Fréttablaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 66
MARKAÐURINN Sögurnar... tölurnar... fólkið... 20. DESEMBER 2006 MIÐVIKUDAGUR12 S K O Ð U N U M V Í Ð A V E R Ö L D Það er skynsamleg ákvörðun stjórnar Straums-Burðaráss að færa bókhald sitt og birta uppgjör í evrum. Ákvörðunin er í samræmi við stefnu bankans um vöxt á erlendum mörkuðum og því rökrétt skref á þeirri leið að byggja upp evrópskt fjármálafyrirtæki. Eignir og tekjur fjárfestingarfélaga og fjármálafyrirtækja eru í vaxandi mæli erlendar og því tímaspursmál hvenær fleiri slík fyrirtæki velja að gera upp í mynt sem alþjóðlegir fjárfestar eru sæmilega læsir á. Þegar hafa nokkur framleiðslufyrirtæki valið þessa leið og líklegt að næsta skref þeirra fyrirtækja verði að skrá hluta- bréf sín í evrum. Kaup kauphallar- innar OMX á Kauphöll Íslands opnar íslenskum félögum greiðari leið að alþjóðlegum fjárfestum. Slíkir fjárfest- ar setja fyrir sig skráningu í íslensk- um krónum. Ástæðan er einföld. Við áhættu af hlutabréfum bætist áhætta af gjaldmiðlinum. Þrátt fyrir að tekjur fyrirtækjanna séu að stærstum hluta í erlendri mynt, fylgir hlutabréfaverð- ið ekki gengishreyfingum að fullu og því bætist gengisáhætta við almenna áhættu til skamms tíma litið. Fjárfestar í hlutabréfum eru almennt ekki í gjaldeyrisviðskiptum og krónan virkar því á þá sem óþægindi og áhætta sem þeir kæra sig ekki um. Það eru fleiri fiskar í sjónum og því er sam- keppnisstaða íslensku fyrirtækjanna um fjármagn skert að þessu leyti. Það verður því að telja líklegt að evran haldi áfram innreið sinni í íslenskt atvinnulíf. Þegar eru nokk- ur fyrirtæki farin að semja um laun æðstu stjórnenda í evrum. Þeir sem þiggja laun í evrum hafa litla ástæðu til að vera með skuldir sínar í krónum á háum vöxtum og taka því væntanlega sín lán og skuldbindingar í sömu mynt og þeir fá laun. Þannig læðist evran inn í hagkerfið hægt og bítandi og fyrst til þeirra sem hafa aðstöðu til að koma sér út úr krónuhagkerfinu. Þessi þróun er ekki góð og takmarkar möguleika til hagstjórnar, þar sem í raun myndast tvö hagkerfi hlið við hlið. Margt bendir til þess að vaxtahækkunarferli núverandi hag- sveiflu sé lokið, eða ljúki í það minnsta með næstu vaxtaákvörðun á morgun. Hætt er við að næsta ár geti reynst mörgum býsna þungt í skauti þegar saman fer lág verðbólga og mjög háir stýrivextir. Það mun reyna á Seðlabankann í lækkunarferlinu og vonandi að það takist að lenda hagkerfinu með sem minnstu tjóni. Í framhaldinu er umræðan um framtíðarskipan gengismála sú mikilvægasta og stjórnmálamenn þurfa að þora að ræða um hvert stefna beri. Það er alltaf betra að taka upplýsta ákvörðun um eigin framtíð. Hinn kosturinn er nefninlega að sitja uppi með veruleika sem maður átti engan þátt í að móta og veit ekki hvort maður vildi. Straumur-Burðarás mun gera upp reikningana í evrum: Evruskrefin stigin hægt en örugglega Hafliði Helgason Nýjasta tískuorðið í auglýsinga- heiminum er Web 2,0. Þrátt fyrir geysilega mikla umræðu um þetta fyrirbæri er það síður en svo ofmetið. Mikill misskilningur virðist samt vera í gangi um hvað Web 2,0 í raun er. Ekki er um nýja útgáfu af netinu að ræða held- ur nýjar aðferðir til þess að birta efni og eiga samskipti á netinu. Þó nafnið Web 2,0 verði hér notað til þess að skýra þessar nýju aðferðir má því deila um réttmæti þess að nota það. Hvaða aðferðir eru þetta? Aðferðirnar eru þær sömu og vefir á borð við Amazon.com, Myspace. com og eBay nota til að láta við- skiptavini sína byggja vefina með því að deila efni og skoðunum. Þessir eiginleikar eru kjarninn í árangri þeirra. Sem dæmi má nefna umsagnir á bókum á Amazon sem aðrir netverjar nota til þess að taka kaupákvörðun, Myspace- samfélagið sem byggir algjörlega á myndum, texta og öðru efni sem notendur setja inn og að lokum uppboðsvefurinn eBay sem byggir einnig á þessum aðferðum. Í meg- inatriðum er því um nýjar aðferðir fyrir fólk að ræða, til að eiga sam- skipti við annað fólk í máli, mynd- um, hljóði og texta. Markaðsstjórar ættu að kynna sér þessar nýju aðferðir ofan í kjölinn