Fréttablaðið - 21.12.2006, Síða 108

Fréttablaðið - 21.12.2006, Síða 108
ERAGON kl. 6, 8.20 og 10.40 B.I. 10 ÁRA CASINO ROYALE kl. 6 og 9 B.I. 14 ÁRA HNOTUBRJÓTSPRINSINN ÍSL. TAL kl. 6 HÁTÍÐ Í BÆ kl. 5.50 MÝRIN W.ENGLISH SUBTITLES kl. 8 og 10.10 B.I. 12 ÁRA BORAT kl. 8 og 10 ERAGON kl. 3.20, 5.40, 8 og 10.20 B.I. 10 ÁRA SÝND Í LÚXUS kl. 3.20, 5.40, 8 og 10.20 THE HOLIDAY kl. 8 og 10.45 CASINO ROYALE kl. 5, 8 og 10.50 B.I. 14 ÁRA HNOTUBRJÓTSPRINSINN ÍSL. TAL kl. 3.20 HÁTÍÐ Í BÆ kl. 3.40, 5.50 og 8 SKÓGARSTRÍÐ ÍSL. TAL kl. 3.40 BORAT kl. 10.10 B.I. 12 ÁRA MÝRIN kl. 5.40 B.I. 12 ÁRA ERAGON kl. 5.50, 8 og 10.10 B.I. 10 ÁRA THE HOLIDAY kl. 5.40 og 8 SAW III kl. 10.30 B.I. 16 ÁRA !óíbí.rk045 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 MEÐ ÍSLENSKU TALI MIÐASALA Í SMÁRABÍÓ OG REGNBOGANN Á DAVID EDWARDS, DAILY MIRROR AUBRAY DAY, TOTAL FILM “SIGUR” “MÖGNUД “FRÁBÆR” DEBORAH ROSS, THE SPECTATOR “STÓRFENGLEG” CHARLES GANT, HEAT JONATHAN ROSS, FILM 2006 ZOO MARK ADAMS SUNDAY MIRROR MATTHEW BOND, THE MAIL ON SUNDAY Þegar myrkrið skellur á... hefst ævintýrið! Stórkostleg ævintýramynd byggð á magnaðri metsölubók Hljómsveitin Í svörtum föt- um ætlar að hætta störfum eftir þrenna tónleika sem hún heldur á milli jóla og nýárs. Sveitin hefur verið starfandi í átta ár og að sögn Einars Arnar Jóns- sonar hljómborðsleikara var ákvörðunin tekin í mars síðast- liðnum. „Við ætlum að hvíla okkur á markaðnum og snúa okkur að öðru, alla vega í bili,“ segir Einar Örn og vill ekki útiloka að sveitin muni eiga endurkomu einhvern tímann síðar. „Það eru tvö ár síðan við fórum fyrst að spá í þetta en við höfum alltaf frestað þessu enda hefur velgengnin alltaf verið á uppleið. Við höldum að toppnum sé náð núna og það er best að hætta á toppnum.“ Fjórða plata Í svörtum fötum, Orð, kom út á dögunum og hefur hún fengið ágætis dóma þótt salan hafi verið minni en á síðustu þremur plötum sem allar fóru í gull, eða yfir 5.500 eintaka markið. Segir Einar Örn að salan hafi ekkert haft með ákvörðun sveitarinnar að gera, enda hafi hún verið tekin í mars eins og áður sagði. Meðlimir sveitarinnar, þeir Einar Örn, Jónsi, Hrafnkell, Áki og Palli fara nú hver í sína áttina og býst Einar Örn við því að Jónsi verði sá eini sem muni halda áfram í tón- listinni að einhverju viti. „Ég er menntaður viðskiptafræðingur og er þessa dagana að leita mér að starfi í þeim geira. Hrafnkell er að klára nám og er kominn í sumar- bústaðabissness, Áki er í markaðs- deildinni hjá Glitni og Palli hefur verið að kenna í Garðaskóla. Það stefnir ekkert í að við séum að fara að gera neitt mikið á tónlistar- sviðinu á næstu misserum,“ segir hann. Einar Örn játar að það verði gríðar- leg viðbrigði að hætta í hljóm- sveitinni. „Við vitum ekki alveg hvaða áhrif þetta á eftir að hafa. Lengsta frí sem við höfum tekið síðustu sjö árin er þrjár vikur. Við höfum verið stanslaust í þessu en þessi sveitaballamarkaður var hálflúinn þegar við vorum að byrja 1999. Hann var eiginlega búinn en hann hefur samt breyst svolítið. Maður getur ekki gengið að því vísu að fara á staði eins og Selfoss og Keflavík lengur enda höfum við verið meira á Nasa, Players og í Sjall- anum. Síðan hefur fyrir- tækja- og einkageir- inn komið mjög sterkt inn.