Fréttablaðið - 21.12.2006, Side 24

Fréttablaðið - 21.12.2006, Side 24
nær og fjær Hipp hipp ... Gunnar og stúdentarnir „ORÐRÉTT“ Þarf ekki að vera hér 195,- 2 rúnstykki, 1 egg, skinka, ostur, smjör, sulta og heitur drykkur Þú átt allt gott skilið! mánudaga - laugardaga verslun opnar kl. 10:00 Opnum fyrir morgunverð kl. 9:00 Í flestum menningarsamfélögum er haldið upp á þau tímamót þegar daginn tekur að lengja á ný. Í Kína og Austur-Asíu er haldið upp á dong zhì-hátíðina. Hún er byggð á hugmyndinni um Ying og Yang og er talið að nú fari jákvæða orkan að streyma inn og sú neikvæða út. Fjölskyldur koma saman og borða marglita hrísgrjónabolta er nefnast Tang Yuan. Elsta vetrarhátíðin sem vitað er um er frá Íran og nær alla leið aftur til Zoroaster-trúarbragðanna, en samkvæmt þeim eru vetrarjafndægur talin merkja upphaf vetrar. Ýmsar aðrar merkingar eru tengdar þessum árs- tíma. Gyðingar halda upp á ljósahátíðina Hanukkah, sem á sér stað um miðjan vetur og stendur í átta daga, en hún markar þau tímamót er ljósin voru aftur kveikt í hofinu eftir hernám Selúsída. Kwanzaa-hátíðin var fundinn upp árið 1966 af marxistanum Ron Karenga til að gefa blökkumönn- um í Bandaríkjunum eitthvað til að halda upp á annað en hvít jól. Esperantistar halda svo upp á Zamenhof-daginn, sem er afmælisdagur stofnanda tungumálsins, L.L. Zamenhof. Ásatrúarmenn halda upp á tólf daga vetrarblót sem byrjar við vetrarjafndægur. Talið er að menn hafi á þessum tíma fórnað svíni til Freys í heiðninni. Er svínabógurinn líklega arfleifð frá því að blótið rann saman við miðsvetrarhátíð kristinna manna, jólin, sem tákna fæðingu frelsarans og þar með komu ljóssins. Jólainnkaupin á Laugavegi „Er nú farið að dimma aft- ur,“ segir fólk um land allt á haustin, og alltaf virðist það koma okkur jafn mikið á óvart þó að fátt sé í raun jafn fyrirsjáanlegt. Ef það er svo að mannkynið á ræt- ur sínar að rekja til svæð- isins í kringum miðbaug er kannski eitthvað djúpt í DNA-kóðanum sem segir að það eigi að vera bjart á dag- inn og dimmt á næturnar. Við miðbaug, sem einnig er nefnd- ur Ekvador, eru allir dagar og nætur jafn langar. Maximo Ortega járnbindingamaður og barþjónn á Champagne Club kemur frá land- inu Ekvador, sem einmitt er stað- sett beint á samnefndum baug. „Ég kom fyrst til Íslands fyrir sjö árum síðan um miðjan febrúar. Það var mjög spes, það er enginn snjór í Ekvador eða mjög dimmt á veturna. Ég skoðaði mikið, enda eru allir dagar eins í landi mínu.“ Maximo lærði íslensku í Náms- flokkunum en hafði fengið undir- búning í Ekvador. En var eitthvað sem bjó hann undir veturinn hér? „Ég þekkti marga Íslendinga í Ekvador, til dæmis var íslenskur skiptinemi á heimili mínu. Þeir sögðu mér að það væri snjór og kalt á veturna en voru ekki búnir að minnast á myrkrið.“ Og hvernig voru svo viðbrigð- in? „Ég sakna ekki birtunnar sér- staklega. Íslenski veturinn er ágætur þótt það sé kalt, en sumrin eru ekki nógu hlý til að sumur megi kalla.“ Maximo bíður nú eftir ríkis- borgararétti sínum. Suður-Ameríku- búar þurfa að búa sjö ár á Íslandi til að fá ríkisborgararétt og mun hann hafa verið hér nógu lengi næstkomandi febrúar, en honum hefur nýlega verið sagt að hann þurfi að bíða í sex mánuði eða ár í viðbót eftir svari. Vetrarsólstöður eru í ár klukk- an 00.22 þann 22. desember, eða rétt eftir miðnætti í nótt. Í fyrra voru þær klukkan 18.35 þann 21. desember. Þær marka þann tíma- punkt þegar dagarnir hætta að styttast og fara að lengjast aftur. Í Ekvador eru allir dagar eins
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.