Fréttablaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 94
Í sögunni um Eyju gullormsins segir af fjórum krökkum á ólíkum aldri sem ferðast út í dularfullan hólma þar sem ævintýralegir hlutir eiga sér stað. Sagan er sú fyrsta í þríleik Sigrúnar sem áður hefur gefið út sambærilegt tríó, Týndu augun, Frosnu tærnar og Steinhjartað. Þessi bók ber þess nokkur merki að vera fyrsta bókin því talsverður tími fer í að kynna persónurnar og hið eiginlega ævintýri hefst ekki strax. Þó skal þess getið að upphaf sögunnar gefur spennandi forsmekk að því sem koma skal. Persónurnar eru skemmtilega skrifaðar og teiknaðar, þær eru dregnar skýrum dráttum í bók- staflegum skilningi. Eldri krakk- arnir Gunna og Ýmir eru bekkjar- félagar en þekkjast lítið við upphaf sögunnar þó að Ýmir vildi feginn breyta því. Það er grallar- anum systur hans, Sunnu Maríu, að þakka að þau kynnast en Gunna er að passa ungabarnið Tuma. Ýmir er varkár en hugrakkur strákur, drátthagur mjög og skýr, Gunna er mjög ábyrgðarfull og kjarkmikil líka enda reynir á dirfsku þeirra allra undir sögu- lokin. Á eyjunni dularfullu er óráðinn tími og ekki er gefið mikið rúm til þess að útskýra aðstæður eða sögu hennar í þessari bók. Allar upplýsingar eru fengnar gegnum rannsókn krakkanna eða frá pilt- inum Pétri sem þau kynnast í eyj- unni. Vísanir til kunnuglegra ævintýraminna á borð við gull- gerð og græðgi, giftingu jómfrúa, álög og galdra eru notaðar en það hefði mátt skýra betur bakland þessa ævintýraheims. Illmennið sjálft, Gullormurinn, er síðan hálf hjákátlegur þegar lesendur kom- ast loks í kynni við hann. Útlit bókarinnar er til fyrir- myndar, þetta er litrík og falleg bók í þægilegu broti með fjöl- mörgum myndum – sem Ými er eignaður heiður að en teikningar hans eru undir áhrifum frá jap- önskum manga-myndum. Mynd- irnar brjóta upp textann og auka við hann um leið og er ég viss um að ungir lesendur taka þeim líka fagnandi. Ný ævintýraeyja Hvít þrælasala var fyrirbæri sem lifði góðu lífi í tímaritum, blöðum og skáldsögum um aldamótin 1900. Hugmyndin gekk út á að í Evrópu væri höndlað með umkomulausar stúlkur af lægri stigum, rétt eins og tíðkast nú með konur frá aust- urhluta Evrópu og Asíu. Nú vinnur Kvennasafnið í Árós- um að sýningu um þetta fyrirbæri sem verður opnuð í mars á næsta ári. Þar verða leidd fram líkindi með hvítri þrælasölu fyrri tíma og mansalsins sem viðgengst nú á dögum. Forsaga málsins er sú hryggi- lega staðreynd að í lok nítjándu aldar lét fjöldi ungra kvenna lokka sig til starfa í Ameríku. Þeim var sagt að þeirra biðu þjónustustörf á góðum heimilum, en Mette Ipsen, safnstjóri Kvennasafnsins, segir margar þeirra hafa lent á vændis- húsum vestra. Ibsen segir réttar- gögn sýna að danskar stúlkur flúðu úr þjónustu hótels í New York sem hélt þeim til vændis. Þær voru ráðnar af ráðningafyrir- tæki í Höfn. Málið varð til þess að lög voru hert í Danmörku um eft- irlit með ráðningastofum. Kvennasafnið leitar nú frekari heimilda um hvítt mansal til að styrkja sýninguna og samsvörun tveggja tímabila í sögu kvenna á Vesturlöndum sem seldar eru