Fréttablaðið - 21.12.2006, Síða 99

Fréttablaðið - 21.12.2006, Síða 99
Sjóræningjarnir í Karíbahafinu fóru létt með að kafsigla aðrar kvikmyndir ársins í Bretlandi en framhaldsmynd The Pirates of the Caribbean hlaut mestu aðsóknina þar í landi. Jack Sparrow og félagar hans af Svörtu perlunni geta gengið sáttir frá borði en Pirates of the Caribb- ean: Dead Man‘s Chest þénaði hvorki meira né minna en 52 milljónir punda eða rúma sjö milljarða íslenskra króna. Jerry Bruckheimer, fram- leiðandinn knái, hefur því enn og aftur veðjað á réttan hest því fast- lega má reikna með að aðsóknin á þriðju og síðustu myndina verði engu minni. Töluvert á eftir kemur síðan færasti leyniþjón- ustumaður sögunnar, sjálfur James Bond, en nýjasta búbótin í þess- um sögufræga bálki, Casino Royale, stend- ur Sparrow og félögum nokkuð langt að baki. Kvikmyndin halaði inn 42 milljón- um punda eða fimm milljörðum íslenskra króna en sam- kvæmt fréttavef BBC er myndin enn í sýningum í Bretlandi og gæti því bætt nokkuð við sig þótt hún komi aldrei til með að ógna sjó- ræningjunum í efsta sætinu. Kvikmynda- útgáfan af Da Vinci lyklinum eftir Dan Brown siglir lygnan sjó í þriðja sæti og önnur kvikmynd- in um Ísöldina hirðir fjórða sætið. Síðasta kvikmyndin á topp-fimm listanum er um ólíkindatólið frá Kasakstan, blaðamanninn Borat, en líkt og Bond er kvikmyndin enn í sýningu þótt ólíklegt sé að hún færist eitt- hvað ofar. Jack hefur betur gegn James Stórmynd Clints Eastwood, Flags of Our Fathers, sem fjall- ar um afdrif bandarísku her- mannanna sem reistu þjóðfána sinn á japönsku eyjunni Iwo Jima eftir að hafa hrakið Jap- ani þaðan í seinni heimsstyrj- öldinni, verður frumsýnd á Íslandi á öðrum degi jóla. Í myndinni segir Eastwood söguna um orrustuna frá sjón- arhóli sigurvegaranna en sam- hliða myndinni gerði Eastwood myndina Letters from Iwo Jima sem greinir frá örlögum jap- önsku hermannanna sem máttu lúta í lægra haldi. Letters from Iwo Jima fékk í vikunni stórfínan dóm í New York Times. Gagnrýnandi blaðsins bendir á að flestar, ef ekki allar, amerískar stríðs- myndir séu því marki brenndar að þær gangi út á sigur gegn ofurefli, bræðralag á ögur- stundu og fórnir fyrir göfugan málstað. Eastwood er sagður gera út á þessa formúlu í Letters from Iwo Jima um leið og hann afbyggi hana og þannig takist honum að nálgast efnið frum- lega og sé jafnvel róttækur í nálgun sinni og sýn á bardag- ann á Iwo Jima. Niðurstaða gagnrýnandans er því sú að mynd Eastwoods sé líklega besta japanska mynd ársins en allir aðalleikarar hennar eru japanskir og tala móðurmál sitt í henni. Ken Watanabe (The Last Samurai, Batman Begins) er fremstur í flokki öflugs leikhóps sem þykir sýna mikla breidd í túlk- un sinni á löndum sínum sem áttu aldrei möguleika gegn Bandaríkjamönnum. Eastwood þykir takast að skila aðstæðum og þankagangi hermannanna með miklum sóma með dyggum stuðningi leikaranna sem túlka menn sem, ólíkt því sem gengur og gerist í stríðsmyndum, munu ekki hafa sigur í vonlausri stöðu heldur þurfa þvert á móti að horfast í augu við óumflýj- anlegan ósigur. Bréf frá Iwo Jima
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.