Fréttablaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 46
MARKAÐURINN 20. DESEMBER 2006 MIÐVIKUDAGUR8 F R É T T A S K Ý R I N G Straumur-Burðarás var fjárfestingarfé- lag en er nú fjárfestingabanki. Að slíkri umbreytingu er ekki hlaupið, en meðal annars þarf Straumur að fjölga tekjustofn- um sínum. Í lok síðasta mánaðar tók bank- inn meðal annars stórt skref í þá átt með útgáfu 200 milljóna evra (yfir 18 milljarða króna) skuldabréfs í gegnum svokallað- an CLO lánaramma (collateralized loan obligations) á alþjóðlegum lánamarkaði. Útgáfan er með stækkunarmöguleika upp í 1,6 milljarða evra (eða yfir 144 milljarða íslenskra króna). Skuldabréfið er til fimm ára og er ætlað að styrkja þátttöku bank- ans á alþjóðlegum sambankalánamarkaði um leið því er ætlað að auka enn frekar á hlutdeild vaxtaberandi eigna bankans. TEKJUSAMSETNINGU GJÖRBREYTT „Straumur er auðvitað mjög ungur banki og það sem fyrst og fremst greinir okkur frá hinum er hversu litla sögu við eigum,“ segir Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri fjárstýringar Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka. Hún segir ungan aldur bankans bæði vera kost og ókost þegar kemur að fjármögnun hans, því lánveitendur horfi vitanlega fyrst og fremst til gengis og sögu fjár- málastofnana áður en tekin er ákvörðun um hvort eigi að lána þeim. „Hjá okkur skiptir mestu að við erum að færa félagið frá því að vera fjár- festingafélag yfir í það að vera banki.“ Svanhildur bendir á að árið 2005 hafi Straumur varla verið með nokkrar vaxta- tekjur og mjög litlar þóknunartekjur, en þessir þættir vega mun þyngra í innkomu hinna bankanna. „Tekjurnar voru meira og minna hagnaður af hlutabréfaeign, sem við sem starfsmenn komum lítið að. Við þurfum hins vegar að sannfæra menn um þá framtíðarsýn okkar að ætla árið 2008 að vera komin í þá tekjusamsetn- ingu að við verðum með helming tekna okkar af gengishagnaði af hlutabréfum og fjórðung og fjórðung af hinum stólpun- um, vaxtatekjum og þjónustugjöldum. Nú þegar erum við komin fram úr áætlunum okkar hvað varðar tekjur úr öðrum ein- ingum. Á þetta horfa menn þegar kemur að fjármögnun og er þegar farið að telja, því þeir sjá mjög hraðan viðsnúning í viðskiptamódeli okkar og eru því mun áhugasamari um að koma inn.“ Óvíða finnast á Norðurlöndum bankar sem verið er að byggja upp frá grunni líkt og Straum-Burðarás, hvað þá að þeir séu á jafnskömmum tíma orðnir jafnþekkt nafn í viðskiptaheiminum. „Fólk er farið að taka eftir bankanum og þekkir hann, til dæmis í Danmörku og á alþjóðleg- um fjármögnunarmörkuðum og hann er þriggja ára gamall,“ segir Svanhildur og bætir við að miklu skipti hversu hratt umskiptin frá fjárfestingarfélagi yfir í banka geti átt sér stað. „Þegar tekið er fjárfestingarfélag þar sem hlutfall hluta- bréfaeignar er mun hærra en í bönkunum og sett á það bankaleyfi er spurningin hversu hratt er hægt að ná þeirri gírun sem hinir bankarnir eru með, það er að segja að nota eigið fé bankans og það tekst ekki nema með því að draga að fjár- magn. Ég held ég fari rétt með að gírun okkar sé þreföld meðan hún er svona tólf- föld hjá Kaupþingi banka. Og við náum ekki að gíra tólffalt nema að einhver sé tilbúinn að lána okkur. Til þess að fá hærri lánshæfiseinkunn þarf að byggja upp eignir sem gefa hærri vaxtatekjur og til að búa til vaxtatekjur þarf fjár- mögnun.“ CLO skuldabréfaútgáfan er svo aftur tæki sem hjálpar bankanum að auka hlutdeild vaxtatekna hjá sér þar sem hún er að segja má frístandandi fjármögnun- artæki á ákveðnar eignir meðan áhætta bankans hefur ekki áhrif á fjármögnunar- kostnaðinn. „Í þeirri einingu náum við að lækka mjög fjármögnunarkostnaðinn og getum á móti fjárfest í lánum sem gefa okkur góðar vaxtatekjur. Segja má að með þessu sé rofinn þessi vítahringur því áhættuprófíllinn sem er á Straumi hefur ekki áhrif á fjármögnunina, en tekjur og annað af henni kemur inn á rekstrar- og efnahagsreikning bankans.“ EINKUNNIN SKIPTIR HÖFUÐMÁLI Fyrir um það bil ári, þegar Svanhildur kom til starfa hjá Straumi-Burðarási, var bankinn að mestu fjármagnaður á íslensk- um markaði. „Það var þá fjármögnun frá hinum bönkunum og svo almenn skulda- bréfaútgáfa til lífeyrissjóða og annarra sjóða. Á þriðja ársfjórðungi í fyrra nam innlend fjármögnun 84 prósentum, en stendur núna í um 40 prósentum,“ segir Svanhildur og kveður Straum-Burðarás orðinn óháðan íslensku bönkunum. „Við viljum halda áfram á þeirri braut að auka þátttöku erlendra aðila í fjármögnun okkar.