Fréttablaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 12
Dómstóll í Trípólí í Líbíu
sakfelldi í gær fimm búlgarskar
hjúkrunarkonur og palestínskan
lækni fyrir að hafa vísvitandi sýkt
400 börn af HIV-veirunni á líbísku
sjúkrahúsi fyrir sjö árum, og kvað
síðan upp dauðadóma yfir hinum
sakfelldu. Aðstandendur hinna
alnæmissýktu barna fögnuðu með
hrópum í dómsal, en yfirvöld í
Búlgaríu fordæmdu dóminn og
sögðu líbísk yfirvöld vera að gera
hjúkrunarfólkið að blóraböggli
fyrir skort á hreinlæti á umræddu
sjúkrahúsi.
„Guð er mikill!“ hrópaði Moham-
med al-Aurabi, faðir eins hinna
sýktu barna, um leið og dómarinn
hafði lesið upp dómsorðið. „Lengi
lifi líbískt réttlæti!“
Yfirvöld í Búlgaríu og talsmenn
Evrópusambandsins fordæmdu
dóminn umsvifalaust. „Að dæma
saklaust fólk til dauða er tilraun til
að hylma yfir með hinum raunveru-
lega sökudólgum og orsök alnæm-
issmitsins [á sjúkrahúsinu] í Beng-
azi,“ sagði Georgi Pirinski, forseti
Búlgaríuþings.
„[Jose Manuel] Barroso, forseti
[framkvæmdastjórnar ESB], og
framkvæmdastjórnin öll eru
hneyksluð á þessum dómi,“ sagði
Johannes Laitenberger, talsmaður
framkvæmdastjórnarinnar í Brus-
sel. Hann bætti við að ekki hefði að
svo komnu máli verið ákveðið hvað
sambandið hygðist taka til ráða, en
hann „útilokaði ekkert“. Búlgaría
fær fulla aðild að ESB nú um ára-
mótin.
Aðalverjandi sakborninganna,
Trayan Markovski frá Búlgaríu,
tjáði búlgarska útvarpinu að sak-
borningarnir myndu áfrýja dómn-
um til hæstaréttar Líbýu. Abdel-
Rahman Shalqam, utanríkisráðherra
Líbýu, tjáði fréttamönnum að mál-
inu yrði sjálfkrafa skotið til hæsta-
réttar.
Hin langvinnu réttarhöld yfir
hjúkrunarfólkinu hafa sett strik í
reikning Múammars Gaddafí Líb-
íuleiðtoga, sem hefur verið að
reyna að bæta tengsl landsins við
Evrópu- og Vesturlönd. Stjórnvöld
í Evrópulöndum og Bandaríkjun-
um hafa skorað á líbísk yfirvöld
að sleppa sakborningunum og
gefið til kynna að dauðadómurinn
muni hafa neikvæð áhrif á tengsl
við landið.
Shalqam sagði að þegar hæsti-
réttur hefði fjallað um málið
myndi svonefnt dómsmálaráð fara
yfir það, en það hefur vald til að
hnekkja dómnum.
Sakborningarnir hafa verið í
haldi í nærri sjö ár og höfðu þegar
verið dæmdir einu sinni til dauða.
Fallist var á að rétta í málinu upp
á nýtt í kjölfar alþjóðlegra efa-
semda um að réttarhaldið hefði
verið sanngjarnt. Verjendur sak-
borninganna sögðu í gær að í þetta
sinn hefði heldur ekki verið hlust-
að á vísindalegan vitnisburð um
að börnin hefðu smitast áður en
hjúkrunarfólkið hóf störf á sjúkra-
húsinu.
Dauðadómar
fordæmdir
Líbískur dómstóll dæmdi í gær búlgarskar hjúkrunar-
konur og palestínskan lækni til dauða fyrir að hafa
smitað 400 börn af HIV-veirunni. Ráðamenn í Evrópu
fordæma yfirvöld og segja hin sakfelldu blóraböggla.
Fjögur umferðar-
óhöpp urðu á hættulegum
gatnamótum Akranesvegar og
Akrafjallsvegar á Akranesi í
gærmorgun. Að sögn lögreglu
höfðu verið gerð mistök við
viðgerð á veginum sem ollu því að
dekk sprungu á fjórum bílum og
felgur eyðilögðust þegar þeim var
ekið á misfellurnar. Enginn
meiddist þó í óhöppunum.
Lögreglan lokaði hluta
vegarins og hafði samband við
Vegagerð. Varðstjóri lögreglunnar
á Akranesi sagði ástandið hafa
verið stórhættulegt en Vegagerð-
in hefði ætlað að gera neyðarúr-
bætur á veginum.
Dekk og felgur
eyðilögðust
Tveir menn voru í gær
dæmdir til refsingar í Héraðs-
dómi Suðurlands fyrir að hafa
haft samræði við þrettán ára
stúlkubarn. Jafnframt voru þeir
dæmdir fyrir brot á fíkniefnalög-
gjöfinni.
Fyrra kynferðisbrotið átti sér
stað á heimili annars mannsins,
en þangað fór stúlkan sjálfviljug
með honum og þau höfðu sam-
ræði. Lögreglan var að rannsaka
meint fíkniefnabrot mannsins og
hleraði því síma hans. Þar skipt-
ust hann og félagi hans á upplýs-
ingum um að báðir hefðu haft
samræði við stúlkuna með nokk-
urra daga millibili. Einnig ræddu
þeir umsvif með fíkniefni.
Fyrri maðurinn bar að hann
hefði ekki vitað að hún væri
aðeins þrettán ára. Hann var
dæmdur í fjögurra mánaða fang-
elsi, skilorðsbundið. Hinn maður-
inn var dæmdur í átján mánaða
fangelsi og til að greiða stúlkunni
300 þúsund krónur í miskabætur,
auk málsvarnarlauna. Sá síðar-
nefndi á umtalsverðan brotaferi
að baki, auk þess sem hann var á
síðasta ári dæmdur í tólf mánaða
skilorðsbundið fangelsi. Það skil-
orð braut hann nú og var sá
dómur tekinn upp og refsing
mannsins ákveðin í einu lagi.
„Að dæma saklaust fólk
til dauða er tilraun til að
hylma yfir með hinum raun-
verulega sökudólgum og orsök
alnæmismitsins í Bengazi“
SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/U
T
I
35
20
0
12
/0
6
McMurdo
dúnúlpa frá
The North Face
Jólatilboð
34.990 kr.
til í svörtu, grænu og brúnu