslenskrar smásölu frá upphafi. Að hana skuli bera upp á laugardag spilar þar stórt hlutverk. Pálmi Kristinsson, framkvæmdastjóri Smáralindar, segir að gera megi ráð fyrir að á Þorláksmessu muni neytendur eyða allt frá þremur til fjórum milljörðum króna á landsvísu. Til samanburðar mun sala síðastlið- inn laugardag á landinu öllu hafa numið um 1,5 til 2 milljörðum króna. Þótt ýmislegt bendi til þess að tekið sé að draga saman í einka- neyslu landsmanna virðist það ekki ná til jólagjafainnkaupa. Segir Pálmi allmargar verslanir í Smára- lind nú þegar hafa aukið sölu sína um 40 til 60 prósent miðað við desember í fyrra. Íslandsmet á Þorláksmessu Jón Sigurðsson, formað- ur Framsóknarflokksins og iðnað- ar- og viðskiptaráðherra, leiðir lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í alþingiskosningum næsta vor. Jónína Bjartmarz umhverfis- ráðherra verður í efsta sæti lista Framsóknarflokksins í Reykjavík- urkjördæmi suður. Næst á listunum tveimur eru tveir alþingismenn sem tóku sæti á þingi á yfirstandandi kjörtímabili eftir að tveir ráðherrar flokksins létu af þingmennsku. Sæunn Stef- ánsdóttir verður í 2. sæti listans í suðurkjördæminu og Guðjón Ólaf- ur Jónsson verður næstur á eftir Jóni, formanni flokksins, í norður- kjördæminu. Í síðustu kosningum til Alþingis, vorið 2003, fengu framsóknarmenn samtals þrjá þingmenn í Reykja- víkurkjördæmunum. Ásamt Jónínu Bjartmarz, sem náði kjöri sem leið- togi lista flokksins í suðurkjör- dæminu, hlutu þingsæti þeir Hall- dór Ásgrímsson, þáverandi formaður flokksins, og Árni Magn- ússon. Halldór skipar heiðurssæti listans í norðurkjördæmi. Listar framsóknarmanna í Reykjavík voru valdir á aukakjör- dæmisþingum í gær. Hilmar, var skálað í Skálholti?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.