Fréttablaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 40
MARKAÐURINN 20. DESEMBER 2006 MIÐVIKUDAGUR2
F R É T T I R
G E N G I S Þ R Ó U N
Vika Frá áramótum
365 9% -18%
Actavis -2% 31%
Alfesca 0% 25%
Atlantic Petroleum -1% 26%
Atorka Group 1% 3%
Bakkavör -2% 21%
FL Group 2% 28%
Glitnir -1% 35%
Hf. Eimskipafélagið -1% -32%
KB banki 0% 13%
Landsbankinn 1% 7%
Marel 1% 19%
Mosaic Fashions -1% -14%
Straumur 1% 11%
Össur 1% 0%
Miðað við gengi í Kauphöll á mánudaginn
Gengi hlutabréfa í
sænsku ferðaskrif-
stofukeðjunni Ticket,
sem er að þrjátíu pró-
sent hluta í eigu Fons,
hækkaði um fimmtung
í verði á föstudaginn
án sýnilegra ástæðna.
Á vefsíðu Dagens
Industri kemur
fram að Kauphöllin
í Stokkhólmi muni kanna hvort
upplýsingar hafi lekið út frá fyr-
irtækinu sem skýri gengishækk-
anir föstudagins.
Stjórnendur Ticket brugðust
við hækkunum með því að upp-
lýsa markaðinn um að félagið
væri að ganga frá kaupum á
Kilroy Travels, ferðaskrifstofu-
keðju sem er með starfsemi í
fimm löndum. Ef af
kaupunum verður er
um aðra yfirtöku Ticket
að ræða á skömmum
tíma, en fyrirtækið
keypti samkeppnisað-
ilann MZ Travel í nóv-
ember. Forsvarsmenn
Ticket höfðu lýst því
yfir að fleiri ónafn-
greind fyrirtæki væru
í sigtinu.
Samkvæmt heimildum
Fréttablaðins er ekki talið ólík-
legt að hækkanir föstudagsins
skýrist af því að þeir starfsmenn
MZ Travel, sem áttu hlutabréf í
félaginu, fengu greitt fyrir hluti
sína á föstudaginn. Munu margir
þeirra hafa nýtt þá fjármuni til
að fjárfesta í Ticket. - eþa
Svíarnir skoða
hækkanir í Ticket
Starfsmenn í MZ Travel keyptu í Ticket
Hinn 3. janúar næstkomandi
mun isec, hliðarmarkaður
Kauphallarinnar á Íslandi, sam-
einast First North, sem er hlið-
armarkaður OMX. Markaðurinn
veitir smáum fyrirtækjum í vexti
aðgang að norrænum og alþjóð-
legum fjármálamörkuðum. Eftir
inngöngu íslenskra félaga í First
North mun markaðurinn bjóða
upp á skráningu og viðskipti með
hlutabréf í íslenskum, sænskum,
og dönskum krónum og evrum.
Félögin verða svo hluti af heild-
arvísitölu First North sem einnig
verður birt í íslenskum krónum.
Haft er eftir Þórði Frið-
jónssyni, forstjóra Kauphallar
Íslands, í tilkynningu að First
North muni veita smáum íslensk-
um fyrirtækjum í vexti aðgang
að stærsta veltusjóði Evrópu
sem og aukinn sýnileika meðal
fjárfesta. „First Norht er næst-
stærsti hliðarmarkaður Evrópu
ef gengið er út frá fjölda fyrir-
tækja. Við teljum að First North
veiti fyrirtækjum sem íhuga
að fara á markað mikla mögu-
leika.“
Fleiri breytinga er að vænta
á íslenskum hlutabréfamarkaði
sem koma í kjölfar þess að OMX-
kauphallirnar tóku Kauphöll
Íslands yfir í október á þessu ári.
