Fréttablaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 96

Fréttablaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 96
Fjöldi fólks var viðstaddur opnun á sýningunni Frelsun litarins í Listasafni Íslands síðastliðinn föstudag. Sýningin kemur frá Musée des Beux-Ars í Bordeaux í Frakklandi og ber nafnið Regard Fauve á frönsku, en hún er hingað komin vegna menningarhátíðarinnar Pourquoi pas? – Franskt vor á Íslandi, sem frönsk og íslensk stjórnvöld standa að. Verk eftir málara á borð við Renoir, Matisse, Vallotton og Bonn- ard prýða nú veggi listasafnsins og því ekki nema von að listunnendur hafi flykkst að. Sýningin stendur yfir til 25. febrúar á næsta ári og markar upphaf þessa franska vors. Leit stendur yfir að ungum og ósamningsbundnum tónlistar- manni sem á að syngja með Justin Timberlake á Grammy-verðlauna- hátíðinni sem verður haldin í Los Angeles 11. febrúar. Þeir sem vilja syngja með goð- inu eiga að skila inn sextíu sek- úndna myndskeiði af söng sínum við eitt af þeim níu lögum sem Timberlake hefur valið. Tilkynnt verður um hvaða þrír komast í úrslit á næsta ári og verða þeir viðstaddir Grammy- verðlaunahátíðina. Á meðan á henni stendur verður sigurvegar- inn kallaður fram og mun hann troða upp með Timberlake. Hver syngur með Justin? Fréttamenn Stöðvar tvö skiptu skrifstofunni út fyrir glæsileg húsakynni Hótel Borgar í byrjun vikunnar, þar sem tökur á frétta- annál stöðvarinnar stóðu yfir. „Við erum að taka upp kynningarnar í fréttaannálnum. Það gengur ljóm- andi vel, hægt en örugglega,“ sagði Sigmundur Ernir Rúnarsson fréttastjóri þegar Fréttablaðið grennslaðist fyrir um framvindu mála. Fréttamennirnir klæddust þó aðeins öðruvísi fötum en venju- lega og skörtuðu herbúningum. „Við klæðum okkur upp í anda stærstu fréttar ársins, sem að okkar mati var þegar herinn fór,“ sagði Sigmundur. „Þar fyrir utan er þetta náttúrlega gamall draum- ur hvers karlmanns; að komast í almennilegt átfitt,“ bætti hann við. Hann sagði samstarfskonur sínar þó ekki síður ánægðar með búningana. „Ég held að þær séu alveg að finna sig,“ sagði Sig- mundur Ernir. Stemningin sem fylgir klæðnaðinum virðist hafa smitað út frá sér, því Sigmundur sagði heraga ríkja við tökurnar. „Baldur Hrafnkell Jónsson, einn kunnasti og besti kvikmyndatöku- maður okkar, pískar okkur áfram,“ sagði hann. Heragi við tökur á fréttaannál Slúðurblöðin fylgjast með hverju skrefi Britneyjar Spears enda hefur poppprinsessan verið æði dugleg við að koma sér á forsíður blaðanna með undarlegri hegðun sinni að undanförnu. Móðir söng- konunnar er sögð hafa beðið hana oft og mörgum sinnum um að koma heim til Louisiana og ná áttum á ný eftir skilnað sinn við Kevin Federline. Bestu vinir henn- ar eru áhyggjufullir vegna náinna tengsla hennar við Paris Hilton og Lindsay Lohan sem báðar eru þekktar fyrir allt annað en sið- samlega hegðun og telja að partí- dýrin tvö hafi slæm áhrif á Spears. Vinir Britneyjar greina nokkur aukakíló á henni og lét einn kunn- ingi hafa eftir sér að þau hlytu að vera ansi fljót að koma miðað við það líferni sem söngkonan stund- aði um þessar mundir. „Hún stóð sig svo vel að ná af sér kílóunum eftir að hafa eignast Jayden í sept- ember,“ sagði náinn vinur Britn- eyjar í samtali við The Sun. „Hún hætti að borða ruslfæði og drekka gos þegar hún skildi við Federline og kroppurinn komst aftur í sitt gamla form,“ hélt vinurinn áfram en bætti síðan við að partílífernið væri hins vegar augljóslega farið að láta á sjá. „Hún fer út að drekka með Paris og á eftir fara þær vin- konurnar á næsta hamborgara- stað. Síðan er bara farið að drekka aftur,“ sagði hinn ónafngreindi vinur við The Sun. Samkvæmt breska götublaðinu er farið að hlakka í Federline því á meðan Spears lætur mynda sig án nærbuxna og henda sér út af strippbúllum styrkist málstaður hans. Dansarinn ætlar að krefjast forræðis yfir sonum þeirra og hyggst láta Spears borga sér dágóða summu en söngkonan er vellauðug þrátt fyrir ungan aldur. „Annaðhvort fær Federline tölu- vert frá Britney eða einhver bóka- útgefandi borgar honum svimandi háar upphæðir fyrir lýsingar hans á sam- búð sinni við Britney,“ sagði einn heimildamaður The Sun. „Hann ætlar ekki að láta þetta happ úr hendi sleppa og hyggst greina frá öllu, lyfjamisnotkun söngkonunnar og kenndum hennar til kvenna. Hvort það verður í réttarsalnum eða í formi bókar verður síðan að koma í ljós “ bætti heimildamaðurinn við. „Federline telur sig eiga auð- velt með að sýna hversu vanhæf móðir Spears er og gæti beitt ýmsum brögðum til að fá sitt fram.“ Þrátt fyrir allt fjaðrafokið í kringum Britney og hegðun hennar virðist það ekki hafa áhrif á tónlistarframleiðendur sem bíða í röðum eftir að fá að vinna með henni. The Sun telur því líklegt að ef Britney slakar á skemmtanalífinu og tekur sig saman í and- litinu muni hún fljótt komast aftur í fremstu röð. HEIMSFRUMSÝND 15. DESEMBER Vinningar eru miðar fyrir tvo, Eragon bókin, Eldest bókin, Eragon tölvuleikurinn, DVD myndir tölvuleikir og margt fleira! Vi nn in ga r v er ða a fh en di r h já B T S m ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S k lú bb . 9 9 kr /s ke yt ið .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.