Fréttablaðið - 21.12.2006, Page 67
Grand Prix-stóll Arne Jacobsens hefur
verið endurvakinn og verður fáanlegur
til loka febrúar. Hann fæst í Epal.
Aðdáendur góðrar, klassískrar hönnunar
geta glaðst því Grand Prix-stóll Arne Jacob-
sens er kominn aftur í takmarkaðan tíma.
Stóllinn hefur ekki verið framleiddur í nokk-
ur ár en verður nú á markaði í nokkrar vikur
vegna mikillar eftirspurnar.
Eins og í öðrum stólum Arne Jacobsens
er mjög þægilegt að sitja í Grand Prix og
ekki er hann síður þægilegur fyrir augað.
Fyrst þegar hann kom á markað hét hann
módel 3130. Hann var kynntur á elleftu La
Triennale di Milano sýningunni árið 1957. Þá
vann hann Grand Prix verðlaunin og hélt því
nafni upp frá því.
Á sjötta áratugnum hannaði hinn þekkti
danski arkitekt Arne Jacobsen línu af stól-
um sem síðan hafa öðlast heimsfrægð fyrir
formfegurð og notagildi og orðið sígildir.
Fyrsti stóllinn var Maurinn, hannaður 1952,
þá kom Sjöan 1955 og Eggið í kjölfarið. Svan-
urinn bættist við 1958, sérstaklega hannaður
fyrir SAS Royal hótelið í Kaupmannahöfn en
Arne Jacobsen var arkitekt þess.
Á milli þess sem Sjöan kom fram og SAS
Royal hótelið var opnað, leit Grand Prix-
stóllinn dagsins ljós. Hann var hannaður í
sama anda og Sjöan og Maurinn, hafði ein-
staka lögun og var upphaflega bæði fáanleg-
ur með viðar- og stálfótum, en er aðeins með
stálfótum í dag.
Fritz Hansen fyrirtækið hætti fram-
leiðslu á Grand Prix-stólnum 1995 en vegna
aukinnar eftirspurnar á alþjóðlegum mark-
aði var ákveðið að endurvekja hann og verð-
ur hann fáanlegur til loka febrúar 2007.
Fáanlegur í takmarkaðan tíma
Sótthreinsun }
Seríum má hæglega rúlla á
garðslöngukefli.
Hvað eiga garðslanga og jólasería
sameiginlegt? Ekki ýkja margt að
því er virðist, annað en að seríuna
má vefja utam keflið sem fylgir
garðslöngunni og hún er yfirleitt
vafin utan um þegar hún er ekki
notkun. Með því að vefja seríuna
utan um keflið þegar hún er tekin
niður eftir jólin, minnka líkur á að
maður eyði heillöngum tíma í að
greiða úr flækju um næstu jól.
Auk þess er ólíklegra að pera
brotni í hamaganginum sem kann
að skapast. -rve
Jólaserían á
góðan stað