Fréttablaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 70
MARKAÐURINN 20. DESEMBER 2006 MIÐVIKUDAGUR16 H É Ð A N O G Þ A Ð A N Mikil vandræði virð- ast hrjá þá sem komið hafa að byggingu Wembley-leikvangsins í Lundúnum í Bretlandi. Ástralska verktakafyr- irtækið Multiplex er í miklum vandræðum vegna tafa á afhend- ingu leikvangsins en hluthafar fyrirtækisins hafa höfðað mál á hend- ur því vegna óeðlilegs dráttar á verklokum við leikvanginn. Þá tók forstjóri Wembley poka sinn í síðustu viku en hann skipulagði endur- byggingu leikvangsins. Upphaflega stóð til að afhenda leikvang- inn á síðasta ári en nú stefnir allt í að hann verði ekki reiðubúinn til afhendingar fyrir leiki í ensku bikarkeppninni á næsta ári en líkur þykja að gestir geti sótt hann heim eftir tvö ár. Kostnaður hefur farið fram úr öllu valdi og hleypur nú á 700 milljónum punda eða ríflega 93,6 milljörðum íslenskra króna. Hluthafar verktakafyrirtækisins segja, að stjórnendur Multiplex hafi haft grun um í hvað stefndi fyrir allt að þremur árum en leynt hluthafa því. Þegar greint var frá því að afhending leikvangsins færi fram yfir afhendingardag og taprekstri hjá Multiplex um mitt síðasta ár féll gengi bréfa í fyrirtækinu. Sér vart fyrir endann á halla fyrir- tækisins. Krefjast hluthafarnir, jafnt stórir fjárfestar sem smáir, allt að 100 milljóna ástralska dala eða jafnvirði 5,3 milljarða króna í skaðabætur vegna málsins. - jab Vandræði við Wembley Byggingavörufyrirtækið MEST hefur flutt höfuðstöðvar sínar úr Malarhöfða í Reykjavík að Fornubúðum í Hafnarfirði. Þar hefur Alfesca, sem áður bar nafnið SÍF, haft aðsetur um ára- bil. Húsnæðið, sem á sínum tíma var hannað og byggt utan um saltfisksvinnslu SÍF, var orðið óhentugt fyrir Alfesca. Það hins vegar fellur vel að starfsemi MEST að sögn Þórðar Birgis Bogasonar, for- stjóra félags- ins. Í Hafnarfirðinum mun fyrirtækið hafa fimm þúsund fermetra vöruhús með fullkomnu birgða- og afgreiðslukerfi. Einnig er það mikill kostur að rúmgóð hafnar- aðstaða er við húsið þar sem hægt er að losa og lesta skip með vörum félagsins. Það eru oftar en ekki plássfrekir vöruflokkar á borð við járn og timbur sem er hentugt að geta tekið beint inn til afgreiðslu. „Það kemur sér vel fyrir okkur að húsnæðið skyldi losna. Við höfðum tryggt okkur landsvæði við höfnina og ætluð- um að byggja upp miðlager. Það hefði tekið um tvö ár svo það má segja að með þessu styttum við okkur leið,“ segir Þórður. Sölustarfsemi MEST verður ekki að Fornubúðum en mun þjóna útsölustöðum fyrirtækis- ins og stórum viðskiptavinum sem kaupa beint af lager. MEST er að auki að byggja upp verslan- ir og sölustaði um allt land. Á næstu mánuðum er markmiðið að opna sölustaði í 3.600 fermetra húsnæði í Norðlingaholti, sem verður aðalsetrið fyrir bygging- arvörur, á Malarhöfða í Reykjavík, þar sem véla- og tækjasala verður, auk útsölustaða á Selfossi, í Hveragerði, á Akureyri, Reyðarfirði og í Hafnarfirði. MEST hefur yfir helmings markaðshlutdeild í múr- og steypuvörum á markaði fyrir iðnaðarmenn og stefnir að því að ná svipaðri hlutdeild í öðrum vörum. „Okkur hefur verið vel tekið því okkar innri ferlar, tengsl við viðskiptavini, vöru- framboð og markaðssetning mið- ast við þarfir iðnaðarmanna en ekki einstaklinga. Að því leytinu til erum við aðeins öðruvísi en aðrir á byggingavörumarkaði, þótt við að sjálfsögðu þjónum hverjum sem til okkar kemur.“ Hjá MEST starfa 275 manns og er áætluð velta næsta árs 8 milljarðar króna. - hhs MEST flytur í Fornubúðir Gengi hlutabréfa féll um heil 11,76 prósent eða 85,89 punkta í kauphöllinni í Bankok í Taílandi í gærmorgun þegar erlendir fjárfestar losuðu sig við mikið af taílenskri hlutabréfaeign sinni. Ástæðan var tilkynning frá seðlabanka landsins um að hann hygðist grípa til aðgerða til að sporna gegn því að spá- kaupmenn geti haft áhrif á gengi gjaldmiðils landsins. Gengið taílenska bahtsins hefur hækkað jafnt og þétt síð- ustu misserin og hefur ekki verið hærra gagnvart bandaríkjadal í níu ár. Það hefur komið illa við útflutningsfyrirtæki lands- ins og horfir bankinn til þess að með aðgerðunum takist að lækka gengið og efla útflutning. Þetta mun vera í þriðja sinn sem bankinn gerir tilraunir til að stemma stigu við háu gengi bahtsins. Gengi hlutabréfa í fjármála- og olíufyrirtækjum lækkaði mest og hefur hlutabréfavísitala landsins ekki verið lægri í tvö ár. Þá hefur gengi hlutabréfavísitöl- unnar ekki lækkað jafn mikið á einum viðskiptadegi í 31 ár, að sögn breska ríkisútvarpsins. Aðgerðirnar felast meðal ann- ars í því að þegar hlutabréfa- kaup erlendra fjárfesta fara yfir 20.000 dali eða jafnvirði 1,4 milljóna króna, eru þeir skikkað- ir til að halda hlutabréfunum í að minnsta kosti ár. Nitaya Pibulratanagit, aðstoð- arbankastjóri taílenska seðla- bankans, segir bankann eiga enn eftir að ræða aðgerðirnar við helstu banka og fjármálastofn- anir og sagði ótta erlendra fjár- festa ástæðulausan. Ekki liggur fyrir hvort hrunið í Taílandi hafi áhrif út fyrir land- steina en efnahagslægð fór yfir Asíu í kjölfar svipaðs ástands fyrir áratug. - jab Erlendir fjárfestar felldu taílensk bréf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.