Fréttablaðið - 21.12.2006, Page 34
hagur heimilanna
Jóna Hrönn Bolladóttir sóknar-
prestur hefur fundið hinn fullkomna
jólailm í úðaformi.
Blöskrar verðlagning á víni
Íslendingar hafa étið skötu
á Þorláksmessu um aldir.
En skatan hefur ekki alltaf
þótt herramannsmatur eins
og í dag. Það er ekki fyrr en
á síðustu tuttugu eða þrjá-
tíu árum að veitingastaðir
og fiskbúðir eru byrjaðar að
gera út á að selja Íslending-
um skötu sem góðmeti.
Fisksalar í höfuðborginni bjóða
upp á margar gerðir af skötu fyrir
jólin. Í fiskbúðinni Hafberg í
Gnoðarvogi er boðið upp á vest-
firska tindaskötu og hefðbundna
kæsta skötu. „Munurinn er að
tindaskatan er ósöltuð en vel kæst,
rauð og falleg. Hún er fyrir vana
menn. Svo eigum við hefðbundna
skötu sem er allt frá því að vera
nokkuð dauf upp í vel kæsta skötu
sem er aðeins fyrir skötufíkla.
Menn vilja alltaf hafa skötuna
sterkari og sterkari en það er
spurning hvar á að draga mörkin,“
segir Vilhjálmur Hafberg, eigandi
fiskbúðarinnar Hafberg, og bætir
því við að kílóið af skötunni kosti á
bilinu 890 til 1.180 krónur hjá sér.
Árni Björnsson þjóðháttafræð-
ingur segir að siðurinn að borða
skötu á Þorláksmessu sé kaþólsk-
ur, en dagurinn er kenndur við
heilagan Þorlák og er síðasti dagur
jólaföstu. „Þennan dag átti ekki að
borða kjöt, það þótti við hæfi að
borða lélegan fisk á Íslandi, sumir
suðu jafnvel harðfisk eða morkinn
hákarl, en á Vesturlandi og á Vest-
fjörðum veiddist skata um þetta
leyti ársins og því var hún borðuð
í staðinn,“ segir Árni og bætir því
við að upp úr miðri síðustu öld
hafi mikið fólk af Vesturlandi og
af Vestfjörðum flust búferlum og
það hafi tekið þennan sið með sér
og hann hafi breiðst út um landið.
Fnykurinn af skötunni er og
hefur verið forboði jólanna að
margra mati, segir Árni. Ekki eru
allir jafn hrifnir af lyktinni og
segir Eiríkur Auðunn Auðunsson,
verslunarstjóri í Fiskisögu á
Höfðabakka 1, að ein leið til að
losna við hana sé að væta tusku í
ediki, breiða hana yfir pottinn og
láta suðuna koma upp í gegnum
hann. Eiríkur tekur undir það með
Vilhjálmi að kílóverðið á skötunni
sé í kringum þúsund krónur og
ljóst að fáir ættu að þurfa að
sleppa því að éta skötu á Þorláks-
messu sökum peningaleysis, og
enn síður ef fólk sleppir því að
fara á rándýr jólahlaðborð sem
Árni segir að sé óþjóðlegur siður
þar sem menn hafi frekar átt að
halda í við sig en að belgja sig út á
jólaföstunni.
Fnykurinn af skötunni
er forboði jólannna