Fréttablaðið - 21.12.2006, Page 98

Fréttablaðið - 21.12.2006, Page 98
Gæti hugsað sér að leika á móti Penelope Cruz Bandaríski kvikmyndaleik- stjórinn Steven Spielberg fagnaði sextíu ára afmæli sínu á mánudaginn. Spiel- berg er óumdeildur risi á sínu sviði, á að baki nokkrar vinsælustu kvikmyndir sögunnar og er enn á fleygiferð. Spielberg vakti töluverða athygli árið 1971 með Duel, sjónvarps- mynd um bílstjóra sem er hund- eltur af dularfullum og snarbiluð- um vörubílstjóra eftir þjóðvegi í Kaliforníu. Hann var þá 25 ára gamall og stók af öll tvímæli um að hann byggi yfir sérstökum hæfileikum sem nýttust honum bak við kvik- myndatökuvélina en í þessari ein- földu sögu og takmarkaða sögu- sviði náði hann að keyra upp magnaða spennu. Hann var á léttari nótunum árð 1974 í kvikmyndinni The Sugar- land Express með Goldi Hawn í aðalhlutverki og ári síðar gerði hann allt vitlaust með Jaws. Spielberg gjörbreytti í raun lands- laginu í Hollywood með myndinni um mannætuhákarlinn blóðþyrsta en myndin er almennt talin fyrsti „blockbusterinn“ eða sumarsmell- urinn, alvöru stórmynd sem rak- aði saman áður óþekktum upp- hæðum í miðasölunni. Vinsældir myndarinnar færðu Spielberg völd og áhrif og síðan þá hefur hann ekki gert annað en festa sig enn frekar í sessi. Hann beindi í framhaldinu sjónum sínum til himins í Close Encounters, áhrifaríkri mynd um heimsókn vitsmunavera utan úr geimnum til jarðarinnar, árið 1977. Árið 1979 tók hann á rás í hinu léttgeggjaða stríðsgríni 1941 og árið 1981 sigraði hann heiminn á ný með Raiders of the Lost Ark. Þessi fyrsta mynd um ævintýri fornleifafræðingsins Indiana Jones sló hressilega í gegn. Spielberg gerði myndina með félaga sínum George Lucas en samstarf þeirra hefur verið bæði farsælt og gróðavænlegt. Þeir félagar hafa þegar gert þrjár myndir um Jones með Harrison Ford í aðalhlutverki og stefna enn á fjórðu myndina. Sigurganga Spielbergs hélt áfram ári síðar þegar hann bræddi hjörtu heimsbyggðarinnar með E.T. the Extra-Terrestrial. Hugljúfri mynd um nána vináttu ungs drengs og fjörgamallar geimveru sem varð strandaglópur á jörðinni. Önnur Indiana Jones myndin The Temple of Doom kom árið 1984 en eftir það skipti Spielberg um stefnu. Hann var búinn að festa sig í sessi sem konungur afþreyingarmyndanna og sýndi með E.T. og Raiders of the Lost Ark, sem var ekta þrjúbíó af gamla skólanum, að hann gerði myndir sínar með stóru barnshjarta. Þegar hér er komið við sögu vill kappinn fara að sanna sig með alvarlegri myndum, fá viðurkenn- ingu sem fullburða leikstjóri og helst landa Óskarsverðlaunum í leiðinni. Fyrsta tilraun hans í þá átt var The Color Purple árið 1985, ákaf- lega falleg og dramatísk mynd byggð á sögu Alice Walker með Whoopi Goldberg í aðalhlutverki. Spielberg átti þó ekki erindi sem erfiði og Óskarinn lét á sér standa. Hann hjó í sama knérunn með Emp- ire of the Sun tveimur árum síðar en Akademían horfði enn framhjá honum. Þá leitaði hann á gömul mið og gerði Indiana Jones and the Last Crusade og dollararnir mokuðust í kassann en síðan fataðist honum flugið með Always (1989) og Hook (1991) mislukkaðri nútímaútgáfu af ævintýrinu um Pétur Pan. Segja má að annað gullaldarskeið Spielbergs hafi hafist árið 1993 þegar hann sló í gegn með Jurassic Park þar sem tölvuteiknaðar risa- eðlur lifnuðu við í hörkufínni ævintýramynd. Það