Fréttablaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 18
Danski skipverj-
inn sem fórst í
björgunaraðgerð-
unum hét Jan
Nordskow Larsen.
Hann var 25 ára.
Björgunarvesti
hans rifnaði og
vegna þess hve
hann þyngdist þegar flotbún-
ingur hans fylltist af vatni gátu
félagar hans ekki bjargað lífi
hans.
Sjö félögum hans af varð-
skipinu Triton var bjargað úr
sjónum eftir að gúmbát þeirra
hvolfdi. Einn var á tímabili í
lífshættu vegna ofkælingar
hann náði sér fljótt að sögn
Sigurjóns Kristinssonar,
yfirlæknis á Heilsugæslustöð-
inni í Keflavík. .
25 ára skipverji
týndi lífi
Skipverjar á danska varðskipinu
Triton tilkynntu skipstjóranum,
Ulf Michael Bettelsen, að utan-
borðsmótarar á gúmmíbát þeirra
hefðu gefið sig og þeir þyrftu á
hjálp að halda hið fyrsta. Skömmu
síðar missti Triton talstöðvarsam-
band við skipverjana á gúmmí-
bátnum.
Þetta staðfesti Klaus Randrup,
yfirmaður upplýsingamála hjá
danska sjóhernum, í samtali við
Fréttablaðið í gær en einn skip-
verjanna átta, Jan Nordskov Lar-
sen, lést eftir að gúmmíbátnum
hvolfdi í miklum sjó skammt frá
strandstað flutningaskipsins Wil-
son Muuga.
Skipverjar á Triton verða yfir-
heyrðir í dag af starfsmönnum
deildar innan danska sjóhersins
sem sér um að rannsaka dauðaslys
sem verða í aðgerðum sjóhersins.
„Tildrög slyssins og málsatvik öll
verða rannsökuð af sérstakri deild
innan sjóhersins. Menn frá sjóher-
num eru væntanlegir til Íslands á
morgun [í dag] og þeir munu yfir-
heyra skipverja á Triton um
atburðarásina sem leiddi til þessa
hörmulega slyss. Skipstjórinn [Ulf
Michael Bettelsen] mat það svo að
áhöfnin á Wilson Muuga væri í
hættu vegna leka og tók ákvörðun
um að senda skipverja á gúmmí-
báti til hjálpar,“ sagði Klaus
Randrup.
Ulf Michael, skipstjóri á Triton,
gaf skipverjunum átta skipun um
að halda í áttina að flutningaskip-
inu og reyna að bjarga áhöfn
skipsins þar sem töluverður leki
var farinn að gera vart við sig í
vélarrúmi þess.
Skipverjunum tókst ekki að
komast um borð í flutningaskipið
sökum erfiðra aðstæðna.
Á leið sinni frá skipinu gáfu
utanborðsmótorar bátsins sig og
höfðu skipverjarnir þegar sam-
band við stjórnhús Triton til þess
að kalla eftir hjálp en skömmu
síðar rofnaði talstöðvarsambandið
milli Triton og bátsins.
Eftir að sambandið við gúmmí-
bátinn rofnaði standsettu skip-
verjar á Triton annan gúmmíbát
en ekki tókst að finna hinn bátinn
sökum slæms skyggnis og erfiðra
aðstæðna. Var í kjölfarið beðið um
aðstoð frá þyrlu Landhelgisgæsl-
unnar.
Henni tókst að bjarga sjö af
átta skipverjum en Jan Nordskov
var eftir í sjónum meðvitundar-
laus. Skömmu síðar tókst að ná
honum úr sjónum en hann var þá
látinn.
Utanborðsmótorar á bátnum gáfu sig
Átta skipverjar af varðskipinu Triton fengu skipun frá skipstjóra sínum um að fara á gúmmíbáti í átt að Wilson Muuga til hjálpar. Ut-
anborðsmótarar gáfu sig í vondu veðri og skyggni. Danski sjóherinn rannsakar hvað olli dauðaslysinu.