því valdajafnvægið er að breytast. Neytendur hafa nú völd- in, ekki fyrirtæki. Neytendur geta með tilkomu netsins komist yfir meira magn upplýsinga en nokkru sinni áður og skipst á skoðunum á einfaldari hátt en áður. Ennfremur deila neytendur skoðunum sínum á vörum og þjónustu á bloggum sem fanga athygli fjölda fólks og skapa þannig umtal sem erfitt getur verið að stýra. Fyrirtæki verða því að passa sig á að uppfylla loforð sín gagnvart viðskiptavinum. Annars eiga þeir á hættu að lenda í slæmu umtali sem ferðast manna á milli hraðar en áður, með tilkomu nets- ins. Valdajafnvagið núna er því viðskiptavininum í hag því þeir hafa ekki aðeins aðgang að gríðar- lega miklum upplýsingum heldur einnig öðrum neytendum sem þeir geta deilt góðri eða slæmri reynslu með. Hvar eru þá tækifærin? Fyrirtæki sem bjóða viðskiptavin- um sínum að eiga samskipti við sig með þessum nýju leiðum ná tengslum við viðskiptavini sína á mun persónulegri grunni en áður. Með því að bjóða þeim að spjalla við vörumerkið, senda inn hug- myndir og setja inn athugasemdir, hvort sem þær eru góðar eða slæm- ar, geta fyrirtæki lært geysilega mikið. Mörg fyrirtæki hræðast að opna fyrir slíka umræðuþræði á síðum sínum vegna þess hve ber- skjölduð fyrirtækin verða fyrir slæmu umtali. Það ber vissulega að hafa augun opin fyrir slíku en með því að opna þessa leið á heima- síðum fyrirtækja fá viðskiptavinir tækifæri til að tjá sig beint við þau. Þeir viðskiptavinir sem hafa ekki kost á því að tala við fyrirtæki á þennan hátt sleppa því ekkert að dreifa slæmri reynslu á netinu. Þeir gera það þá bara á bloggi eða á vinatengslavefjunum sínum eins og Myspace eða Minnsirkus.is og láta þar hundruði eða í mörgum tilfellum þúsundir „vina“ sinna á netinu vita. Hvort er betra að slíkt umtal fari af stað og að fyrirtækið frétti það löngu síðar eða að fá það á opnum vettvangi á síðu fyrir- tækisins þar sem hægt er að svara fyrir atburðinn og leysa og læra af honum strax? Svarið liggur í augum uppi en kosturinn er þó aðallega sá, líkt og Apple og fleiri fyrir- tæki hafa komist að, að ánægðir viðskiptavinir verða umboðsmenn fyrirtækjanna á slíkum vettvangi. Ánægðir viðskiptavinir fara því að svara óánægjuröddum, leiðrétta misskilning hjá núverandi eða til- vonandi viðskiptavinum og verða þannig í raun „sölumenn“ fyrir fyr- irtækið. Svo má heldur ekki gleyma því að slíkar samskiptaleiðir opna einnig möguleika fyrir ánægða við- skiptavini að lýsa aðdáun sinni og koma hugmyndum sínum á fram- færi. Apple, Boeing, Nike og fleiri fyrirtæki hafa öll nýtt sér þessa þörf neytenda til þess að láta til sín taka á netinu. Með því að tileinka sér aðferðirnar fá fyrirtækin gríð- arlega mikið magn af ábending- um og hugmyndum sem gera þeim kleift að bjóða ennþá betri vörur en annars. Ennfremur má ætla að við- skiptavinur sem kemur ábendingu eða hugmynd áleiðis sem fyrirtæki færir í nyt upplifi sig sem hluta af fyrirtækinu og verði þannig umbreytt í tryggann umboðsmann þess. Starwood hótelin hafa fært sér þessa þróun í nyt og hafa nú starfsmann á fullum launum við að svara bloggum og tala við við- skiptavini sína. Með þessu hefur hótelkeðjan lært geysilega mikið og gert margar umbætur sem hækkað hafa þjónustustig þess. Ungt fólk eyðir sífellt meiri tíma á vefjum eins og Myspace en þar talar það við vini sína, blogg- ar, geymir myndirnar sínar o.s.frv. Með því að vera með heimasíðu á þeim vettvangi þar sem fólk vill vera verður fólk mun móttæki- legra fyrir þeim skilaboðum sem fyrirtækið vill senda út. Á Myspace getur þú orðið vinur hljómsveita, vörumerkja og stjarna og eiga margir fleiri hundruð þúsund vini. Þegar vörumerki sendir út skilaboð á vini sína á slíkum vettvangi upp- lifa notendur skilaboðin á mun per- sónulegri hátt en með hefðbundum tölvupósti. Þar sem valdajafnvæg- ið hefur breyst er mikil pressa að vörumerki tali við viðskiptavini sína sem jafningja og á persónu- legan hátt, hlusti og bregðist skjótt við. Nú eru völdin nefnilega hjá neytendunum. Apple hefur nýtt sér þetta á gríðarlega árangursríkan hátt með því að búa til