Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.12.2006, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 21.12.2006, Qupperneq 4
Félag í eigu Jóns Sveinssonar, Lagamál ehf., er eigandi fimmtu og sjöttu hæðar húsnæðis að Tryggvagötu 11. Meðal þeirra fyrirtækja sem eru skráð þar til húsa er Eignarhalds- félagið AV. ehf. (EAV), en það er sama félag og keypti hlut íslenska ríkisins í Íslenskum aðalverktök- um (ÍAV) þegar Jón var stjórnar- formaður ÍAV og sat auk þess í einkavæðingarnefnd. Lagamál ehf. gerðu húsaleigu- samning um efri hæðina árið 2001 og skrifaði Jón Sveinsson undir hann fyrir hönd síns félags. Meðal votta á samningnum er Stefán Friðfinnsson, þáverandi forstjóri ÍAV og einn af forsvarsmönnum EAV ehf. Síðar var gerður viðbót- arleigusamningur á fimmtu hæð sama húss. Í leigusamningnum er kaup- réttarákvæði sem tryggir félagi Jóns kauprétt á hæðunum tveim- ur. Þar stendur að „Við beitingu kaupréttar skal kaupverð ákveð- ast með þeim hætti að í desember- mánuði 2002 skal það nema eitt- hundrað og þrjátíufaldri mánaðarleigu án virðisaukaskatts eins og hún verður þá samkvæmt leigusamningnum. Kaupverð lækkar síðan í beinu hlutfalli þar til að í desember 2007 verði það eitthundraðföld leiga skv. leigu- samningi og lækkar ekki frekar út leigutímann.“ Leigutekjurnar greiddu því niður kaupverðið. Ekki koma fram í samningnum skýringar á lækkun kaupverðs- ins. Lagamál ehf. nýtti sér þetta ákvæði 30. júní síðastliðinn og eignaðist með því hæðirnar tvær. Þær voru áður í eigu fasteignarfé- lagsins Landsafls, sem var áður í meirihlutaeigu ÍAV. Á þeim tíma sem samningurinn var gerður var Jón Sveinsson stjórnarformaður bæði Landsafls og ÍAV. Meðal þeirra sem leigðu hæð- irnar af Jóni var lögmannsstofan Landslög þar sem hann er meðeig- andi. Landslög flutti úr húsnæðinu fyrr í þessum mánuði. Garðar Garðarsson, einn eigenda stofunn- ar, vildi ekki tjá sig efnislega um málið þegar Fréttablaðið ræddi við hann né ræða ástæður flutn- inganna. Samkvæmt heimildum blaðsins mun Jón Sveinsson þó ekki lengur vera virkur meðeig- andi í stofunni. Úlfar Örn Friðriksson, fram- kvæmdarstjóri Landsafls, segir ekkert vera óeðlilegt við svona samninga milli stjórnarmanna sem sitji í umboði ríkisins og fyrir- tækja sem hann stjórni. „Það er ekki mitt að segja um það hvers fulltrúi hver er í stjórn fyrirtækja. Stjórn eins og hjá mínu fyrirtæki fylgir þeim leikreglum að þegar viðskipti við hluthafana eða önnur félög sem stjórnarmenn tengjast þá er þess gætt að viðkomandi aðilar fjalli ekki um þau mál.“ Tryggði sér kauprétt á fasteignum Landsafls Jón Sveinsson keypti tvær hæðir á Tryggvagötu 11 af Landsafli sem var í eigu Íslenskra aðalverktaka. Jón var stjórnarformaður beggja fyrirtækjanna þegar gengið var frá kaupréttarsamningnum og sat í einkavæðingarnefnd. Norður-Kórea heldur fast við þá kröfu sína að Bandaríkin verði að aflétta fjármálalegri ein- angrun af Norður-Kóreu áður en kjarnorkuáform verði aflögð. Norður-Kóreumenn samþykktu að taka þátt á ný, eftir þrettán mán- aða hlé, í viðræðum sex ríkja um kjarnorkuvopnaáform þeirra að fengnu vilyrði um að rætt verði um einangrunarherferð, sem Banda- ríkin hafa verið með á hendur Norður-Kóreu innan alþjóðlega bankakerfisins. Bandaríkin halda því fram að Norður-Kórea stundi ýmiss konar ólöglega starfsemi, þar á meðal fölsun á bandarískum 100 dollara seðlum, peningaþvætti og sölu ger- eyðingarvopna. Norður-Kórea segist tilbúin að stöðva starfsemi mikilvægasta kjarnaofns síns og leyfa alþjóðleg- um eftirlitsmönnum að koma til landsins ef „rétt skilyrði“ eru fyrir hendi, en af hálfu Norður-Kóreu er