Fréttablaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 112
Okkur langar öll að vera svo góð við einhvern á jólunum.
Þegar við húsmæðurnar horfum
yfir heimilin fagurlega skreytt,
sextán sortir í boxum, frystikistan
troðfull af dýrlegasta hráefni í
veislumat þá langar okkur svo til
að fleiri en fjölskyldan fái að njóta
herlegheitanna. En það er bara
svo mikill vandi að vera jólagóð-
ur.
á vin, sem heiti Guðmundur,
hann býr einn með tvo ketti og er
svo upplagt skotmark fyrir jóla-
góðleik. En þegar ég hringi og býð
honum í mat á aðfangadagskvöld,
þá svarar hann með ljúfu nei-i, en
hins vegar langi hann að bjóða
mér í heimsókn til sín um jólin,
hann sé búinn að taka til í hreys-
inu, fara í Hagkaup og kaupa jóla-
smákökur.
að vera búin að forsmá
þetta jólaheimboð hans í fjögur ár,
ákvað ég að bregða mér til hans á
jóladag. Og hvílíkur jóladagur!
Kókómalt í bollum, jólakaka úr
Björnsbakaríi, Frónkex með osti
og toppurinn á öllu saman var að
ég fékk að velja mér jólapakka úr
stakkstæði af pökkum sem komið
var fyrir í einu horninu í stofunni
hans.
sagðist alltaf
kaupa jólagjafir og eiga ef ein-
hverjum dytti í hug að heimsækja
hann yfir hátíðarnar. Eftir mikil
heilabrot valdi ég mér harðan
pakka úr stæðinu.
kókómaltinu fórum við að
tala um daginn og veginn. Guð-
mundur sagðist skammast sín í
hrúgu yfir framkomu Íslendinga
við flóttamenn. Tók hann dæmi
um atburð sem hafði átt sér stað
tveim árum áður að vori til.
hafði komið til Seyðis-
fjarðar og einhver duglegur
starfsmaður þar á bryggjunni
sagði frá því í sjónvarpsfréttum,
að hann hefði fyrir fádæma skarp-
leik og góða athyglisgáfu séð glitta
í skallann á einhverjum aumingj-
anum sem hefði verið að reyna að
lauma sér inn í landið og þegar að
var gáð reyndust þetta þrír ræflar
frá óviðurkenndu landi. Var brugð-
ið við skjótt þar á bryggjunni og
mönnunum skipað að koma sér
aftur í Smyril og síðan stímdi skip-
ið út fjörðinn, en örvænting þess-
ara flóttamanna sem ekki voru í
náð á „köldu landi ísa“ var slík að
einn þeirra henti sér fyrir borð og
reyndi að synda í land, en var fljót-
lega slæddur upp úr sjónum af
röskum manni úr áhöfn Smyrils.
Jólagæska
FRÁBÆR TILBOÐ!
SÉRBLAÐ FYLGIR