sinn vett- vang á Myspace þar sem fólk getur tekið þátt í samfélaginu þeirra og átt þannig samskipti við vörumerk- ið. Sem meðlimur í samfélaginu getur það talað við vörumerkið, skipst á hugmyndum og tekið þátt í leikjum svo eitthvað sé nefnt. Að lokum hafa þessar nýju samskiptaleiðir gert „viral“ eða umtalsherferðir auðveldari en nokkru sinni fyrr. Það hefur þó engu breytt að auglýsingarnar eða skilaboðin verða að vera skemmti- leg, athyglisverð eða boða eitthvað nýtt svo fólk sendi þau sín á milli, bloggi um þau eða setji á Myspace síðuna sína. Það hefur ekki breyst, hins vegar er nú orðið svo auðvelt að dreifa myndböndum, hljóði og texta á netinu að slíkar umtalsher- ferðir springa út hraðar en nokkru sinni fyrr. Dæmi um gríðarlega vellukkaða slíka herferð er stutt myndbrot sem viðskiptavinur flug- félagsins Emirates tók í nýjum fyrsta farrýmissætum hjá félaginu. Þessi svokallaði viðskiptavinurinn var auðvitað á launum hjá fyrir- tækinu en myndatakan var gerð með GSM síma sem gerði mynd- brotið trúverðugt. Myndbrotið fór um netið sem eldur um sinu með hjálp Youtube og er skólabóka- dæmi um virkilega vel heppnaða „viral“ markaðssetningu. Web 2,0 hefur því að geyma aðferðir sem fyrirtæki hreinlega verða að reyna tileinka sér því ef þitt fyrirtæki gerir það ekki, en samskeppnin gerir það, er komið ákveðið forskot á þig. Aftur ber að árétta mikilvægi þess að standa við þjónustuloforð sín og vera ósvikin þegar opnað er á svona samskipti. Á sama tíma má ekki gleyma að þrátt fyrir að fyrirtæki tileinki sér þetta ekki geta þau lent illa í því eins og Dell-tölvuframleiðandinn. Bloggfærsla frá óánægðum við- skiptavini sem var kölluð Dell Hell varð til þess að fyrirtækið tileink- aði sér Web 2,0 af fullum krafti. Web 2,0 fyrir markaðsstjóra? Það verður því að telja líklegt að evran haldi áfram innreið sína í íslenskt atvinnulíf ... Þannig læðist evran inn í hagkerf- ið hægt og bítandi og fyrst til þeirra sem hafa aðstöðu til að koma sér út úr krónuhagkerfinu. Þessi þróun er ekki góð og takmarkar möguleika til hag- stjórnar, þar sem í raun myndast tvö hagkerfi hlið við hlið. Guðmundur Arnar Guðmundsson markaðsstjóri O R Ð Í B E L G Höfðað til nýrra viðskiptavina Forbes | Bandaríska tímaritið Forbes fjallar um tilraunir bandarísku lágvöruverslanakeðjunnar Wal-Mart til að höfða til nýrra viðskiptavina í Bandaríkjunum í nýjasta tölublaði sínu. Fyrirtækið réð Julie Roehm, fyrr- um markaðsstjóra b í l a f r a m l e i ð a n d a n s DaimlerChrysler, til starfa í upphafi árs með það fyrir augum að bæta ímynda verslanakeðjunnar. Roehmer virðist hafa meiri ánægju af því að njóta lífsins en auglýsa lágvöruverslanakeðjuna því oft sást til hennar í stjörnufansi, í flottum bílum og matarboðum auk þess sem hún mun hafa sængað hjá aðstoðarmanni sínum. Þetta þótti ekki hollt fyrir ímynd Wal-Mart og var Roehmer látin taka poka sinn fyrir skömmu. Forbes segir það mistök hjá verslanakeðjunni að höfða til nýs viðskipta- hóps. Nær væri að gera núverandi viðskiptavinum sem horfi til þess að kaupa vörur á sem lægsta verði hærra undir höfði, að mati tímaritsins. Betri borg Economist | Það eru fleiri en Wal-Mart sem huga að breytingum. Breska tímaritið Economist segir Michael Bloomberg, borgarstjóra í New York í Bandaríkjunum, hafa hug á að bæta borgina. Slíkt þykir löngu tímabært. Tímaritið bendir á að skipuleggjendur New York-borgar hafi verið nokkuð framsýnir þegar þeir teiknuðu hana upp fyrir rúmri öld enda hafi þeir reiknað með milljón íbúum í borginni. Spá þeirra rættist fyrir rúmri hálfri öld og gott betur. En lítið hefur gerst í skipu- lagsmálunum síðan þá. Economist bendir hins vegar á að þótt Bloomberg beri hag borgarinnar fyrir brjósti séu líkur á að sýn hans verði seint að veruleika. Líkur eru á að hann segi af sér eftir tvö ár og fari í forsetaframboð. Fari svo megi búast við, að ný borgarstjórn geri lítið annað en hjakka í sama fari og fyrrverandi borgarstjórar með þeim afleiðingum að ný og betri New York líti seint dagsins ljós.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.