Fréttablaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 100

Fréttablaðið - 21.12.2006, Blaðsíða 100
Leikurinn Reservoir Dogs er kominn út á Xbox og pc, en hann er algjörlega byggður á kvikmyndinni. Það hefur lengi verið siður að gera tölvuleiki eftir kvikmyndum og kvikmyndir eftir tölvuleikjum. Leikurinn kemur yfirleitt út á sama tíma og myndin og er mikið notað- ur í auglýsingatilgangi. Hins vegar hefur það gerst af og til að leikir eru gerðir eftir frægum kvikmynd- um, mörgum árum eftir útgáfu þeirra og bera þar hæst leikir á borð við Scarface og Godfather. Nú er kominn út leikurinn Reservoir Dogs, sem byggist algjörlega á samnefndri kvikmynd Quentins Tarantinos, sem var jafnframt hans fyrsta kvikmynd og kom út árið 1992. Myndin fjallar um hóp manna sem taka þátt í vel skipulögðu skartgriparáni. Eitthvað fer þó úrskeiðis, einhver kjaftaði í lögg- una og eru jafnvel sumir að þjóna eigin tilgangi en ekki hópsins. Leik- urinn fylgir myndinni ítarlega og þurfa leikmenn bæði að fremja ránið og koma svo ræningjunum í skálkaskjól sitt. Leikmenn þurfa að komast að því hvernig Mr. White tókst að flýja, hvar Mr. Pink faldi demantana og leysa vandann með góðmennið Eddie, en þessar per- sónur ættu að vera kunnugar þeim sem myndina hafa séð. Framleið- endur leiksins gættu sín á að halda Tarantino- áhrifunum á sínum stað og endurspeglast það í skemmtileg- um samtölum, miklu ofbeldi og hár- beittum húmor. Engin ein aðal- persóna er til grundvallar, heldur þurfa menn að stýra hverjum og einum bófa og ekki endilega í sömu tímaröð og kvikmyndin gerðist. Hvort sem leikmenn eru fótgang- andi í bíl eða á öðru farartæki er sagt að spennan í leiknum gefi aldrei eftir. Sama tónlist er notuð í leiknum og í myndinni og ættu margir að brosa breitt þegar lagið „Stuck in the middle with you“ fær að hljóma, en það var notað á eftirminnilegan hátt fyrir næstum fimmtán árum síðan í þekktu atriði myndarinnar. Svo auðvitað er gamla kempan Michael Madsen sem ljáir rödd sína persónu í leikn- um, en hann spilaði stóra rullu í kvikmyndinni. Leikurinn spilast á PC og á Xbox og ætti að finnast í öllum helstu tölvuleikjaverslunum. Það ber þó að taka fram að hann er mjög ofbeldisfullur, rétt eins og kvikmyndin fræga. Um áhrif tölvuleikja á börn og unglinga, er ég ekki viss, frekar en nokkur annar. Margir eru gjarnir á að kenna tölvuleikjunum um allt sem miður fer. Til dæmis um leið og unglingur brýtur alvarlega af sér má lesa fjöldann allan af leiðurum í Mogganum þar sem einhverjir sperrileggir tala um hvað nú sé nóg komið og að tölvuleikirnir séu að senda æskuna beint til fjandans. Auðvitað er þetta bull. Ungmenni hafa brotið hroðalega af sér í gegnum tímans tönn og gerðu það löngu áður en nokkur leikjatölva kom til skjalanna. Ég held persónulega að ofbeldisfullir tölvuleikir hafi ekki nokkur skaðleg áhrif á neinn, nema þá sem eru verulega tæpir fyrir. Og mótmæli mér nú foreldrafélög, sálfræðingar og félagsfræðingar. Ég held að sama hvað tölvuleikja- framleiðendur reyni að gera tölvuleiki raunverulega, þá munu þeir alltaf vera teiknaðir og svo er það hverjum og einum frjálst að hætta þegar honum líst ekki á blikuna. Þeir sem algjörlega hakkast af leikjunum, munu bara hakkast af einhverju öðru í staðinn ef leikirnir verða teknir frá þeim. Krakkar leika sér í byssó og hermannaleik og með Action Man og hvað þeir allir heita þarna. Tölvuleikirnir eru ekkert öðruvísi. Það spilar enginn Battlefield og hugsar svo með sér, jæja best ég fari nú og drepi einhvern, það virðist algjörlega vera málið ef marka má þennan leik. Í síðasta tölvuleikjapistli sagði ég að börn ættu að passa sig á að hanga ekki of mikið í tölvunni. Þau mættu ekki líta á hana sem flótta frá raunveruleikanum og lifa einhverju tvöföldu cyber-lífi. Ég get ekki séð nein önnur skaðleg áhrif en þau. En það einskorðast heldur ekki bara við tölvuleikina, heldur getur raunveruleikaflótti átt sér milljón myndir og er alltaf slæmur. Kjarni málsins er að auðvitað er allt gott í hófi og slæmt í óhófi. Ekki vera hrædd um að leyfa börnunum ykkar að spila leiki sem eru á bannlista foreldrafélagsins, bannið þeim þá líka að fara í byssó. Passið bara að allt sér gert í hófi. Er þetta allt tölvuleikjunum að kenna? Leikirnir voru of undarlegir Margir markaðssérfræðingar segja að fá fyrirtæki í ár hafi klúðrað málunum jafn gróflega og Sony. Sony átti stærstu hlutdeild- ina í tölvuleikjamarkaðnum fyrir stuttu, en þar réði Playstation 2 ríkjum. Sony menn spáðu svo þriðju kynslóð leikjatölvunnar miklum vinsældum en allt hefur komið fyrir ekki. Playstation 3 hefur selst illa. Hún hefur verið gagnrýnd fyrir að vera ekki næst- um því öllum kostum gætt sem framleiðendur hennar vonuðu og leita æ fleiri á náðir annarra fyrir- tækja til þess að svala losta sínum í tölvuspil. Nintendo Wii er ótvíræður sigurvegari þessa árs, en hún hefur slegið öllum sölutöl- um við. Í öðru sæti er Xbox tölvan sem nálgast tíu milljóna eintaka múrinn, og langt á eftir er Playstation 3. Sony menn þurfa því að drífa sig aftur að teikni- borðinu og leysa þennan vanda fljótt, áður en það er um seinan, því áður hafa vinsælar tölvur horfið af sjónarsviðinu á svipaðan hátt, til dæmis framleiddu Sega ekki fleiri leikjatölvur eftir að Dreamcast leit dagsins ljós. Playstation 3 ekki í góðum málum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.