Íslenskir aðalverktakar hófu
vegagerð á slysstað seinnipartinn
í gær og var búist við að sú vinna
myndi standa í nótt. Stefnt er að
því að koma búnaði til að dæla
olíunni úr skipinu í fjöruna í dag
og hefja dælingu upp úr skipinu.
Svartolían er þykk og erfið að
dæla og eru um 125 tonn af henni,
mun meira magn en af hráolí-
unni, sem er aðeins 25 tonn. Olían
er neðst í skipinu. Þunnar slöng-
ur þarf að nota við dælinguna því
að olíunni verður dælt um langa
leið beint úr skipinu í land ef allt
fer að óskum.
Stefán Einarsson, fagstjóri
hjá Umhverfisstofnun, og Gest-
ur Guðjónsson, sérfræðingur hjá
Olíudreifingu, komu á strandstað
í gærmorgun til að fylgjast með
björgunaraðgerðum frá sjónar-
miði umhverfismála. „Við ætlum
að bíða og sjá hvort skipið verð-
ur kyrrt á strandstað,“ sögðu
þeir.
„Ef skipið leggst á hliðina
getur hætta verið á ferð,“ sagði
Gestur. „Það er ekkert hægt að
gera nema undirbúa dælingu. Ef
skipið hangir kyrrt í nótt verður
hægt að reyna að dæla. Við erum
að koma með slöngur, dælur, raf-
stöðvar og önnur tæki til að koma
olíunni í land.“
Stefnt að því að dæla upp úr skipinu
Reynir Sveinsson, slökkviliðsstjóri í Sand-
gerði, segir að ekki verði hægt að hreinsa olí-
una ef hún fer í sjóinn á slysstað, eins og allt
benti til að myndi gerast í gærkvöldi, þar sem
svo mikið brim sé á þessum stað. Hann taldi að
eins og hálfs metra gat hefði komið á skipið.
„Hráolía gufar fljótlega upp en það er verra
með svartolíuna. Allar fjörur hér eru friðaðar
og hér er merkilegt fuglalíf. Hér aðeins norðar
er æðarvarp, stærsta æðarvarpið á suðvestur-
horni landsins,“ sagði hann.
Reynir kom á strandstað í gær til að fylgj-
ast með umhverfismálunum. Hann sagði
strandið slæmt en nauðsynlegt væri að safna
búnaði til að dæla olíunni frá borði. „Við verð-
um að vera tilbúnir ef eitthvað kemur upp á.
Ef olía fer í sjóinn er það vandamál Sandgerð-
isbæjar,“ sagði hann.
Reynir taldi aðstæður afar slæmar til meng-
unarvarna, bæði var veður slæmt og spáin ekki
góð í gærkvöld. Þá er „alltaf brim á þessum
stað, það yrði að vera logn ef við ættum að
koma girðingu kringum mengunarblett,“ sagði
hann og taldi ekki líklegt að það myndi takast.
Reynir benti á að Wilson Muuga hefði
„straujað yfir“ sker á stað þar sem er bæði
grjót og grynningar og brimar langt út fyrir
strandstaðinn. „Þetta lofar ekki góðu en auð-
vitað á maður aldrei að segja aldrei.“
Guðmundur Ásgeirsson, stjórnar-
formaður Nesskipa, var á strand-
stað flutningaskipsins Wilson
Muuga í allan gærdag, fylgdist
með björgunaraðgerðum og tók á
móti skipverjum þegar þeir komu
úr þyrlunni eftir hádegið.
Mátti meðal annars sjá hann
faðma yfirvélstjórann skömmu
áður en hann steig upp í bíl
björgunarsveitarinnar Sigurvonar.
Guðmundur var fáorður um
strandið en hafði eftir skipstjóra
að sjálfstýring skipsins hefði
bilað, handstýring hefði ekki geng-
ið nógu vel og skipið hefði steytt á
skeri upp úr fjögur í gærmorgun.
Wilson Muuga hefur verið í
eigu Nesskipa frá 1979. Það hét
áður Selnes.