Fréttablaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 60
12 Hefðbundið kakó er alltaf gott en um jólin er leyfilegt að krydda það aðeins til og bragðbæta til að fá réttu hátíðarstemninguna. HEFÐBUNDIÐ KAKÓ 4 msk. sykur 2 msk. kakó örlítið vatn mjólk örlítið salt smjörklípa í lokin (ekki nauð- synlegt) Bræðið sykur og kakó í potti með örlitlu af vatni og salti. Bætið mjólkinni út í og smjörinu og látið sjóða. Farið þó gætilega því mjólk- in getur verið fljót að sjóða upp úr. KAKÓIÐ KRYDDAÐ Gott er að nota púðursykur að hálfu í staðinn fyrir hvítan sykur. Einnig má setja örlítið myntute í kakóið sem gefur því góðan keim. Kakó með vanillusykri er sérlega gott. Þeir sem eiga erfitt með að láta kakó koma í staðinn fyrir kaffi geta sett kaffi að einum þriðja út í kakó- ið. Sykurpúðar eru hrikalega góðir í kakó. Þeir sem vilja konunglegt kakó bæta að sjálfsögðu út í það appelsínulíkjör eða koníaki. Að lokum má ekki gleyma þeytta rjómanum, en hann er algjörlega ómissandi í kakóið. Veljið svo sér- lega heimilislega og jólalega bolla til að bera kakóið fram í og verið helst í ullarsokkum og náttfötum meðan sötrað er. - jóa Jólakakó Smiðsbúð 6 210 Garðabæ Sími 564 5040 www.hirz lan. is VÖNDUÐ HÚSGÖGN FRÁ DANMÖRKU OG ÞÝSKALANDI Á LÁGU VERÐI Bókahillur Stofuhúsgögn Skrifborðsstólar Tölvuborð Fataskápar Barnahúsgögn Skrifstofuhúsgögn Gæði og gott verð! Opið alla daga til jóla Ástríður Edda segir jólin skipa sér- stakan sess í lífi sínu. „Mér þykir oft merking jólanna gleymast í allri jólaösinni. Fólk á að vera dug- legt að taka utan um börnin sín á jólunum, sem og á öðrum tímum ársins. Þá eru jólin tími minninga. Gott er að rifja upp gamla siði og venjur á jólunum og miðla þeim áfram til barna sinna.“ Ástríður á son sem nú er tveggja ára gamall. „Það er gaman að sjá hvernig hann skynjar jólin. Ljós- in vekja athygli hans og svo hittir hann jólasveininn á leikskólanum sem er vissulega mikil upplifun.“ Ástríður segist hafa mjög gaman af matargerð og þá sérstak- lega þegar um einhverja óvenju- lega rétti er að ræða. Hún ætlar að bjóða föður sínum í mat um jólin og verða þrír ættliðir við matar- borðið það kvöld. Meðal þess sem verður á boðstólum er sérstakt jólasalat sem henni þykir gefa mál- tíðinni skemmtilegan keim. „Það sem er sérstakt við þetta salat er að í því eru sykurpúðar. Það dettur fáum í hug að setja syk- urpúða í salat. Fólki dettur ekki í hug að það séu sykurpúðarnir sem kitla braðlaukana svona skemmti- lega. Ég hef gaman af því að gera tilraunir í eldhúsinu og er ekki hrædd við að prófa eitthvað nýtt og er útkoman ótrúlega góð.“ SALAT MEÐ SYKURPÚÐUM Uppskriftin er fyrir 4 til 6 Lítil dós af apríkósum Lítil dós af ferskjum Sykurpúðar 3 til 4 eggjahvítur Klípa af smjöri 1/4 lítri af rjóma Eggjahvíturnar eru stífþeyttar í vatnsbaði úr safanum af apr- íkósunum og ferskjunum ásamt smjörinu. Sett í skál ásamt hinum hráefnunum og geymdar í kæli yfir nótt. Rétt áður en borið er fram er rjómi þeyttur og honum blandað varlega saman við. „Ég fékk uppskriftina frá Dag- björtu vinkonu minni en hún notar salatið alltaf með kalkúninum á áramótunum. Eitt árið prófaði ég að bæta vínberjum í salatið og það fannst mér gefa því enn meiri fyllingu. Í ár ætla ég hins vegar að prófa að hafa epli í salatinu og það verður gaman að sjá hvernig það kemur út.“ - öhö Prófar sig áfram í eldhúsinu Ástríður Edda Geirsdóttir býr til sérstakt salat um jólin með sykurpúðum. { jólahald }
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.