Fréttablaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 44
MARKAÐURINN 20. DESEMBER 2006 MIÐVIKUDAGUR6 Ú T L Ö N D Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Stjórnvöld á Spáni samþykktu undir lok síðustu viku að setja aukið fé í þróun á A380 risaþotu Airbus, eins stærsta dótturfélags evrópsku sam- stæðunnar EADS. Greiðslur Spánverja á árinu nema 56,97 milljónum evra eða rúmlega 5,1 millj- arði íslenskra króna. Spánverjar eiga mikið undir gengi EADS, sem hefur farið sígandi á árinu vegna ítrekaðra tafa og vandræða í framleiðslu á risaþotunni, sem er tveim- ur árum á eftir áætlun. Flugfélög á Spáni halda í vonina, að greiðslur stjórnvalda verði til þess að þau verði með þeim fyrstu til að fá risaþoturnar, sem eru á tveimur hæðum og stærstu farþegaflug- vélar í heimi, á næsta ári. Þá er sömuleiðis horft til þess að framleiðsla á nokkrum hlutum í risaþotuna, sem gerðir eru á Spáni, verði ekki fluttir úr landi í hagræðingarskyni. EADS er að stærstum hluta í eigu nokkurra stærstu ríkja í Evrópu auk þess sem nokkur stór- fyrirtæki eiga hlut í félaginu. Ríkin hafa hvert um sig deilt kostnaði við þróun risaþotunnar á milli sín. Spænska ríkið átti upphaflega að greiða fimm prósent af heildarkostnaði við farþegaþot- una. Kostnaðurinn hefur hins vegar tvöfaldast frá því þróun vélarinnar hófst fyrir sex árum og nema í heildina 376 milljónum evra eða 33,8 milljörð- um íslenskra króna. Heildarkostnaður við þróun vélarinnar á tímabilinu nemur hins vegar heilum 12 milljörðum evra eða tæplega 1.100 milljörðum íslenskra króna. Viðskiptaráðherra Spánar segir að ríkið muni ekki greiða meira en sem þessu nemur og bætti við, að greiðslurnar sem samþykktar voru fyrir helgi hafi verið það sem upp á vantaði í greiðslu ríkisins fyrir þremur árum. Spánverjar tryggja sig Spánverjar hafa samþykkt að auka greiðslur til EADS vegna þróunar á A380-risaþotunni. Tom LaSorda, forstjóri banda-ríska bílaframleiðandans Chrysler, sagði í síðustu viku, að fyrirtækið ætlaði að draga úr framleiðslu á nýjum bílum í átta verksmiðjum sínum vestan- hafs í þessum mánuði og byrjun næsta árs til að minnka birgðir af óseldum bílum. Dregið verður úr framleiðslunni með því að gefa starfsmönnum í verksmiðjunum lengra jólafrí en fyrri ár. Sala á nýjum bílum hefur dregist talsvert saman í Bandaríkjunum á árinu, sér í lagi vegna snarpra verðhækkana á eldsneyti sem varð til þess að fólk skipti stærri bílum út fyrir minni og sparneytnari. Chrysler, líkt og aðrir bíla- framleiðendur vestanhafs, kom ekki vel undan árinu en þekkt- ustu bílar fyrirtækisins eru jepp- ar og aðrir stórir bensínsvelgir. Salan dróst saman um 26 prósent á þriðja ársfjórðungi með þeim afleiðingum að fyrirtækið tapaði 1,5 milljörðum bandaríkjadala eða 103,4 milljörðum íslenskra króna. Í ofanálag greindi bandaríska dagblaðið The Detroit News frá því að svo geti farið að Chrysler hætti tímabundið framleiðslu á einhverjum tegundum bíla í jan- úar á næsta ári til að minnka birgðir af óseldum bílum. Talsmaður Chrysler neitar hins vegar að staðfesta fréttir þessa efnis. - jab Chrysler dregur úr framleiðslu bíla Bandaríski gítarframleiðandinn Gibson keypti um miðja síðustu viku fyrirtækið Dongbei Piano, sem er stærsti framleiðandi á píanóum í Kína og var í eigu rík- isins. Með kaupunum er horft til þess að stækka markaðshlutdeild Gibson þar í landi en draga jafn- framt úr framleiðslukostnaði. Ekki hefur verið tilgreint hversu hátt kaupverð Gibson greiðir fyrir kínverska píanó- framleiðandann að öðru leyti en því að það nemur nokkuð hundr- uð milljónum júana. Kínamarkaður er ekki nýr af nálinni fyrir Gibson, sem í nokkur ár hefur framleitt ódýr- ari gerðir rafmagnsgítara