Fréttablaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 110

Fréttablaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 110
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 „Já, hélstu kannski að einhver væri að herma eftir mér?“ spyr Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra. Margir þeir sem fylgdust með heimildarmynd Egils Eðvarðsson- ar um ferð Frummanna til Banda- ríkjanna, til að taka upp plötu sína, í Ríkisútvarpinu á mánudagskvöld, ráku upp stór eyru þegar þulurinn tók til máls. Kunnugleg rödd en úr allt öðru samhengi. Svo kunnugleg að ekki fór á milli mála hver las. Þar var Guðni lifandi kominn. „Já, þeir vildu rammíslenska rödd til að túlka ferðalag Frum- manna vestur um haf. Þeir leituðu bara til mín og ég vildi gera þetta fyrir þá. Þjóðarsnillingar miklir og ég lét á þetta reyna.“ Guðni segist vera aðdáandi Stuðmanna, reyndar var ekki betur að heyra en Guðna þætti þessi spurning hin sérkennileg- asta. „Þetta eru snillingar. Eilífðar- snillingar. En, já, þetta er frum- raun mín á þessu sviði,“ segir Guðni. Ráðherra gerir ekki ráð fyrir því að hann muni leggja þularstörf fyrir sig í framtíðinni þótt vel hefði til tekist. „Jújú, það er kannski ágætt að eiga einhverja öryggisbáta. Ég gat ekki neitað þessum ágætu drengj- um um að verða við þessari furðu- legu bón. En mér fannst þetta skemmtilegt verkefni.“ Textinn sem Guðni las var tekinn upp í Efstaleiti. Og ekki höfðu þeir Frummenn fyrir því að bjóða ráðherra borgun fyrir starfið. „Nei, þeir nefndu ekki pen- inga. Og ég spurði ekki um pen- inga.“ Rammíslensk rödd ráðherrans „Það er orðið svo langt síðan að ég verð bara að klóra mér í hausnum til að reyna muna hvenær þetta gerðist síðast,“ segir Davíð Þór Jónsson en hann og Steinn Ármann Magnússon ætlar að endurvekja hina sögufrægu Radíusbræður og efna til Radíuskvölds á Hverfis- barnum í kvöld. Hann viðurkennir hins vegar að félagarnir ættu ekki að eiga í miklum erfiðleikum með að stilla saman strengi, þeir hafi verið að koma fram í lokuðum samkvæmum, bæði saman og hvor í ísínu lagi, undanfarin ár. Radíuskvöldin nutu mikilla vin- sælda á fyrri hluta níunda áratug- ar síðustu aldar en Davíð segir þá ekki líta á sig sem risaeðlur. „Það er komin fram ný kynslóð af fólki sem hefur aldrei séð okkur, þekkir hins vegar grínið og vill fá sjá það með berum augum,“ útskýrir Davíð en vildi þó ekki meina að þeir væru safngripir sem dregnir væru fram á tyllidögum. „Ísland er náttúrulega fyndið land, það er farið að tala um mann sem frum- herja um þrítugt og „has-been“ fyrir þrjátíu og fimm ára aldur- inn,“ segir Davíð og hlær. „Mér leið vissulega eins og risaeðlu fyrir einhverjum fimm til sjö árum því allt sem verður vinsælt á Íslandi verður um leið hallæris- legt en lifnar síðan aftur við að nokkrum árum liðnum,“ útskýrir hann. Davíð taldi nokkuð öruggt að nýtt efni fengi að fljóta með því gamla en viðurkenndi að honum kæmi það yfirleitt mest á óvart sjálfum hvað kæmi upp úr sér á sviði. „Við ætlum að hittast í hádeginu og renna aðeins yfir þetta,“ lýsir Davíð yfir. Radíusbræður settu að margra mati ný viðmið í gamanmálum landans og muna margir eftir sjón- varpsþáttunum Limbó sem gerðu allt brjálað þegar þeir fóru í loftið sökum meints dónaskapar og klúr- heita. Davíð segir þá aldrei hafa upplifað sig þannig að þeir væru að brjóta blað í íslensku gríni. „Reyndar sá ég umfjöllun um Rad- íuskvöldin í Öldinni okkar og það ásamt teiknaðri mynd eftir Sig- mund sem birtist í Mogganum hlýtur að standa upp úr,“ segir Davíð. … fær Róbert Marshall, fyrir að efna loforð úr prófkjörsbaráttu sinni og ráða sig sem háseta á Heimaeyna, þrátt fyrir að hafa ekki verið á sjó í ein ellefu ár. Umfjöllun fréttaskýringaþáttar- ins Kompás um Guðmund Jóns- son, forstöðumann Byrgisins, hefur vakið mikla athygli. Í Komp- ás var Guðmundur sagður hafa tælt skjólstæð- inga sína til kynlífsleikja sem oftast eru skilgreindir sem BDSM. Mörgum þótti heldur dökk mynd dregin upp af þessari gerð kynlífs. Fréttablaðið hafði sam- band við Geir Guðmunds- son, eins af stofnendum BDSM-félagsins á Íslandi, og sagðist hann vera sam- mála því að umfjöllun Kompáss hefði að ein- hverju leyti dregið upp skakka mynd af BDSM. „Félagið ætlar að funda í kvöld og það gæti farið svo að við sendum Kompás nokkrar „kurteislegar“ athugasemdir við umfjöllun þáttar- ins,“ útskýrir Geir. „Ef umræddur maður hefur verið að beita ein- hverjum þvingunum þá stang- ast það algjörlega á við það sem BDSM gengur út á því þar eru grunnstoðirnar öryggi, meðvitund og samþykki, Þeir sem ég hef rætt við í félaginu eru allir sammála um að ef einhverjum þvingunum hafi verið beitt er það hreint og klárt ofbeldi,“ heldur Geir áfram og segir að sér hafi fundist ákveðinn listi sem Guð- mundur var sagður hafa lagt fyrir umræddar konur hafa verið gerð- ur vafasamur. „Þetta er alþjóðleg- ur listi sem fólk skiptist á þannig að takmarkanir þess í kynlífinu komi í ljós,“ bætir hann við en áréttir engu að síður það sem áður hefur verið sagt, að ef einhverjum þvingunum hefur verið beitt eigi það ekkert skylt við BDSM. Geir segir jafnframt að í hugum margra sé glæpurinn gerður stærri ef hann er bendlaður við svona hegðun. Sigmundur Ernir Rúnarsson, fréttastjóri Stöðvar 2, vildi lítið tjá sig um málið en sagði þá hafa kynnt sér BDSM og að allir helvita menn vissu um hvað það snerist. Dregur upp skakka mynd af BDSM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.