“ Stærsta skref bankans inn á erlenda markaðinn segir Svanhildur hafa verið 200 milljóna evra lán sem gengið var frá í desember í fyrra, en að auki hafi bankinn verið með skuldabréfaútgáfu í Bandaríkjunum fyrir utan minni samninga sem saman kunni þó að vega þyngra í fjár- mögnuninni en þeir stærri. „Svo komum við að þessari CLO útgáfu í síðasta mán- uði,“ segir hún og þakkar árangur bankans við að auka tekjusköpun í öðrum þáttum en af hlutabréfum ekki síst því að í nýju mati matsfyrirtækisins Fitch Ratings er því gefið undir fótinn að brátt gæti komið að því að uppfæra lánshæfismat bankans og gefa honum hærri einkunn. Einkunnin skiptir fjármálafyrirtæki miklu máli því hún ræður miklu um á hvaða kjörum þau ná að fjármagna sig. „Uppfærsla í einkunn og svona hratt myndi skipta okkur alveg gífurlegu máli í fjármögnunni,“ segir Svanhildur og bætir við að þarna megi merkja afraksturinn af þeirri áherslu sem bankinn hafi lagt á fjármögnunarhliðina í starfseminni. „Við erum örugglega með fjölmennasta fjármögnunarliðið þótt við séum minnsti bankinn, sem ræðst náttúrlega af því að við erum með þá einingu sem erfiðast er að fjármagna. Við erum með veikasta lánshæfismatið og hvernig getum við þá byggt upp það traust sem til þarf hjá okkar fjárfestum? Við gerum það með því að mæta til þeirra ársfjórðungslega, í hvert sinn sem tölur hafa komið út og setjum í forgang þá sem hafa sett peninga í starfsemina. Um leið og eitthvað nýtt gerist, tilkynning kemur í Kauphöllina, hvort sem það er jákvætt eða neikvætt, þá tölum við við fólk, útskýrum málin og að hverju er verið að stefna.“ Þarna segist Svana telja að Straumur-Burðarás sé kom- inn skrefi á undan hinum bönkunum í að byggja upp það sem kallast credit investor relations eða lánardrottnatengsl á alþjóð- legum mörkuðum. „Þetta er það sem dríf- ur okkur áfram og gerir að verkum að í okkar hóp er komin þessi fjölbreytni og alþjóðlegu fjárfestar.“ ÁHERSLA Á FÓLK OG TRAUST Svanhildur segir núna verða byggt á þeirri miklu vinnu sem þegar hafi verið lagt í við að byggja upp tengsl við fjárfesta. Hún segir búið að vinna lista með yfir 300 fjárfestum sem margir hverjir séu komn- ir til liðs við bankann í smærri og stærri stíl. „Hugsanlega á svo um helmingurinn eftir að koma inn. Þeir hafa sýnt því áhuga og farið lengra með það, en eru að bíða eftir heilsárstölunum frá okkur fyrir 2006. Því ef horft er raunhæft á þessa mynd þá á sameinað félag Straums og Burðaráss ekki einu sinni tölur fyrir heilt ár. En í þessu skiptir það töluverðu máli.“ Svanhildur segir að hjá bankanum sjái þau því fram á, að því gefnu að árangurinn verði jafngóður áfram, að næsta ár verði mjög gott. Hún telur að á næsta ári komi Straumur-Burðarás Fjárfestingabanki til með að sjá afrakstur erfiðis síns og taki að uppskera eftir gott ár. „Núna vilja menn bara fara að sjá tölurnar fyrir 2006 og við erum búin að tryggja okkur stóra fjár- mögnun í janúar sem við erum að vinna í að bæta við. Svo ætlum við aftur inn á Bandaríkjamarkað þar sem við höfum unnið mikið undanfarið um leið og við nýtum til fulls önnur tækifæri.“ Markmið Straums-Burðaráss hvað varðar lánshæfiseinkunn er að hún fær- ist úr því að vera BBB- í að vera BBB+. „Það er þá tveimur punktum fyrir ofan það sem nú er, en fer alveg eftir því hvernig okkur gengur og hversu langan tíma tekur að ná þessu marki. Ef þetta heldur svona áfram ættum við alveg að geta gert þetta á næstu fimm árum.“ Einhverjum kann að þykja þarna langur tími, en hann er í raun örskammur þegar kemur að þróun fjármálafyrirtækja. „Ég held að íslensku bankarnir hafi örugglega hækkað sitt lánshæfismat einna hraðast, einfaldlega vegna þeirra miklu breytinga sem hér hafa átt sér stað. En annars stað- ar gerast hlutirnir ekki svona hratt. Ég held að matið hafi varla breyst hjá öðrum bönkum á Norðurlöndum.“ Mikið umrót hér segir Svanhildur að hafi líka kallað á aukna athygli á alþjóðamörkuðum og það ekki alla jákvæða, líkt og sýndi sig í byrjun þessa árs með afar neikvæðum skrifum erlendra greiningardeilda um íslenskt efnahagslíf og vangaveltum um stöðu bankanna. „En þar höfum við bara verk að vinna og okkar er að vinna vel úr þeirri athygli sem við fáum. Í dag eru menn alltaf tilbúnir að hitta okkur, hrein- lega til að forvitnast um hvað sé að gerast og það höfum við í raun getað nýtt okkur á þessu ári. Bransinn snýst um fólk og traust og það hefur okkur tekist að byggja upp í slíkum heimsóknum.“ Minnsti bankinn er samt með stærsta fjármögnunarliðið Straumur-Burðarás Fjárfestingabanki er fyrirtæki í örum vexti. Ekki er hlaupið að því að breyta fjár- festingarsjóði í banka, en eins og Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri fjárstýringar bankans, útskýrði fyrir Óla Kristjáni Ármannssyni. Bankastarfsemi byggist á trausti, sem yngri fyrir- tæki eiga náttúrlega eftir að vinna sér inn. Straumur-Burðarás lætur það þó ekki aftra sér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.