undir merkjum Epiphone suðurhluta landsins. Þá er Gibson enginn nýgræðingur á sviði píanóa því fyrirtækið framleiðir hin heims- þekktu Baldwin-píanó. Rafmagnsgítararnir frá Gibson hafa verið á meðal þekkt- ustu hljóðfæra í heimi. Fyrsti gítar fyrirtækisins, sem þróaður var í samvinnu við djassgítar- leikarann Les Paul, leit dagsins ljós árið 1935. Á meðal frægra tónlistarmanna sem hafa notað gítar af þessari gerð eru þeir Jimmy Page, gítarleikari rokk- hljómsveitarinnar Led Zeppelin, John Lennon og Edge, gítarleik- ari U2. - jab Nýr tónn hjá Gibson Samkeppnisyfirvöld í Kína hafa sektað kínversku ferðaskrif- stofuna Jinan Spring Holiday Travel Agency um jafnvirði tæpra 1,4 milljónir króna fyrir brot á samkeppnisreglum. Ferðaskrifstofan seldi um 400 flugmiða í innanlandsflugi fyrir allt niður í 1 júan eða tæpar 9 krónur í byrjun mánaðar. Meðalverð fyrir sambærilega flugleið og ferðaskrifstofan bauð nemur aðra leiðina um 910 júön- um eða 8.000 íslenskar krónur. Að sögn kínversku ríkisfrétta- stofunnar Xinhua kveða sam- keppnislög á um að ekki megi selja farmiða undir ákveðnu lág- marksverði og megi afsláttur hvers miða ekki vera nema 45 prósent af auglýstu verði. - jab Sektað fyrir tilboð Henry Paulson, fjármálaráð- herra Bandaríkjanna, og Ben Bernanke, seðlabankastjóri landsins, náðu fyrir hönd banda- rískra stjórnvalda samkomulagi við kínverska ráðamenn undir lok síðustu viku þess efnis að stjórnvöld í Kína slaki á lág- gengisstefnu kínverska júansins. Stjórnvöld í Bandaríkjunum vilja sjá minni gengismun landanna á milli til að draga úr innflutningi á vörum frá Kína. Greiningaraðilar segja hins vegar ekkert fast í hendi og benda á, að þótt Kínverjar hafi gengist við samkomulaginu þá geti svo farið að gengið hækki lítið. Þá er sömuleiðis horft til þess að minnka viðskiptahallann við landið, sem stefnir í methæðir. Hallinn í ár stefnir í að nema 229 milljörðum bandaríkjadala eða 15.917 milljörðum íslenskra króna. Verði það endanleg nið- urstaða hafa vöruskipti við Kína aldrei verið neikvæðari. Stjórnvöldum í Kína hefur lengi verið legið á hálsi fyrir að halda gengi júansins lágu með handafli til að efla útflutning á kínverskri framleiðslu. Það er hins vegar þyrnir í augum banda- rískra stjórnvalda, sem hafa horft á síaukinn viðskiptahalla gagnvart Kína ár frá ári og minni sölu á innlendum varningi. Þetta var fyrsti fundur bandarísku sendinefndarinnar en stefnt er á fleiri fundi í framtíðinni. - jab Sættir náðust um kínverska júaninn Deilur stjórnvalda í Íran og Bandaríkjunum fengu á sig aðra mynd í byrjun vikunnar þegar stjórnvöld í Íran fyrirskipuðu seðlabanka landsins að framveg- is myndu öll milliríkjaviðskipti landanna verða í evrum í stað bandaríkjadala. Gholam Hossein Elham, tals- maður ríkisstjórnarinnar, segir að gripið hafi verið til aðgerðanna til að einfalda alla fjármálaumsýslu stjórnvalda á erlendum vettvangi auk þess sem með þessu séu tengslin við bandaríkjadal rofin. Eftir breytinguna verða erlendir aðilar að greiða með evrum fyrir íranskan útflutning, þar á meðal olíu en Íranar eru fjórða stærsta olíuframleiðslu- ríki í heimi. Fjölmiðlar segja Írana hafa gripið til þessa ráðs vegna yfir- vofandi efnahagsþvingana Sameinuðu þjóðanna gegn Írönum vegna kjarnorkuáætlunar stjórn- valda. Þá munu aðgerðirnar vera gerðar að tilstuðlan fjármála- stofnana í Íran, en forsvarsmenn banka þar í landi segja erfiðara nú en áður að taka dali út af reikningum í evrópskum bönkum. Segja þeir, að það sé vegna þrýst- ings frá Bandaríkjamönnum, sem vilja koma í veg fyrir fjármagns- flutninga til og frá löndum músl- íma. - jab Íranar skipta yfir í evrur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.