Fréttablaðið - 21.12.2006, Side 106

Fréttablaðið - 21.12.2006, Side 106
Tinna Kristjánsdóttir femínisti hefur teiknað myndir af öllum jólasveinunum sem birtast ein og ein á vef Femínistafélagsins þegar jólasveinarnir koma til byggða. Jólasveinarnir hennar Tinnu eru bleikklæddir femín- istar og færa börnum og fullorðn- um önnur skilaboð en þeir rauðu. „Hún Katrín Anna, talskona Femínistafélagsins, bað mig í fyrra um að teikna nokkra jóla- sveina, einn á dag, með þessum óskum jólasveinanna,“ segir Tinna. Stekkjastaur óskar sér að launamun kynjanna verði útrýmt og Stúfur óskar sér fleiri konur í valdastöður. Allir þrettán hafa þeir femínískar jólaóskir. „Þetta er byggt á körlum sem ég teiknaði með vinstri hendinni fyrir fimmtán árum, sem þeim leist vel á,“ segir Tinna, sem er þrátt fyrir það rétthent. „Þegar maður er lítill þá prófar maður eitt og annað og að teikna með vinstri hendi er eitt af því. Þetta er eins og að skrifa nafnið sitt afturábak á hvolfi með vinstri hendinni, bara til að sjá hvað maður getur. Þetta er bara ákveðinn stíll.“ Femín- istafélagið gaf út jóla- kort í fyrra með einum jólasveinin- um og mun senda út annað núna sem styrktar- aðilar og aðrir sem félagið vill óska gleði- legra jóla fá inn um lúguna, til dæmis stjórn- málaöfl. „Ég byrjaði á að gera þetta í fyrra, en þá var þó nokk- uð liðið á desem- ber, svo að ég teikn- aði bara nokkra. Ég kláraði þá núna í desember, áður en sá fyrsti kom til byggða,“ segir Tinna.“ Jólasveinana má sjá á www. feministinn.is, en þá verður alla hægt að skoða þegar Kertasníkir kemur til byggða á aðfangadag. Tinna teiknar femíníska jólasveina Útgáfutónleikar vegna plötunnar Þriðja leiðin voru haldnir í Iðnó á dögunum. Þriðja leiðin er sam- starfsverkefni Barkar Hrafns Birgissonar gítarleikara, Elísa- betar Eyþórsdóttur söngkonu og Einars Más Guðmundssonar rit- höfundar. Lögin á plötunni eru öll eftir Börk en textarnir eru eftir Einar Má. Áhorfendur kunnu vel að meta tónleikana og klöppuðu óspart fyrir þeim Berki, Betu og Einari Má. Einnig komu þar fram for- eldrar Betu, Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson, Þorgrímur Jónsson, Scott McLemore, Sigurð- ur Flosason, Kjartan Hákonarson og Ómar Guðjónsson. Þriðju leiðinni fagnað Margir þekkja Wikipedia, alfræðiorðabókina á netinu sem allir geta breytt og bætt upplýsingum í. Færri þekkja þó Uncyclopedia, Óalfræðibókina, sem allir geta breytt og bætt bulli í. Uncyclopedia, eða „Óalfræði- bókin“, lítur nákvæmlega eins út og Wikipedia við fyrstu sýn, en við nánari skoðun sést að allt sem í henni stendur er algjör vitleysa. Á síðunni má lesa að Jesús Kristur hafi verið 56. for- seti Bandaríkjanna, Grænland sé hitabeltiseyja og að strand- vörðurinn David Hasselhoff sé einn virtasti vísindamaður heims. Hann hafi einnig verið helsta orsök falls Berlínarmúrs- ins og sameiningar Austur- og Vestur-Þýskalands. Öllum greinunum fylgja svo tilvitnanir í rithöfundinn Oscar Wilde, sem hefur margt misgáfu- legt um flest að segja, og marga aðra, þar á meðal leikarana Mr. T og Samuel L. Jackson og George Bush Bandaríkjaforseta. Ísland fær að sjálfsögðu umfjöllun eins og í öllum góðum fræðiritum. Samkvæmt Óalfræði- bókinni tala Íslendingar „björk- sku“, enda ræður söngkonan ást- sæla, Björk Guðmundsdóttir, ríkjum á landinu. Svarthöfði er hins vegar konungur landsins og hefur verið það síðan 1906. Danir viðurkenna ekki sjálfstæði lands- ins og kindur eru helsti gjald- miðillinn. Bobby Fischer er helsta inn- flutningsvara Íslands samkvæmt síðunni og Baugur Group það helsta sem Íslendingar flytja út. Þjóðsöngur landsins var „Er nokk- uð rangt við dýrakynlíf?“ þar til honum var skipt út fyrir „Við treystum á þorskinn“. Surtsey er hins vegar sjálfstætt kommúnista- ríki, sem hefur slitið tengslum við Ísland. Á annarri eyju nálægt Íslandi er Nýja-Bjarkarborg. Hún skiptist í tvennt, annars vegar íshöll Bjark- ar og hins vegar hverfi fátækra þræla, sem búa í 30 manna hópum í moldarkofum. Þrælarnir eru alls um 15 þúsund talsins, en í íshöll Bjarkar býr enginn nema hún og fjöldi þjónustuvélmenna. Meira rugl má lesa á síðunni sjálfri, www.uncyclopedia.org, og getur hún verið ágætis tímaþjófur í skammdeginu. Veittu vellíðan – gefðu gjafakort í NordicaSpa Gjafakort í heilsulind NordicaSpa er tilvalin gjöf. Við bjóðum upp á fyrsta flokks snyrtimeðferðir fyrir andlit og líkama og ýmsar tegundir af nuddi. Hægt er að kaupa gjafakort fyrir ákveðna upphæð, í tiltekna meðferð og ýmsa spa pakka. Einnig er hægt að kaupa gjafakort í heilsuræktina – meðlimakort, einkaþjálfun eða námskeið. Við aðstoðum þig við að finna réttu gjöfina handa þeim sem þú vilt gleðja. Við leggjum áherslu á andlega og líkamlega vellíðan og er Nordica Spa heimur út af fyrir sig. Opnunartímar: Móttaka opin Þorláksmessu 9.00–23.00 Aðfangadag 9.00–13.00
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.