Fréttablaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 49
Bóhemforeldrar finna réttu fötin á netinu.
Nú hafa kúl og töff bóhemforeldrar enga afsökun
fyrir því að láta sjá sig með barn á handleggnum
sem ekki þykir flott til fara. Á netinu er að finna
skemmtilega verslun sem sérhæfir sig í sölu
barnafata af þeirri tegund er flokkast sannarlega
undir kúl og töff.
Verslunin er á slóð-
inni http://www.jam-
inga.com og það er
óhætt að fullyrða
að þar ættu allir
bóhemar að
geta fundið
eitthvað fal-
legt á litlu,
sætu bóhem-
börnin. Marg-
litar legghlífar,
strigaskór með
hauskúpumynstri, litríkir kjólar með gamal-
dags húðflúrsmunstri, skreytingar á veggi
barnaherbergisins sem minna á hönn-
un frá fyrri hluta síðustu aldar, með-
göngufatnaður, samfellur, teppi og
margt fleira. Verðið er frekar hag-
stætt, en sem dæmi má nefna að
strigaskór kosta 23 dollara, en það
eru tæpar 1.600
krónur fyrir utan
sendingarkostn-
aðar.
Húðflúrsmynstraðir kjólar og legghlífar
Nú er hægt að fá botox í
fegrunarstofum í verslunar-
miðstöðvum í Bandaríkjun-
um.
Bandaríkjamenn eru fremstir
meðal jafningja er kemur að
notkun á botoxi. Nú er svo
komið að í sumum fínni versl-
unarmiðstöðvum er hægt að
koma við á fegrunarstofum og
fá botox-meðferð.
Margir eru uggandi yfir
þessari þróun enda botox ekki
skaðlaust efni.
Hvað sem því líður eykst
notkun þess stöðugt um leið og
auðveldara verður að nálgast
það.
Botox í
kringlunni
Kögur á ekki lengur heima
bara á lömpum og sófasettum
heldur hefur kögrið hafið inn-
reið sína í vortískuna.
Sumir vilja kenna danskeppnun-
um Dancing with the stars og So
you think you can dance? um þessa
kögurtísku en kögur passar auð-
vitað frábærlega á þyrlandi dans-
kjóla.
Á tískusýningu hjá Victor og
Rolf svifu atvinnudansarar um á
milli fyrirsætanna á sýningarpall-
inum til að gefa glæsilegt og fágað
yfirbragð. Kögrið þykir tælandi,
þokkafullt og kvenlegt og leiðir
hugann að glæstri fortíð. Sumir
hönnuðir ganga lengra og hafa
heilu flíkurnar úr kögri eins og
Donna Karan. Tískumeðvitaðir
geta nú farið að leita að kögri til að
festa neðan á fötin sín og hver veit
nema gamlir lampaskermar og
sófasett gangi í endurnýjun líf-
daga að hluta.
Kögrið kemur