Fréttablaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 34
Söngkonan Hera Hjartardóttir hefur búið á Nýja-Sjálandi í 13 ár og á þeim tíma hefur hún haldið nokkur jól á Íslandi og nokkur ytra. Nú verður hún ytra. Tölvutæknin kom að góðum notum við gerð viðtalsins við Heru. Hún fékk sendar til sín nokkrar spurningar yfir hnöttinn og svaraði þeim skilmerkilega. Fyrsta spurning var einfaldlega: -Hvernig er jólahaldið þarna á Nýja-Sjálandi? „Hér hefst hátíðin að morgni 25. desember í hásumarhita. Við borðum yfirleitt úti í garði og byrjum morguninn á köldu kampavíni með jarðarberjum í.“ -Það er aldeilis. Eru ávextir á trjánum í kringum þig? „Já alls konar. Hér í garðinum erum við með kirsuberjatré sem er akkúrat með fullþroskuð kirsu- ber á jólunum. Einnig eru hér limetré, kaffir-limetré, sítrónu- tré, plómutré og eplatré. Svo erum við nýbúin að setja niður stóran grænmetisgarð og erum með bláber, trönuber, jarðarber, tómata, gúrkur, chilli, spínat, rad- ísur, salat, brokkolí, gult cour- gette, rauðkál, rauðrófur, gulræt- ur og kartöflur. Annars staðar í garðinum settum við svo niður kryddjurtagarð.“ -En eruð þið með grenitré inni sem jólatré? „Já, eitt lítið í potti. Við setjum það síðan út í garð þangað til um næstu jól.“ -Haldið þið í íslenska jólasiði? „Já, við sjóðum rauðkál eins og við gerðum heima. Við förum í skötupartí á Þorláksmessu og jólaboð á aðfangadag. Þar hittum við nokkra aðra Íslendinga sem búa hér. Svo koma íslensku jóla- sveinarnir stundum í heimsókn.“ -Fáið þið einhvern íslenskan mat að heiman? „Við vorum að fá laufabrauð í póstinum! Það er í fyrsta skipti. Annars höfum við fengið sent nammi og harðfisk.“ -En ferðu á strönd á jólunum? „Já, á „boxingday“ - sem er 26. desember er hefðin sú að fara á strönd sem heitir Tumbledown bay. Þar hittumst við 50-60 manns með jólamatarafganga og höldum „pikknikk“. Síðan köfum við eftir paua-skeljum og fiskum og grill- um veiðina á ströndinni. Síðasta „boxingday“ var ég á Íslandi en þá rakst mamma mín á hóp af höfr- ungum þegar hún var ein að synda.“ Hvað er að gerast hjá þér í söngnum á næstunni? „Ég er með tónleika í kvöld, (17. desember) og útitónleika þann 23. í bænum. Svo eru margar sum- arhátíðir í janúar og febrúar og mikið að gera. Hinn 18. janúar byrjar hér World Buskers festival en þá koma götulistamenn alls staðar að úr heiminum og eru hér í tíu daga með ótrúlegustu atriði úti um allan bæ. Auk þess er ég á leiðinni til Austin í Texas í mars að spila á SXSW (South by South- west) music festival. Það er ein stærsta tónlistarhátíð í heimin- um.“ -Til hamingju með það. En hve- nær er von á þér hingað heim? „Það er aldrei að vita, en ég held ég verði tvenn jól í röð hérna megin.“ Vorum að fá laufabrauð í pósti að heiman Færeyingar eru þekktir fyrir skerpukjötið sitt sem þykir mjög sérstakt þar sem það er vindþurrkað. Skerpukjöt er þó auðveldlega hægt að gera í ofni og verður það þá mjög gott og alveg tilvalið á jólahlaðborðið eða sem snakk á áramótum. Best er að láta lærið þiðna í ísskáp í þrjá til fjóra sólarhringa ef tími er til. Eftir að lærið er orðið þítt er það nuddað með salti og sykurblöndu og látið standa í sólarhring í viðbót í ísskáp. Þegar því er lokið er lærið skolað og lagt í pækil í tvo til þrjá sólarhringa í ísskáp. Lærið er síðan sett í hundr- að gráðu heitan ofn og látið vera þar í tíu til fjórtán tíma eftir stærð þess. Að lokum er lærið látið kólna og borið fram kalt. Að færeyskum sið 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.