Fréttablaðið - 21.12.2006, Page 46

Fréttablaðið - 21.12.2006, Page 46
Brandarar Hugleiks Dagsson- ar hafa sannarlega slegið í gegn en nú eru fáanlegir bolir með áprentuðum Hugleiks- skrýtlum. „Mér finnst Hugleikur svo fynd- inn og það að prenta skrýtlurnar hans á boli er skemmtileg leið til að leyfa fleirum að hlæja að þeim,“ segir Einar Árnason kvikmynda- tökumaður sem nýlega tók sig til og lét framleiða boli með áprent- uðum skrýtlum eftir Hugleik Dagsson. Einar og Hugleikur þekktust ekki áður en Einar réðist í verk- efnið og hann segir það hafa tekið sig svolítinn tíma að sannfæra Hugleik um að hann væri ekki eitthvað skrýtinn. „Ég hringdi í hann og ræddi þessa hugmynd mína. Hugleikur hélt fyrst að ég væri eitthvað ruglaður en svo tókst mér, með hjálp sameigin- legra vina okkar, að sannfæra hann um að svo væri ekki. Svo gekk þetta bara eftir. Við hittumst og völdum þá brandara sem við vildum setja á bolina, hann valdi nokkra og ég sömuleiðis. Núna eru komnar sex myndir á boli en við eigum eftir að gera fleiri seinna.“ Spurður að því hvort þeir hafi sérstaklega valið skrýtlur sem ekki eru bannaðar innan sextán segir Einar að það hafi ekki verið haft í huga „Mér finnst brandar- arnir hans hvorki vera móðgandi, né gera lítið úr neinum. Þetta eru frekar svona ádeilur sem vekja fólk til umhugsunar. Hann stingur á málefnum á borð við kynferðis- lega misnotkun, áfengissýki og fleiri vond fyrirbæri. Og miðað við hvað það eru fáir listamenn sem taka á þessum málum þá finnst mér þetta góð leið til að vekja athygli og fá mann til að hugsa svolítið öðruvísi um það sem er í gangi,“ segir Einar og rifjar um leið upp hvernig þol- mörkin fyrir því sem má hlæja að, breytast með tímanum. „Í dag eru áttatíu ár síðan Charlie Chaplin var handtekinn fyrir að sparka í rassinn á löggu í stuttmynd. Við réttarhöldin sagði hann að fólk hefði mjög gott af því að sjá flæk- ing sparka í löggurass, sem er alveg rétt. Fyrir tólf árum var svo Spaugstofan sektuð fyrir klám og guðlast, en ég efast um að það myndi gerast í dag ef þeir kæmu aftur með sama grín. Jón Gnarr olli miklum usla þegar hann var með barnaníðingsádeilu í gríni … en þróunin verður sú að svona á ekki eftir að móðga neinn eftir nokkur ár,“ segir þessi framtaks- sami kvikmyndatökumaður. Bolurinn kostar um 2.000 krón- ur en þá má kaupa í versluninni Nexus á Hverfisgötu 103 og 12 tónum á Skólavörðustíg 15 og í gegnum tölvupóst á hugleiksbol- ir@gmail.com. Þetta móðgar engan 20% afsláttur í verslunum Hagkaupa Margar gerðir af búningasilfri. Þetta er ódýrasta mynstrið. Allt sem þarf á upphlutinn, settið frá 90.530, kr. Allar upplýsingar um hefð og gerðir búninga eru veittar á staðnum. Gullkistan - Frakkastíg 10 - Sími: 551-3160. Sérverslun með kvensilfur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.