Fréttablaðið - 21.12.2006, Page 118

Fréttablaðið - 21.12.2006, Page 118
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 „Nei, ég var ekkert stressaðri fyrir vikið enda finn ég fyrir nær- veru hans hvar sem ég er,“ segir Garðar Thor Cortez sem söng fyrir pabba sinn, óperusöngvar- ann Garðar Cortez, á þriðjudags- kvöld. „Hann var á leiðinni til Þýskalands að stjórna þar og kom við hérna á Englandi til að sjá mig,“ útskýrir stórsöngvarinn en þetta er í fyrsta skipti sem Garðar eldri sér son sinn syngja á tónleikaferðinni með Katherine Jenkins í Bretlandi. Garðar hefur heldur betur sleg- ið í gegn hjá Bretunum og í umfjöllunum er honum hrósað í hástert. Blaðamaður Daily Post í Liverpool gengur jafnvel svo langt að líkja honum við sjálfan Luciano Pavarotti, ítalska hetjutenórinn. „Þeir eru hrifnir af þessum tón- leikum og ég get ekki kvartað enda er uppselt á þá alla,“ segir Garðar af stakri hógværð en vill sem minnst gera úr samlíkingunni við Pavarotti. Þegar Fréttablaðið náði tali af Garðari var hann á leiðinni frá Brighton til Portsmouth þar sem hann söng í gærkvöldi en síðustu tónleikarnir í röðinni eru í Bristol í kvöld. „Síðan kem ég til Íslands enda er þetta búið að vera langur tími hérna úti, einar sex vikur sleitulaust,“ segir Garðar sem er að sjálfsögðu glaður að ná heim í jólasteikina en tenórinn syngur á jólatónleikum til styrktar krabbameinssjúkum börnum í Háskólabíói 28. desember. Í febrúar dregur síðan aftur til tíðinda í útrás Garð- ars til Bretlands en þá kemur út sóló- platan hans sem sló eftirminnilega í gegn hér heima fyrir síðustu jól. Líkt við Pavarotti og söng fyrir pabba fá Radíusbræður, sem líta ekki á sig sem risaeðlur og gefa nýrri kynslóð tækifæri til að kynnast gríninu á Radíus- kvöldi á Hverfisbarnum. „Ég var að frétta af þessu í dag og verð að segja að það sýður á mér vegna málsins,“ segir Gunnar Óla- son sem fór með aukahlutverk í Hollywood-kvikmyndinni Flags of our Fathers, sem tekin var upp hér- lendis sumarið 2005. Engum þeirra fimm hundruð aukaleikara sem tóku þátt í gerð kvikmyndarinnar hér á landi hefur verið boðið á við- hafnarsýningu á myndinni í Háskólabíói í kvöld klukkan sjö. Gunnar segist vera mjög reiður vegna þessa og telur að þarna hafi loforð verið brotin. „Þegar tökum lauk var öllum boðið í lokateiti á Rex en ekki okkur aukaleikurun- um,“ segir Gunnar sem leikur lið- þjálfa í herdeild ellefu í myndinni. „Okkur var sagt að aukaleikurun- um yrði boðið á sérstaka sýningu þar sem við gætum jafnvel tekið með okkur maka en við höfum ekki fengið neitt boð,“ bætir hann við. Gunnar segist sjálfur hafa haft samband við kvikmynda- fyrirtækið True North sem hafði veg og vanda af tökunum hér á landi. „Þau segjast vera reyna að redda okkur sýningu en það sé ekk- ert öruggt að það hafist,“ útskýrir Gunnar sem tók skýrt fram að hann myndi hafna öllum slíkum boðum og þeir sem hann hefur rætt við ætli að gera slíkt hið sama. „Við vorum þarna í tvo mánuði, fórum á fætur eldsnemma á morgnana og fengum fimm þúsund krónur í laun á mánuði,“ segir Gunnar. „Burðuð- umst með þrjátíu kílóa bakpoka á hverjum degi,“ bætir hann við. „Við viljum því eðlilega sjá myndina á sama tíma og allir hinir, vera fyrst- ir á landinu,“ segir Gunnar og hvet- ur þá sem tóku þátt í Sandvík að mæta fyrir framan Háskólabíó og halda þögul mótmæli. Fréttablaðið hafði samband við Helgu Margréti Reykdal, fram- kvæmdarstjóra True North, sem sagði að boðsgestir þeirra á sýning- una í kvöld væru allt starfsfólk kvikmyndarinnar sem hefðu unnið að gerð myndarinnar í marga mán- uði en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var True North úthlutað sex hundruð miðum. Skautasvellið sem Tryggingamið- stöðin lét setja upp á Ingólfstorgi í tilefni af hálfrar aldar afmæli sínu hefur verið lokað í tvo daga, en Bryndís Pjetursdóttir hjá Trygg- ingamiðstöðinni sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að það myndi væntanlega opna aftur í dag. „Þetta er bara vegna veðurs, það er svo sem ekkert að svellinu,“ sagði hún, en rigningin sem herjað hefur á höfuðborgina síðustu daga hefur varla farið fram hjá neinum. Tryggingamiðstöðin heldur svellinu úti til 29. desember en óvíst er hvað gerist þá. Einhverjar við- ræður munu vera í gangi við borg- aryfirvöld, en enn er ekkert komið á hreint. „Það er bara verið að ræða þessi mál, og það kemur jafnvel til greina að færa það eitthvað til,“ sagði Bryndís. Hún sagði aðsóknina hafa verið mjög góða frá því að svellið opnaði. Það er því augljóst að borgarbúar kunna vel að meta framtakið og margir fylgjast eflaust spenntir með því hvað verður þegar 29. desember rennur upp. Framtíð skautasvellsins óljós Fallegir listmunir fyrir heimilið ...og til gjafa Innanhússarkitekt á staðnum veitir ráðgjöf við val og uppsetningu Opnunartími fram að jólum fimmtudag 12:00-18:00 föstudag 12:00-19:00 laugardag 13:00-18:00
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.