Fréttablaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 98

Fréttablaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 98
Hollywood hefur þann sið að hamra járnið á meðan það er heitt og eftir vinsældir Hringadróttins- sögu var aðeins tímaspursmál hvenær ævintýrin um drekaknap- ann Eragon yrðu færðar upp á hvíta tjaldið. Sagan hefur helst unnið sér til frægðar að höfundur þeirra, Christopher Paolini, var kornungur þegar hann skrifaði þá fyrstu og er enn ekki kominn af unglingsaldri. Hér segir frá ljóshærða sveita- piltinum Eragon sem elst upp hjá frænda sínum eftir að móðir hans hverfur á braut. Dag einn finnur hann drekaegg sem klekst út í hans umsjá; Eragon tilheyrir sumsé hinni fornu stétt drekariddara, sem hinn illi Galbatorix taldi sig hafa gert út af við. Undir handleiðslu hins vitra Broms ákveða sálufélag- arnir Eragon og Safíra drekasnót að leita skjóls hjá andspyrnuhreyf- ingu sem kallar sig Verðina en her- menn Galbatorixar, með seiðskratt- ann Durza fremstan í flokki, fylgja fast á hæla þeirra. Paolini er augljóslega mikill aðdáandi Stjörnustríðs og Hringa- dróttinssögu og engu líkara en að hann hafi viljað spara fólki ómakið að kynna sér ævintýrin tvö í hvort í sínu lagi og spyrt þau saman í eitt. Myndin hrópar því beinlínis á sam- anburð og reynist töfrum sneydd- ur pollur við hlið djúpsjáva. Atburðarásin er nákvæmlega sú sama og í fyrstu myndinni um Loga geimgengil og nokkrum orka- og nazgúlalíkjum er sáldrað yfir til að herða á sprettinum. Þótt epíkin sé trist stendur formúlan reyndar fyrir sínu að því leyti að atburða- rásin heldur lengst af dampi. Drekinn Safíra er býsna vel gerður og það besta við myndina en að ósekju hefði mátt tempra gelgju- stælana í Eragon. Samband þeirra tveggja er ekki upp á marga fiska sem endurspeglast meðal annars í stirðbusalegum samtölum, en yngri áhorfendur í leit að afþrey- ingu láta það varla á sig fá. Jeremy Irons leikur Brom, hálf- gerðan bastarð milli Aragorns og Obi-Wan Kenobi. Irons skilar sínu af áhugalausri fagmennsku, honum er líka oft og tíðum vorkunn þar sem hann þylur páskaeggjaspak- mælin yfir unglingnum. John Malkovich leikur Galbotorix eins og honum einum er lagið skulum við segja en það er aðeins meiri völlur á Robert Carlyle í hlutverki Durza, þótt leikstjórinn geri sér far um að láta seiðskrattann draga sem mestan dám af Palpatine keis- ara úr Stjörnustríði. Hér er vissulega aðeins um ræða fyrsta hlutann af þremur og því rétt að spyrja að leikslokum en miðað við startið má spretturinn vera ansi harður ef Eragon á að komast á verðlaunapall. Lágfleygur dreki Árlegir styrktartónleikar X-ins 977, X-mas 2006, fara fram í níunda sinn á Nasa við Austurvöll í kvöld. Þetta árið rennur allur aðgangseyrir til BUGL, Barna og unglingageðdeildar Landspítal- ans. Fram koma: Brain Police, Dr. Spock, Skakkamannage, Reykja- vík!, Toggi, Lay Low, Pétur Ben, Sprengjuhöllin, Dikta, Future Fut- ure, Noise, Ultra Mega Teknó- bandið Stefán og Wulfgang. Að sögn Þorkels Mána Pét- urssonar hjá X-inu hefur útvarpsstöðinni tekist að safna nokkrum milljónum á undanförnum árum með X- mas. Hann segir að BUGL þurfi nauðsynlega á peningum að halda, þar sem stofnunin sé fjársvelt eins og flestar heilbrigðis- stofnanir hér á landi. Þorkell Máni bætir því við að nýtt met verði sett í frumsömdum jólalögum á tónleikunum í kvöld. „Þarna verða fjögur til fimm frumsamin jóla- lög. Skakkamanage verður til dæmis með lagið Coste Del jól,“ segir hann og lofar skemmtilegum tónleikum. Þessir tónleikar eru það eina skemmtilega við jólin, enda er það eina sem við hlökkum til varðandi jólin er að komast í frí,“ segir hann. Miðaverð á X-mas 2006 er 977 kr og rennur hver einasta króna til Barna- og unglinga- geðdeildar Landspítalans. Kynnir verður Gunnar Sig- urðsson. Húsið opnar kl. 20.00. Met í frumsömdum jólalögum á X-mas Joseph Barbera, annar af höfundum teiknimynda á borð við Tomma og Jenna, The Flinstones, Jóga björn og Scooby-Doo, er látinn, 95 ára gamall. Barbera stofnaði fyrirtækið Hanna- Barbera ásamt félaga sínum Willi- am Hanna á sjötta áratugnum eftir að þeir höfðu unnið saman að Tomma og Jenna fyrir MGM-kvik- myndafyrirtækið. „Joe mun lifa áfram í gegnum verk sín,“ sagði Barry Meyer, for- maður Warner Brothers. „Persón- urnar sem hann skapaði með félaga sínum heitnum, William Hanna, eru ekki bara teiknaðar ofurstjörnur heldur einnig stór hluti af banda- rískri dægurmenningu.“ Barbera ólst upp í Brooklyn í New York og ætlaði fyrst að vera banka- starfsmaður. Fljótlega fóru teikn- ingar hans að vekja athygli og komst hann í kynni við Hanna. Þró- uðu þeir saman Tomma og Jenna og næstu sautján árin gerðu þeir teiknimyndir um þessa svörnu óvini. Alls hlutu þeir sjö óskars- verðlaun og fjórtán tilnefningar fyrir vikið. „Þegar við byrjuðum feril okkar sagði fólk: „Köttur og mús? Það enn og aftur,“ sagði Barbera í viðtali árið 1993. „Fólk sagði að allir væru búnir að gera þetta, t.d. með kött- inn Felix, köttinn Ignatz og auðvit- að Mikka mús. En mér fannst þú ekki þurfa talmál til að skilja umfjöllunarefnið, sama í hvaða landi þættirnir væru sýndir. Allt sem þú þyrftir væru köttur og mús og allir myndu vita hvað myndi ger- ast.“ Eftir að þeir félagar stofnuðu Hanna-Barbera árið 1957 sköpuðu þeir fjölda skemmtilegra teikni- mynda á borð við The Flinstones, Huckleberry Hound og The Jet- sons. Þættirnir um Flinstone-fjöl- skylduna varð fyrsta teiknimynda- röðin til að vera sýnd á besta tíma í sjónvarpi, auk þess sem hver þáttur var lengri en teiknimyndir höfðu verið fram að því. Næstu áratugi á eftir framleiddu Hanna og Barbera þrjú hundruð teiknimyndaraðir, þar á meðal Scoo- by-Doo, sem fjallar um stóran hund sem leiðir hóp táninga í leit að draugum. Teiknimyndin hóf göngu sína árið 1969 og gekk við miklar vinsældir í sautján ár, sem er met í teiknimyndaheiminum. Eftir lát Hanna árið 2001 starf- aði Barbera áfram sem aðstoðar- framkvæmdastjóri hjá Warner Brothers við framleiðslu teikni- mynda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.