Fréttablaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 8
 Hvaða banki er fyrsti íslenski bankinn sem heldur bókhald í evrum? Hvaða frambjóðandi til Alþingis er farinn á sjóinn? Hvaða litríka bandaríska körfuboltagoðsögn var nýlega orðuð við b-lið KR, betur þekkt sem Bumbuna? Veðurofsi var á Akureyri í fyrrinótt. Að sögn lögreglu fuku þakplötur af húsum, auglýsingaskilti fóru á flakk og einn vinnuskúr lagðist á hliðina í rokinu. Þá fuku bílar saman á bílastæðum enda glerhált undir þeim. Ofsaveðrið skall á rétt eftir miðnætti og stóð til klukkan hálf fimm. „Þá var bara eins og kippt væri úr sambandi. Það var bara komið logn,“ sagði varðstjóri. Lögregla og björgunarsveitir voru að störfum allan tímann. Tjón varð nokkuð og segir lögregla ljóst að sumir verði að laga jólaskrautið sitt eftir nóttina. Vinnuskúr fauk á hliðina í roki Síðari umræða um fjárhagsáætlun Reykjavíkur fyrir næsta ár fór fram á fundi borgar- stjórnar í allan gærdag. Meirihlut- inn gerði nokkrar breytingar á áætlun sinni milli umræðna en í þeim felast ekki aukin útgjöld. Helstu breytingar eru hækkun á niðurgreiðslum til dagforeldra um samtals 85,5 milljónir króna, hækkun niðurgreiðslu til sjálf- stætt rekinna leikskóla, hækkun framlaga um 180 milljónir vegna frístundakorta og 20 milljóna króna framlag vegna alþjóðlegs íþróttamóts ungmenna sem haldið verður í Reykjavík næsta sumar. Talsverðar tilfærslur voru gerðar á framlögum til Velferðar- sviðs. Átján milljónum er ætlað að tryggja starfsemi Konukots til 1. maí, fimmtán milljónir fara í rekstur nýs heimilis fyrir heimil- islausa, átta milljónir eru ætlaðar til skipulagðra heimsókna til eldri borgara og 26 milljónum er ætlað að mæta auknum niðurgreiðslum húsaleigu vegna fjölgunar félags- legra leiguíbúða. Þá er horfið frá fyrri áformum um hækkun gjald- skrár fyrir heimaþjónustu aldr- aðra og hækka framlög borgarinn- ar sem því nemur, um átta milljónir. Kostnaður vegna húsaleigubóta lækkar um 79 milljónir frá upp- haflegum áætlunum þar sem nýjar forsendur liggja fyrir og almenn fjárhagsaðstoð lækkar um 30 milljónir. Í staðinn eru framlög vegna átaksverkefna hækkuð um 20 milljónir en þeim er ætlað að auðvelda fólki sem fengið hefur fjárhagsaðstoð í langan tíma að komast aftur út á vinnumarkað- inn. Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir tæplega fjórtán milljarða króna afgangi af rekstri og ann- arri starfsemi borgarinnar og munar þar mestu um hagnað af sölu á hlut borgarinnar í Lands- virkjun. Átta milljónir í heimsóknir til aldraðra Nokkrar breytingar urðu á fjárhagsáætlun Reykja- víkurborgar við síðari umræðu í gær. Greiðslur til dagforeldra og einkarekinna leikskóla hækka. Allt það fína frá Kína Gott úrval af lömpum, vösum og glæsilegri gjafavöru á frábæru verði Ármúla 42 - sími 895 8966 Opið mánudaga - sunnudaga 10 - 18 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Of hátt magn af geislavirka efninu pólon 210 fannst í einum þeirra Svía sem mældir voru í tengslum við dauða fyrrverandi njósnara KGB, Alex- ander Litvinenko. Breska lögreglan hafði haft samband við sænsk heilbrigðisyf- irvöld vegna sjö Svía sem dvöldust á hótelinu sem Litvinenko kom á um það leyti sem hann veiktist, að því er fréttavefur Dagens Ny-heter greindi frá í gær. Fannst eitrið í þvagi eins þeirra. Þó er ekki um lífshættulegt magn að ræða, að sögn talsmanna heilbrigðisyfir- valda, og ekki þykir heldur full- sannað að hann hafi komist í snert- ingu við efnið á hótelinu í London. Litvinenko lést úr eitruninni hinn 23. nóvember. Breska lögregl- an rannsakar nú lát hans, en sjálf- ur kenndi hann rússneskum yfir- völdum um veikindi sín. Rannsókn bresku lögreglunnar í Moskvu lauk í gær, þar sem hún fékk að skoða ýmiss konar skjöl. Bresku lögreglumennirnir fengu ekki að ræða sjálfir við vitni, en máttu fylgjast með rússneskum kollegum yfirheyra þau. Pólon 210 getur valdið bein- mergs-, lifrar- og nýrnaskaða í fólki og leitt til dauða ef um mikið magn er að ræða. Minnisvarði um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur kvenréttinda- frömuð verður reistur á horni Amtmannsstígs og Þingholts- strætis í Reykjavík. Borgarstjórn samþykkti í gær tillögu þar um við afgreiðslu fjárhagsáætlunar næsta árs. Framlag Reykjavíkur- borgar til verksins verður þrjár milljónir króna og mun ríkið leggja til samsvarandi fjárhæð. Ólöfu Nordal myndlistarmanni hefur verið falið að búa minnis- varðann til og er stefnt að vígslu 19. júní á næsta ári. Bríet Bjarnhéðinsdóttir var helsti hvatamaður að stofnun Kvenréttindafélags Íslands árið 1907 og var ein fjögurra kvenna sem kjörnar voru í bæjarstjórn Reykjavíkur ári síðar. Hún var fyrsta konan sem tók til máls á fundum bæjarstjórnarinnar. Bríet fæddist 1856 og lést 1940. Borgarstjórn hefur jafnframt ákveðið að verja fimm milljónum til verndun minja um sjósókn frá Grímsstaðavör við Ægisíðu. Þaðan sóttu trillukarlar í Reykjavík sjó- inn um áratugaskeið og reru eink- um til grásleppu í seinni tíð. Þegar mest var voru sextán bátar gerðir út frá Grímsstaðavör en útgerð- inni lauk 1998 þegar Björn Guð- jónsson lagði árar í bát. Í sumar afhjúpaði Vilhjálmur Vilhjálmsson borgarstjóri skilti sem af má lesa tilurð og sögu útgerðar frá Grímsstaðavör. Minnisvarði um Bríeti reistur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.