sama ár sendi hann Schindler´s List frá sér en þar tók hann helför gyðinga föstum tökum í sterkri mynd sem loksins skilaði honum langþráðum Óskarn- um. Árið 1997 gerði hann framhald Jurassic Park, The Lost World, með hangandi hendi og skilaði einnig Amsitad af sér við mátulega hrifn- ingu. Árið 1998 tefldi hann vini sínum, Tom Hanks, fram í innrás Bandaríkjamanna í Frakkland á D- degi í seinni heimsstyrjöldinni. Þar sýndi leikstjórinn margar sínar bestu hliðar og landaði Óskarnum á ný. Á síðustu árum hefur Spielberg hrist fram dýrar stórmyndir með reglulegu millibili. Artificial Intelli- gence, Minority Report, Catch Me If You Can, The Terminal og War of the Worlds hafa allar staðið fyrir sínu og það fer ekkert á milli mála hver er við stjórnvölinn þótt engin þeirra jafnist á við áhrifaríkustu og vinsælustu verk leikstjórans. Í fyrra gerði Spielberg svo enn eina atlögu að Óskarnum með Munich en varð að láta í minni pokann fyrir öðrum spámönnum þótt myndin hafi staðfest það að Spielberg hefur engu gleymt. Framtíð þessa sextuga undra- barns í Hollywood er því björt og hann hefur langt frá því sungið sitt síðasta. HEIMSFRUMSÝND 15. DESEMBER Vinningar eru miðar fyrir tvo, Eragon bókin, Eldest bókin, Eragon tölvuleikurinn, DVD myndir tölvuleikir og margt fleira! Vi nn in ga r v er ða a fh en di r h já B T S m ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S k lú bb . 9 9 kr /s ke yt ið . Söguþráður ævintýramyndarinnar Eragon er glettilega keimlíkur fyrstu Stjörnustríðsmyndinni A New Hope. Í Eragon eignast ungur bóndastrákur dreka, öðlast um leið ofurkrafta og verður eina von þjakaðrar alþýðu um að hún losni undan oki ills konungs. Reyndur uppgjafariddari úr gamalli reglu sem stóð vörð um réttlætið áður en hið illa náði yfirhöndinni tekur drenginn undir sinn verndarvæng og kennir honum að nota nýfenginn mátt sinn. Þar fyrir utan hafði vondi kallinn einu sinni verið í röðum góðu riddaranna áður en hann spilltist og útrýmdi þeim. Kunnuglegt? Bóndastrákurinn Logi Geimgengill kynnist gamla riddaranum Obi- Wan, fær hjá honum geislasverð, lærir að nota Máttinn og verður eina von vetrarbrautarinnar um frelsi undan oki vonda keisarans sem beitir ilmenni fyrir sig sem hafði áður útrýmt öllum góðu riddurunum og réttlætisvörðunum að Obi-Wan undanskildum. Höfundur Eragon verður þó seint sakaður um hreinan og kláran ritstuld þar sem þetta var ekki heldur nýtt þegar George Lucas gerði ævintýrum Geimgengilsins eftirminnileg skil. Báðar byggja myndirn- ar á þrautreyndri ævintýraformúlu sem hefur gert það gott frá örófi alda. Báðar eru þessar myndir ágætar til síns brúks og kalla fram tilfinningaviðbrögð sem við viljum finna. Sögu- þráðurinn er svo rótgróinn í sameiginlegt minni hins vestræna heims, er svo kunnuglegur og notalegur að hann virðist alltaf finna hljómgrunn. Vinsældir mynda sem byggja á ævintýra- formúlunni segja svo allt sem segja þarf um smekk hins almenna kvikmyndahúsagests og í raun er það tilgangslaust og fánýtt að væla yfir skorti á frumleika í Hollywood þegar sú formúla sem reynist jafnan best er miklu eldri en Draumaverksmiðjan og kvikmynda- tökuvélin. Fjöldinn fær það sem hann vill og það fer ekki á milli mála að efst á óskalistanum trónir sama sagan. Aftur og aftur. Sama sagan aftur og aftur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.