Frá og með 2. apríl 2007 verða
þannig fyrirtækin 25, sem skráð
eru í Nordic Exchange á Íslandi,
hluti af samnorrænni kynningu
sænskra, finnskra og danskra
fyrirtækja á skrá og norrænum
vísitölum OMX. Að auki munu
þau lúta samræmdum norræn-
um skráningarskilyrðum. - hhs
isec breytist í First North
Markaðsaðstæður í smásölu halda
áfram að vera erfiðar í Bretlandi.
Mitt í jólaösinni dróst verslun
saman um tvö prósent um síðustu
helgi samanborið við sömu helgi
árið áður.
Smásalar í fatnaði, skóm og
afþreyingarvörum á borð við tón-
list og kvikmyndir hafa orðið illa
fyrir barðinu á aðstæðum en sölu-
aukning hefur aftur á móti
orðið á matvörum og skart-
gripum.
„Neytendur vita að
þeir geta beðið af
því að smásalar
verða að eiga við-
skipti. Þar af leiðandi bíða þeir ró-
legir þar til smásalar lækka verðið
niður í það sem er neytendum að
skapi,“ segir Tim Denilson, hjá
rannsóknarfyrirtækinu SPSL, í
samtali við Independent.
Sumar verslanakeðjur við bresku
verslunargöturnar hafa orðið að
veita allt að helmingsafslátt af
vörum fyrir jólin.
Að sögn sérfræðinga er klárt mál
að annaðhvort muni verslanir
standa uppi sem sigurvegarar
eða tapa miklu á jólasölunni.
Marks & Spencer er dæmi um fyr-
irtæki sem hefur tekist að halda
framlegð hárri við þær aðstæður er
nú ríkja.
Kvenfatakeðjan Whistles, sem er
eitt af merkjum Mosaic Fashions,
hefur hins vegar orðið að bjóða upp
á allt að helmingsafslátt af upp-
settu verði. Mosaic hefur öfluga
skórvörulínu eftir kaupin á Rubicon
Retail og ættu núverandi aðstæður
að koma sér illa fyrir félagið.
Könnun ráðgjafafyrirtækisins
Ernst og Young leiddi það í ljós að
meðalafsláttur á verslunargötunum
er fimm prósentum meiri í ár en í
fyrra. - eþa
Sölutregða á skóm í Bretlandi
Singer & Friedlander, sem er
í eigu Kaupþings, og Barclays
hafa fjármagnað 6,5 milljarðs
skuldsetta yfirtöku á verkfræði-
fyrirtækinu WFEL sem framleið-
ir brýr til að nota í hernaði.
Kaupendur eru fjárfestingasjóð-
urinn Dunedin Capital Partners,
sem tekur meirihluta, og stjórn-
endur WFEL.
Meðal viðskiptavina félagsins
eru breski og bandaríski her-
inn. WFEL framleiðir álbrýr sem
eru notaðar í stað þeirra brúa
sem hörfandi andstæðingar hafa
sprengt í loft upp. - eþa
Singer lánar í
herframleiðslu
Óli Kristján Ármannsson
skrifar
Ekki virðast í bráð uppi ráðagerðir hjá stóru við-
skiptabönkunum að færa bókhald sitt yfir í evrur
líkt og Straumur-Burðarás Fjárfestingabanki hefur
upplýst um að hann ætli að gera um áramót. Málið
hefur þó verið rætt og er til stöðugrar end-
urskoðunar bæði í Landsbankanum og
Glitni. Kaupþing kýs hins vegar að tjá
sig ekki um málið.
Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis
banka, gerir ráð fyrir að Straumur-
Burðarás meti stöðuna svo að breyting-
in auðveldi bankanum aðgang að fjár-
festum eða þetta styðji við þeirra framtíð-
aráform. „Hjá Glitni höfum við farið þá leið til
að minnka áhættuna af sveiflum í krónunni að gefa
út bæði eiginfjárígildi og víkjandi lán í erlendum
myntum, aðallega evrum og dollar,“ segir hann og
bendir á að meirihluti rekstrarkostnaðar Glitnis sé
hér á landi og ekki tímabært að færa uppgjörið í
aðra mynt. „En samhliða aukinn alþjóðavæðingu
hljóta svona mál alltaf að vera til skoðunar.“
Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri
Landsbankans, segir gott eitt að segja um ákvörðun
Straums-Burðaráss. „Eins og fram kom hjá þeim
stefnir félagið fyrst og fremst að þátttöku í erlend-
um verkefnum og erlendar eignir eru sterkur
þáttur í starfsemi þeirra,“ segir hann og bætir við
að ávallt verði áleitið eftir því sem tiltekin erlend
mynt vegi þyngst í starfsemi fyrirtækis að gera
félagið upp í henni. Hann bendir á að samkvæmt
alþjóðlegum reikningsskilareglum sé við tiltekin
skilyrði ekki bara heimilt heldur rétt að taka upp
reikningsskil í þeirri mynt sem telst vera starf-
semismynt viðkomandi fyrirtækis. Þar sé fyrst og
fremst horft til samsetningar tekna og gjalda. „Þá
hygg ég að þetta hafi verið nú verið rætt í stjórn-
um flestra fyrirtækja,“ segir Halldór, en kveður
enga nýja umræðu um málið í Landsbankanum. Þá
segist hann ekki geta tjáð sig um það hvort uppgjör
í evrum sé vænleg leið fyrir Landsbankann, enda
bankinn bundinn tilkynningaskyldu varðandi slíkar
ákvarðanir.
Sömuleiðis segir Sigurður Einarsson, stjórnar-
formaður Kaupþings banka, að þar á bæ kjósi menn
að tjá sig ekki um vænleika þess að færa upp-
gjör fyrirtækisins yfir í evrur.
„Stærstu fjármálafyrirtæki landsins
hafa meirihluta sinna tekna í erlendri
mynt og þess vegna mjög eðlilegt
að þau skoði þessa möguleika,“ segir
Guðjón Rúnarsson, framkvæmda-
stjóri Samtaka banka og verðbréfafyr-
irtækja. „Kannski má segja að tímaspurs-
mál hafi verið hver yrði fyrstur til að stíga
þetta skref.“ Guðjón segir ákvörðunina hins vegar
liggja hjá bönkunum og vandi um að spá hvort
fleiri fylgi í kjölfarið. Hann segir mestu skipta
að starfsumhverfi fjármálafyrirtækja hér sé með
þeim hætti að fyrirtækin kjósi að hafa höfuðstöðv-
ar sínar hér og greiði hér skatta og skyldur, minna
máli skipti í hvaða mynt þau geri upp. „Þetta er
bara þróun sem er að eiga sér stað.“
Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra,
segir Straum-Burðarás fara leið sem honum er
heimil og allmörg stór og meðalstór fyrirtæki í
milliríkjaviðskiptum hafi þegar gert. Hann varar
hins vegar við því að of víðtækjar séu dregnar af
ákvörðun bankans enda „Hér er um fjárfestinga-
banka að ræða og áhrif þessarar ákvörðunar ráðast
af því hver verði viðbrögð helstu viðskiptaaðila
bankans. Ef það eru fyrirtæki sem sjálf gera upp
í evru breytir þetta augljóslega litlu eða engu.
Ástæðulaust er að gera of mikið úr áhrifum þessa
því þetta er fjárfestingabanki sem gegnir sértæku
hlutverki á markaði og þar af leiðandi ekki sam-
bærilegur við önnur fyrirtæki sem gegna almenn-
ara og víðtækara hlutverki.“
Tímaspursmál hvaða
banki yrði fyrstur
Glitnir segir ekki tímabært að færa bókhald bankans í evrur.
Hinir bankarnir gefa ekki upp næstu skref. Ráðherra segir
ástæðulaust að gera of mikið úr ákvörðun Straums-Burðaráss.