Fréttablaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 103

Fréttablaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 103
 Það eru landsliðsþjálfar- ar og landsliðsfyrirliðar sem kjósa besta knattspyrnumann heims hjá FIFA en sem kunnugt er bar Ítal- inn Fabio Cannavaro sigur úr býtum í kjörinu. Zinedine Zidane varð annar og Ronaldinho þriðji. Þegar einstaka atkvæði eru skoð- uð kemur margt áhugavert í ljós. Eyjólfur Sverrisson valdi Zid- ane bestan, Cannavaro varð annar hjá Eyjólfi og Gianluigi Buffon þriðji. Eiður Smári Guðjohnsen landsliðsfyrirliði valdi Ronaldin- ho bestan, atkvæðið í annað sætið var ógilt og Cannavaro lenti í þriðja hjá Eiði Smára. Cannavaro sjálfur var með atkvæðisrétt í kjörinu og hann kaus fyrrverandi félaga sinn hjá Juventus, Lilian Thuram, bestan. Þetta er í annað sinn sem Canna- varo kýs samherja sinn en hann kaus Zlatan Ibrahimovic í fyrra. Patrick Vieira varð annar hjá Ítal- anum og Samuel Eto´o þriðji. Vieira var nú ekki að greiða Canna- varo fyrir greiðann því ítalski varnarmaðurinn komst ekki á blað hjá Vieira, sem kaus Eto´o bestan, Buffon næstbestan og svo varð Deco þriðji hjá Vieira. John Terry, fyrirliði enska landsliðsins, setti Cannavaro í fyrsta sætið, Kaká í annað og Thi- erry Henry í það þriðja. Raúl, fyr- irliði spænska landsliðsins, setti Cannavaro félaga sinn í fyrsta sætið, Samuel Eto´o í annað og Kaká fékk síðasta atkvæði Spán- verjans. Edwin van der Sar, fyrir- liði Hollands, gaf markverðinum Jens Lehmann stig er hann setti hann í þriðja sætið. Cannavaro var bestur hjá honum og Eto´o annar. Meðal sérkennilegra atkvæða má geta þess að fyrirliði Aserba- ídsjan valdi Cristiano Ronaldo sem besta knattspyrnumann heims. Rigobert Song, fyrirliði Kamerún, segir að Miroslav Klose sé besti knattspyrnumaður í heimi og undir það tekur Ruslan Sydyk- ov, fyrirliði Kirgisistan. Það má síðan leiða líkur að því að langt sé síðan Valasine Dalap- hone, fyrirliði Laos, sá alvöruleik því hann valdi Luis Figo sem besta knattspyrnumann heims. Fabio Cannavaro setti Thuram í fyrsta sætið Sálfræðistríðið milli Manchester United og Chelsea, tveggja efstu liða ensku úrvals- deildarinnar, fer stigmagnandi með hverjum deginum. Marka- hrókurinn Didier Drogba lætur sitt ekki eftir liggja eftir að hafa skorað stórglæsilegt sigurmark Chelsea í 3-2-sigri á Everton um helgina. Eftir að hafa verið undir í leiknum náði Chelsea að snúa honum sér í vil undir lokin og náði Drogba að tryggja meistur- unum sigurinn með því að skora fram hjá Tim Howard, sem er lánsmaður frá United. „Þetta er líklega fallegasta mark sem ég hef skorað. Ég er allavega viss um að þetta sé mikilvægasta markið. Við getum alltaf náð að vinna leiki sama hve lítið er eftir. Ef einhver var í vafa um að við höfum það sem þarf til að vinna deildina held ég að við höfum svarað því. Ég held að leikmenn Manchester United viti það líka. Um tíma á sunnudag bjuggust þeir við að ná átta stiga forskoti en það er nú bara tvö stig,“ sagði Drogba. Höfum klárlega það sem þarf Kólumbía ætlar að berjast um að fá að halda heimsmeistarakeppnina 2014. Keppnin verður í Suður-Ameríku samkvæmt nýju kerfi FIFA og hingað til hefur ekkert land þaðan ákveðið að veita Brasilíu sam- keppni um að fá að halda hana. Nú hefur knattspyrnusamband Kólumbíu hins vegar stigið fram en þjóðin átti að halda HM 1986. Hætta varð við þá áætlun vegna fjárhagsörðugleika en mótið fór fram í Mexíkó í staðinn. Líklegast er þó talið að keppn- in eftir átta ár verði haldin í Brasilíu. Suður-Ameríkukeppnin fór fram í Kólumbíu 2001 en þá hrósuðu heimamenn einmitt sigri. Sú keppni var lengi í hættu vegna öryggisatriða en Sepp Blatter, forseti FIFA, segir að engin þjóð fái að halda HM sem eigi það ekki fullkomlega skilið. Kólumbía vill halda keppnina Opið kl. 10–18 á Laugavegi og Kletthálsi 11 Sími 590 5760 Ta km ar ka ð m ag n! Aðeins 18.880 kr. á mánuði. M.v. 70.000 kr. útborgun og bílasamning SP til 84 mánaða. Mi tsu bi sh i L an ce r sjá lfs ki pt ir ár g. 2 00 5 No ta ði r b íla r í to pp sta nd i H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 7 99 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.