Fréttablaðið - 21.12.2006, Page 69
Gólfin okkar eru undir miklu álagi og
því er nauðsyn að meðhöndla þau með
virðingu.
Öll gólf þarf að ryksuga reglulega, allt frá einu
sinni á dag og upp í einu sinni í viku. Með því að
þrífa upp daglegt ryk og rusl jafnóðum verður
auðveldara að moppa og bóna. Ef
þú hefur ekki tíma til að ryksuga
dugar líka að rykmoppa Næsta
skref fer svo eftir því hvernig
gólfið er.
Viðargólf og parkett á að bóna
einu sinni til tvisvar á ári og
skúra þess á milli til að viðhalda
gljáanum. Ekki ætti að blautmoppa bónuð tré-
gólf þar sem bónið er ekki vatnsþétt og vökvi
gæti valdið skaða. Ef hellist niður á gólfið
þurrkið það þá strax upp með klút og nuddið
gólfið svo með þurrum mjúkum klút. Gólfdúka
á að bóna innan tveggja sólarhringa frá því að
þeir eru lagðir á gólfið og síðan á hálfs árs
fresti. Hafið bónlagið mjög þunnt og dreifið
með löngum strokum. Opnið gluggana og látið
þorna. Moppið gólfið með rökum eða blautum
klút eftir því hversu óhreinindin eru mikil.
Almennt gildir það að vera góður við gólfin
sín. Þegar hlutir eru færðir úr
stað á alltaf að lyfta þeim upp
en ekki draga neitt eftir gófinu.
Ef um þunga hluti er að ræða
skal setja mottu undir og þá má
draga hlutina til. Setjið filt-
tappa eða aðra hlíf undir stól-
og borðfætur og passið að þar
safnist ekki fyrir sandur eða annað sem getur
rispað gólfið.
Og þá verða gólfin þín þér til mikillar gleði
um ókomin ár.
Svona gerum við er við skúrum okkar gólf
Litfagrar leirstyttur og bjöll-
ur, skreyttar skíra gulli fást
meðal annars í vefverslun-
inni www.eldbera.is
„Allir munirnir eru gerðir af
listamönnum í Úrugúvæ,“ segir
María Sigmundsdóttir hjá Eld-
beru sem flytur stytturnar inn.
Þær eru úr keramiki, hand-
skornar og handmálaðar og að
sögn Maríu er mikil kúnst á bak
við litagerðina sjálfa. Síðan er
18 karata gylling í skreytingun-
um. María segir tvo bræður,
spánska að uppruna hafa stofn-
að fyrirtækið Rinconada í
Úrugúvæ árið 1972. Það stend-
ur á bak við stytturnar sem eru
mjög fjölbreyttar að gerð og
stærð og kosta hér á landi frá
2.900 krónum. Sum stærstu
dýrin eru gerð í takmörkuðu
upplagi.
Sölustaðir eru Tékk kristall,
Rammagerðin í Leifsstöð og
Valrós á Akureyri og svo vefur-
inn www.eldbera.is
Gullslegnir
skrautgripir