Fréttablaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 72
MARKAÐURINN 20. DESEMBER 2006 MIÐVIKUDAGUR18 F Y R S T O G S Í Ð A S T „Ég var búinn að vera lengi hjá Hagfræði- stofnun og því tilbúinn að takast á við önnur verkefni. Ég hef undanfarið fengið tilboð sem ég hef neitað en hugmyndin um þennan nýja fjárfestingarbanka var hins vegar svo spennandi að ég gat ekki annað en slegið til. Ekki síst finnst mér áhugavert að vinna með Karli Wernerssyni, manni sem hefur rifið sig upp í það að vera með efnaðari mönnum landsins. Það bendir til þess að hann hafi eitthvað sem varið er í að vinna með,“ segir Tryggvi Þór Herbertsson, fyrrverandi for- stöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, sem nýverið tók við stöðu forstjóra fjárfestingarbankans Aska Capital. ÞRJÚ FÉLÖG RENNA SAMAN Í EITT Karl Wernersson er aðaleigandi Milestone sem er kjölfestufjárfestir í Askar Capital. Bankinn verður til með því móti að fjármála- ráðgjafarfélagið Ráðgjöf og efnahagsspár og fjárfestingarfélagið Aquila Venture Partners (AVP) munu renna inn í Sjóvá fjármögnun um áramótin. Sjóvá fjármögnun hefur þegar bankaleyfi en við samrunann verður nafni þess breytt í Aska Capital. Þá verður bæði sótt um leyfi til Fjármálaeftirlitsins fyrir samrunanum og aukin leyfi til frekari banka- starfsemi. Þangað til mun bankinn starfa innan þeirra marka sem Fjármálaeftirlitið setur honum. „Við áætlum að þessi leyfi fáist á fyrri hluta næsta árs og upp frá því geti bankinn starfað eftir þeirri stefnu sem lagt er upp með,“ segir Tryggvi. Sameinuð hafa félögin þrjú ellefu milljarða króna eigið fé. Stjórnendur félagsins stefna að því að vera komnir með eignir fyrir 200 milljarða í stýringu fyrir lok fyrsta starfsárs. Nú þegar er AVP með fasteignir í eignastjórnun fyrir í kringum sjötíu milljarða. SKRIFSTOFUR Í FIMM LÖNDUM Fyrstu mánuðina mun starfsemi Aska Capital fyrst og fremst fara fram á Íslandi, auk þeirra alþjóðlegu fjárfestingarverkefna sem Aquila Venture Partners hefur þegar á sinni könnu. Strax í janúar verður skrifstofa þó opnuð í Lúxemborg en eftir að öll tilskilin leyfi hafa fengist munu London, Búkarest og Hong Kong fylgja í kjölfarið. Bankinn mun starfa á vettvangi fyrir- tækja og stórviðskipta en ekki sinna ein- staklingsviðskiptum. „Við munum þróa og selja fjármálavörur, til dæmis afleiður og fjármálagjörninga, sem eru byggðar á und- irliggjandi eignum. Þessar vörur verða svo seldar áfram í heildsölu inn í bankakerfið, til stofnanafjárfesta og fagfjárfesta. Þar að auki verðum við með eigin viðskipti þar sem við munum taka stöður í fasteignum, hluta- bréfum og öðru.“ Tryggvi segir stefnuna ljóst og leynt tekna út fyrir landsteinana en tekur fram að einnig séu næg tækifæri hér á landi. „Við ætlum að nýta okkur þær markaðssyllur sem eru til staðar, bæði hér heima og erlend- is.“ Hann telur frekar verða talið bankanum til tekna að vera frá Íslandi, þótt í einhverj- um tilfellum kunni sá ólgusjór sem verið hefur kringum íslenskt fjármálalíf að vinna á móti honum. „Ég held að þetta muni ekki verða okkur þrándur í götu. Ef samningar eru góðir skiptir þjóðerni ekki máli. Menn hafa ekki efni á að mismuna í viðskiptum,“ segir Tryggvi. SKORTUR Á GÓÐUM MANNSKAP Á ÍSLANDI Háskóli Íslands hefur fengið að finna fyrir því að undanförnu að sótt er í þann mann- auð sem er innan veggja skólans. Auk Tryggva hafa til að mynda þau Ágúst Einarsson og Svafa Grönfeldt, sem hafa kennt við góðan orðstír í viðskipta- og hagfræðideild svo árum skiptir, horfið frá og tekið við rekt- orsstöðum, hjá Viðskiptaháskólanum á Bifröst og Háskólanum í Reykjavík. „Það vantar orðið svo mikið af góðu fólki í störf á Íslandi að það er alls staðar leitað. Það er fullt af hæfi- leikafólki innan háskólanna en menn hafa kannski veigrað sér við því að sækja fólk þangað hingað til. Eina fyrirstaðan fyrir góðum hugmyndum í dag er góður mannskapur. Peningar, hugmyndir og tækifæri er ekkert mál að ná í. Það er annað mál með mannskapinn.“ Þessu vandamáli verður sjálfsagt ekki fyrir að fara hjá stjórnendum Aska, þar sem nýi bankinn hefur vakið forvitni og sjálfsagt margir sem hafa áhuga á að vinna þar. Um þessar mundir stendur einmitt yfir vinna við ráðningar og er áætlað að um áramótin verði um 40 til 45 manns starfandi hjá félaginu. Um 30 þeirra koma úr fyrirtækjunum þremur sem þegar eru starfrækt og aðrir tíu til fimmtán sem bætast í hópinn. Finna markaðssyllur hér heima og heiman Tryggvi Þór Herbertsson, sem gegnt hefur starfi forstöðumanns Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands undanfarin fimmtán ár, hefur söðlað um og tekið að sér að stýra hinum nýstofnaða fjárfest- ingarbanka Askar Capital. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir spjallaði við Tryggva um breytta tíma og framtíðaráform nýja bankans. „Það vantar orðið svo mikið af góðu fólki í störf á Íslandi að það er alls staðar leitað. Það er fullt af hæfileikafólki innan háskólanna en menn hafa kannski veigrað sér við því að sækja fólk þangað hingað til. Eina fyr- irstaðan fyrir góðum hugmyndum í dag er góður mannskapur. Peningar, hugmyndir og tækifæri er ekk- ert mál að ná í. Það er annað mál með mannskapinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.