Fréttablaðið - 23.12.2006, Page 43

Fréttablaðið - 23.12.2006, Page 43
BMW hefur fest kaup á vöru- merki og tækniþekkingu John Cooper Works. Þetta er gert til að styrkja MINI merkið. Fæstum sem til þekkja koma kaupin á óvart, en BMW og Coop- er hafa unnið náið saman síðan BMW eignaðist MINI. Cooper gerir það sama fyrir Mini og ///M gerir fyrir BMW. Það er góðan bíl betri, miklu betri. Þess vegna er mikilvægt fyrir BMW að eignast fyrirtækið, þó svo að samstarfið hafi verið orðið svo náið að um formsatriði hafi verið að ræða. Næsta kynslóð MINI Cooper verður því BMW væddari en áður og munu fingraför Þjóðverjanna vera vel sýnileg. Þar með er eitt síðasta og um leið sterkasta vígi breskrar bílaframleiðslu endan- lega fallið. BMW kaupir Cooper Suðurafríska bílablaðið Wheels24 stóð fyrir könnun á netinu á því hvaða bílar þættu karlmannlegastir, hommaleg- astir og með fallegasta aftur- endann. Úrslitin urðu nokkuð óvænt, bæði í flokki karlmannlegra bíla og þeirra sem þykja hæfa samkyn- hneigðum. Það er ljóst að suðuraf- rískir bílaáhugamenn líta bíla ekki sömu augum og við á norðurhjara veraldar. Karlmannlegasti bíllinn var valinn Audi RS4, en Audi hefur hingað til þótt frekar tæpur hvað varðar töffheit. TT slapp reyndar lengi vel en svo sá ofurkvendið Thandie Newton um að gera hann að konubíl í Mission Impossible II. Í öðru sæti yfir karlmannleg- ustu bílana varð Toyota Fortuner. Dodge Caliber kom í þriðja sæti en miklu púðri hefur verið eytt í að auglýsa hann sem testósterón bíl. Sigurvegari í flokki hommaleg- ustu bílanna var Peugeot 207. Af hverju Suður-Afríkubúum finnst hann hommalegastur er ekki ljóst, og ekki heldur hvað þeim finnst gera bíl hommalegan. Í öðru sæti var BMW 3-línan coupe, og Jaguar XK kom þar á eftir. Flottasta afturendann á Alfa Brera en fast á stuðara hans kom BMW Z4 Coupé. Þriðja sætið vermdi svo Opel Astra GTC en athygli vekur að Renault Megan Scenic er hvergi á listanum. Fallegasti afturend- inn á Alfa Brera Mosler er þekkt merki í heimi kappaksturs. Þeir hafa nú búið til sinn fyrsta götubíl. Og hvílíkur götubíll. Mosler MT900 S er með 435 hestafla vél sem skilar honum upp í hundrað kílómetra hraða á heilum 3 sek- úndum og tíu sekúndubrotum betur. Fyrsti bíllinn verður afhentur á næstu dögum en það er stjörnu- stríðsgoðið George Lucas sem verður eigandi þess. Bíllinn ber framleiðslunúmerið 003, en 001 og 002 voru notaðir til rannsókna og betrumbóta á braut Mosler. Bíllinn er örlítið breyttur eftir séróskum Lucasar en búið er að fjarlægja vindskeið (auðvitað vill hann heldur líta vel út en halda sér á veginum). Bíllinn er svartur og sagan segir að búið sé að bæta við tengi aftan við vélina fyrir R2D2, en sú fullyrðing er ekki seld dýr- ari en hún var keypt. Svo er spurning hvort Daniel Craig vilji ekki fá bíl með fram- leiðslunúmerinu 007? George Lucas fær fyrsta Moslerinn Audi frumsýndi nýja Audi TT Roadster 2008 á dögunum. Tímasetningin hefði vart getað verið betri. Veturinn í ár er sá hlýjasti í Evrópu í manna minnum og hvern langar ekki að bruna um frönsku Rivíeruna með blæjuna niðri og jólamúsík í græjunum? TT verður fáanlegur í tveimur útgáfum. Annars vegar framhjóla- drifinn með 2,0 lítra 200 hestafla vél, og hins vegar fjórhjóladrifinn með 3,2 lítra 250 hestafla vél. Í báðum útgáfum verður boðið upp á S-tronic skiptingu sem áður hét DSG, og er ein albesta sjálfskipt- ing sem hægt er að fá. Audi valdi að hafa blæjuna mjúka í stað samanbrjótanlegs þaks. Þetta var gert til þess að spara pláss og ekki síður til að halda bílnum léttum. Engin van- þörf á því enda TT orðinn ungling- ur og hefur vaxið í stærð í sam- ræmi við það. Hann er sömuleiðis orðinn öruggari en búið er að styrkja álgrindina og bæta við loftpúðum. TT Roadster verður ekki ódýr bíll. Í Bandaríkjunum er áætlað að framhjóladrifni bíllinn muni kosta 2,6 milljónir og óhætt er að bæta nokkrum hundrað þúsund köllum á hann áður en hann kemst hingað til lands. Fjórhjóladrifna útgáfan mun kosta um 3,2 milljónir úti. Önnur kynslóð TT
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.