“ Að sögn Einars Arnar eru meðlimir Í svörtum fötum miklir fjölskyldumenn og geta núna einbeitt sér að þeim. „Til lengdar er þessi vinnutími ekkert mjög hent- ugur fyrir fjölskyldumenn en við sjáum svo sannarlega ekki eftir þessum tíma. Þetta er búið að vera frábært.“ Síðustu tónleikar Í svörtum fötum verða einmitt í helstu vígjum sveitarinnar, í Sjallan- um annan í jólum, á Players 29. desember og á Nasa kvöldið eftir. Verður hörð- ustu stuðningsmönnum sveitarinnar sem mæta á Players boðið á lokaballið á Nasa. „Við ætlum fyrst og fremst að vera við sjálfir og vera extra mikið við sjálfir,“ segir Einar Örn um þessa síðustu tónleika. „Það verða engir gestaleikarar eða neitt svoleiðis eða einhverjar sprengingar. Þetta verða týpísk Í svörtum fötum böll. Það verður rosalega mikil keyrsla, lögin spiluð aðeins of hratt, engin pása á milli laga og lagavalið verð- ur í samræmi við tónlistarsmekk íslensks almennings,“ segir hann og hlær. Tónlistarmaðurinn Birgir Örn Steinarsson, eða Biggi, heldur tón- leika á Kaffi Hljómalind í kvöld. Þar mun hann spila einn með kassagítarinn lög af fyrstu sóló- plötu sinni, Id, og gömul lög með Maus. „Mér finnst reyndar alltaf betra að standa á sviði með einhverjum öðrum þannig að ég hef verið svo- lítið tregur við að gera þetta,“ segir Biggi. „Ég fór með vinum mínum í Fræ til Keflavíkur um daginn sem rótari. Pétur Ben hafði afboðað sig og um leið og ég labbaði inn báðu þeir á staðnum mig um að taka nokkur lög. Það gekk vel og ég ákvað að það væri ekki slæm hug- mynd að flytja lögin einn,“ segir hann. Bætir hann því við að flest lögin hafi verið samin á kassagítar og því henti það vel að spila þau í sinni nöktustu mynd. Biggi spilaði síðast hér á landi með hljómsveit sinni á Iceland Air- waves-hátíðinni. Þótt einhverjir hafi fundið að tónleikunum segir Biggi að það hafi verið ótrúlega gott að finna hve margir hafi staðið við bakið á sér. „Mig langar að reyna að koma á næsta ári með hljómsveit- inni og halda útgáfutónleika á litl- um stað. Ég held að það sem ég er að gera passi betur við minni staði og ég vona að fólk geti þá ákveðið sig í eitt skipti fyrir öll, því að allt sem þú lest er lygi,“ segir hann og hlær. Biggi ætlar að eyða áramótun- um úti í Bretlandi þar sem hann hefur dvalið undanfarin tvö ár. Á gamlárskvöld mun hann spila sem plötusnúður á litlum bar sem Pete Doherty hefur oft vanið komur sínar á. Í lok janúar og í febrúar ætlar hann síðan að halda nokkra tónleika þar í landi til að kynna plöt- una sína. Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 21 og er frítt inn. Einn með gítarinn Það er ekki bara íslensk tónlist sem selst vel á DVD fyrir jólin, íslenskt grín virðist sömuleiðis ætla að verða áberandi í jólapökkum lands- manna í ár. Þannig hafa DVD-disk- ar með grínþáttunum Stelpunum, Strákunum og Svínasúpunni feng- ið afar góðar viðtökur og hafa náð þeim áfanga að hafa selst í yfir fimm þúsund eintökum. Gulldiskar voru afhentir leik- urum og aðstandendum grínþátt- anna þriggja af þessu tilefni um síðustu helgi. Við það tækifæri færðu grínararnir og Stöð 2 Mæðrastyrksnefnd eintök af disk- unum vinsælu sem og spurninga- spilið Meistarann. Mæðrastyrks- nefnd mun svo færa gjafirnar þeim fjölskyldum sem eiga um sárt að binda og neyðast til að leita aðstoðar við að halda jólin. Grínarar í gull
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.