karlmönnum til þjónustu. Hvít þrælasala Steinar Bragi hefur haslað sér völl sem einn áhugaverðasti rithöfund- ur og ljóðskáld sinnar kynslóðar; skrifar margræðan og krefjandi texta þar sem voði og ímugust á samtímanum vofa gjarnan yfir. Einn þeirra sem minna á hversu fánýtar vísbendingar stjörnugjaf- ir geta verið. Í Hinu stórfenglega leyndar- máli Heimsins tekur Steinar Bragi hið klassíska glæpasagnaform í sína þjónustu. Hér segir frá spæj- aranum Steini Steinarr og Muggi Maístjörnu, hans hægri hönd og sögumanni. Steinn hefur leyst ófáar ráðgátur með aðeins hyggju- vitið og stækkunargler að vopni, hefur enda óbeit á tölvum og ann- arri nútímatækni, og er víðfrægur um allan heim. Kvöld eitt ber dul- arfullan gest að garði og sannfær- ir þá um að koma um borð í Heim- inn, skemmtiskip sem siglir um heimshöfin sjó og gestirnir um borð hafa flestir hverjir fasta búsetu. Hví hann sækist eftir lið- sinni tvímenninganna er á reiki en áður en langt um líður finnst kona myrt og önnur sár og Steinn og Muggur taka til óspilltra mál- anna. Steinar kynnir til sög- unnar dágott persónu- gallerí og það er gam- aldags stemning um borð þótt sagan ger- ist í náinni framtíð. Skipið var sjósett eftir 11. septemb- er. Flestir gest- anna um borð hafa flúið heim ótt- ans yfir í hinn fljótandi heim vellystinga, náskip þar sem andi „the roaring twen- ties“ svífur yfir vötnum og menn heita nöfnum á borð við Boudoir Greene. Margir gestanna burðast hins vegar með óhreint mjöl í pokahorninu og komast ekki svo auðveldlega undan fortíðinni – „draumurinn um að skilja allt að baki“ hefur snúist upp í úrkynjaða andhverfu sína. Steinar Bragi hefur sérstakan stíl og auðþekkjanlegan og heims- sýn sem leggur áherslu á það sem er andstyggilegt og rotið. „Þú veist að ég hef megnan viðbjóð á hversdagsleikanum, minn kæri,“ eru fyrstu orð Steins Steinarrs og segja mikið. Steinar Bragi hefur hins vegar sérstakt lag á að raða orðum saman og búa til heillandi ljóðrænu úr hinu sjúklega ástandi (sá sem hefur heyrt rödd Steinars Braga á bágt með að heyra ekki fyrir sér dálítið letilega hrynjand- ina þegar hann les hugrenningar Muggs Maístjörnu). Oft er gripið til myndmálsins, þar sem líkamleg hrörnun er algeng. Textinn er sjálfsagt ekki allra, langur og flæðandi en samt svo agaður og kallar á að vera les- inn aftur. Stundum fær maður þó ekki varist þeirri tilhugsun að hér og þar hefði mátt skera niður. Samtölin eru oft á tíðum listi- lega skrifuð og fyndin þar sem spjátrungshátturinn drýpur af hverju orði. Sem fyrr er Steinar Bragi gal- opinn fyrir túlk- unum; stysta leiðin væri að taka bakhlið kápunnar á orðinu og afgreiða Hið stór- fenglega leyndarmál heimsins sem óð til hinnar gömlu glæpasögu, kalla hana þónokkuð skemmtilega og hressandi og láta kyrrt liggja. Reyfarinn er hins vegar aukaat- riði og lítill drifkraftur í honum sem slíkum. Hið stórfenglega leyndarmál heimsins er öðrum þræði samtímasaga, um heim í upplausn og á flótta undan sjálf- um sér á meðan 20. öldin marar undir. Heimurinn kominn á flot
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.