aðaláherslan á fjármálaþáttinn í viðræðunum. Auk Norður-Kóreu taka fulltrú- ar frá Bandaríkjunum, Rússlandi, Kína, Japan og Suður-Kóreu þátt í viðræðunum, sem fara fram í Kína. „Á þessari stundu vil ég hvorki segjast vera bjartsýnn né svart- sýnn,“ sagði Christopher Hill, sem er fulltrúi Bandaríkjanna í viðræð- unum. Alls óvíst hvort árangur næst Fertugur síbrotamaður var dæmdur í sex mánaða fang- elsi í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudaginn fyrir að stela átta lambalærum, einum lambahrygg, kótilettum, frosnum ýsuflökum og fæðubótarefnum. Andvirði hlutanna sem maðurinn stal er tæplega 54 þúsund krónur. Um var að ræða þrjá aðskilda þjófnaði sem maðurinn framdi í hinum ýmsu kjörbúðum á höfuðborgarsvæð- inu fyrr á árinu. Maðurinn á tæplega 20 ára langan sakaferil að baki og vegna langs sakaferils hans var ekki talið hægt að skilorðsbinda dóminn. Stal átta lambalærum Forsætisráðherra hinnar þjóðernis-íhaldssinnuðu ríkisstjórnar Póllands, Jaroslaw Kaczynski, sagðist á þriðjudag myndu hvetja Póllandsþing til að setja lög sem áréttuðu rétt Pól- verja til jarðnæð- is og fasteigna sem Pólverjar fengu að herfangi frá Þjóðverjum er landamæri Póllands voru færð til vesturs eftir síðari heimsstyrjöld. Tilefni þessa frumkvæð- is forsætisráðherrans er beiðni fámennra samtaka Þjóðverja sem flæmdir voru á brott frá land- svæðum sem gefin voru Póllandi árið 1945, um að Mannréttinda- dómstóll Evrópu úrskurði um rétt- mæti eignaupptökunnar. Beiðn- in nýtur hvorki stuðnings þýskra stjórnvalda né regnhlífarsamtaka brottflæmdra Þjóðverja. Eignarréttur Pól- verja áréttaður Fjöldi gesta kom á fund menntamálanefndar Alþingis í gær þar sem rætt var um frumvarpið um Ríkisútvarpið. Sigurður Kári Kristjánsson, formaður nefndarinnar, segir nefndina hafa hlýtt á sjónarmið er varða takmarkanir á auglýs- ingum, væntanlegan stofnefna- hagsreikning hlutafélagsins og samskipti kvikmyndaframleið- enda við Ríkisútvarpið. Á fundi sem boðaður er milli jóla og nýárs sé svo ætlunin að ræða frekar um réttindamál starfsmanna og samkeppnisáhrif frumvarpsins. Fjöldi gesta á fundi um RÚV Norski vísindamaðurinn Jon Sudbø, sem uppvís varð fyrr á árinu að því að falsa niðurstöð- ur rannsókna sinna, hefur verið sviptur leyfi sínu til að starfa sem læknir og tannlæknir, sem og háskólagráðu sinni í læknavísind- um. Slíkt hefur aldrei gerst áður í sögu Óslóarháskóla. Ætlar Sudbø að sætta sig við sviptinguna þó að í fyrstu hafi hann ætlað að berjast fyrir réttindum sínum, að því er fram kemur í frétt Aftenposten. Sudbø falsaði niðurstöður rannsókna sinna á munnkrabba- meini og birti í læknatímaritinu The Lancet. Að sögn talsmanns heilbrigðisyfirvalda hafa engar sannanir borist um að sjúklingar hafi beðið skaða vegna falsan- anna. Sviptur læknis- leyfi og titli Ríkisstjórnin á Srí Lanka hélt því fram í gær að upp- reisnarsveitir Tamíltígra hafi á þessu ári rænt að minnsta kosti 455 börnum, bæði drengjum og stúlkum, og þjálf- að þau til hern- aðar. Stjórnin sagði töluna þó enn hærri vegna þess að margir foreldr- ar þori ekki að láta vita af ráni barna sinna af ótta við hefndar- aðgerðir. Stjórnin hvatti tígrana til þess að hætta slíku athæfi. Þá skýrði Barnahjálp Samein- uðu þjóðanna frá því að tígrarnir hefðu þjálfað 539 börn yngri en 18 ára fyrstu 11 mánuði ársins. Sakaðir um að ræna börnum Opið: Alla virka daga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00. Sími: 525 8020. NOTAÐIR BÍLAR BÍLL DAGSINS PEUGEOT 307 Nýskr. 09.05 - Sjálfskiptur - Ekinn 20 þús. km. - Allt að 100% lán. Verð 2.170 .000. -
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.