Fréttablaðið - 21.12.2006, Side 51

Fréttablaðið - 21.12.2006, Side 51
Piala Seri Endon batík-tísku- verðlaunaathöfnin var haldin í Kúala Lúmpúr á dögunum. Mörg falleg sköpunarverk litu dagsins ljós í þessari hönnunar- keppni sem snerist um hina þjóð- legu batíkhefð. Orðið batík er upp- runnið úr tungumáli frá Indónesíu og Malasíu. Það vísar til aðferðar sem notuð er til að lita efni. Batík er mikið notað í Indlandi, Srí Lanka, Íran og Taílandi en er þó vinsælast í Indónesíu og Malasíu. Þess má geta að Jövubúar eru hvað frægastar fyrir batíklist sína. Aðferðin við batíklitun er eftir- farandi: Bráðið vax er sett á efni áður en því er dýpt í lit. Á þeim stöðum þar sem efnið er gegn- drepa af vaxinu verður enginn litur eftir. Stundum eru notaðir nokkrir litir þar sem notuð eru mörg stig af litun, þurrkun og vaxi. Nokkrar aðferðir eru til við að bera vaxið á efnið. Oftast er það gert með verkfæri sem kallast tjanting-nál, en einnig er það borið á með bursta eða þá með nokkurs konar stimpli sem skorinn hefur verið út. Eftir að efnið hefur verið litað í síðasta sinn er það hengt upp til þerris. Þar á eftir er því dýpt ofan í vökva sem leysir upp vaxið eða það er straujað milli tveggja pappírs- stranga eða dagblaða sem draga í sig vaxið. Þá koma í ljós djúpir og fallegir litirnir sem einkenna batík. Þjóðleg og nútímaleg batík Forsvarsmenn tískuvikunn- ar í Mílanó hafa látið undan þrýstingi og bannað of grannar fyrirsætur. Óhugnanlega horaðar fyrirsætur hafa lengi verið þyrnir í augum þeirra er berjast gegn átröskun- um. Engum dylst að tískuiðnaður- inn er fullur af slæmum fyrir- myndum í þessum efnum, en á síðustu misserum hefur náðst góður árangur í að fá forsvars- menn í tískubransanum til að við- urkenna þennan vanda og taka á honum. Athygli vakti er of léttar fyrir- sætur og fyrirsætur undir 16 ára aldri voru bannaðar á sýningar- pöllum tískuvikunnar í Madrid í september. Í kjölfar dauða ungrar brasilískrar fyrirsætu, en hún lést úr lystarstoli, tilkynntu talsmenn tískuvikunnar í Sao Paulo að þeir myndu fara sömu leið og Spán- verjarnir. Stærsti sigurinn kom hins vegar í vikunni er samkomu- lag náðist um þyngdar- og aldurs- reglur á tískuvikunni í Mílanó, sem fara mun fram í febrúar á næsta ári. Samkomulagið bannar fyrir- sætur undir 16 ára aldri og þær fyrirsætur sem ekki ná líkams- þyngdarstuðli upp á 18,5. Þetta þýðir að stúlka sem er 173 sentí- metrar á hæð verður að vera 55,4 kíló vilji hún ganga upp og niður sýningarpallana í Mílanó. Enn fremur kallar samkomulagið á meiri fjölbreytni í stærð fatnaðar sem sýndur er. Bransinn tek- ur sönsum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.