Fréttablaðið - 23.12.2006, Síða 88

Fréttablaðið - 23.12.2006, Síða 88
Skyndilegur áhugi á ferli og verk- um Magnúsar Blöndals Jóhanns- sonar er tekinn að skila hljóðritun- um á verkum hans í aðgengileg form. Við vitum nú meira um tón- smíðar hans en nokkru sinni fyrr: Bjarki Sveinbjörnsson hefur unnið mikið þarfaverk við að bjarga þekkingu um Magnús, jafnvel verkum hans í frumútgáfum. Smekkleysa er í fararbroddi í þessu starfi og sendir nú frá sér einsöngslög Magnúsar í túlkun Ásgerðar Júníusdóttur og fleiri. Þessi diskur er dýrgripur, jafn- framt grætilegur minnisvarði um smæð íslensks samfélags um miðja síðustu öld að eiga svo snjallt tónskáld, svo næman túlk- anda ljóða í tónum sem því miður eru flest dökk, og vita ekki af hvað við áttum. Hvað við misstum, hvers við fórum á mis. Útgáfa disksins er að stærstu leyti framtak, einkafyrirtæki Ásgerðar, framtak sem verður í senn að þakka og lofa. Hún rekst á sönglögin í fórum Guðmundu Elíasdóttur og verður eftir kynn- ingu af þeim að koma fjársjóðnum á framfæri. Mezzo-rödd hennar hæfir afar vel efni flestra ljóð- anna og tindrandi píanóvinnsla tónmálsins styrkir dimmt þelið í ljóði, lagi og sönglínunni. Magnús er kviksjá miðrar aldar: hann sækir sér efni í eldri skáldskap og yngri, nemur innan úr kvæðum staka kafla sem hann tóngerir með rómantískum blæ í upprunalegum skilningi þess orðs, en um leið er hann að vísa fram: það er ögurstund í menningunni og hann ármaður sem stjakar okkur að nýrri strönd. Tólftóna- sköpun hans er ungleg í dag en ekki ókennileg. Allt er hér fallegt, fallega samið og hugsað, fallega sungið af mildum innileik með snörp- um og velbyggðum áhersl- um sem byggja á djúpum skilningi lags og ljóðs með glæsilegum undirleik Árna Heimis, trúi ég því ekki er getið um undirleikara á kápu og vel unnum bæklingi. Ásgerður er glæsileg söngkona, röddin hennar mjúk með dimm- um áfellum, gátt í hugsun sem er heillandi og hættuleg í senn. Henni tekst afburðavel að miðla jafn ólíkum efnum og sálma- kenndu tónmáli í Ég kveiki á kertum mínum, sálmabroti Hall- gríms sem þekktast er af lokalín- unni Sitji guðs englar, og dáindis- fallegu stefi Magnúsar við Í draumi sérhvers manns, og stærri ópusum þar sem heil ljóð eru lögð undir: Seinustu nóttinni eftir Þor- stein Erlingsson, Höndum Steins, Rakk eftir Grím Thomsen, og hinni gullfallegu Draumsýn Jak- obs J. Smára sem er eitt hinna gleymdu stórskálda á fyrri hluta síðustu aldar. Ásgerður kýs að taka vokalísur Magnúsar og leggja þær í smiðju yngri tónskálda. Víst er það for- vitnileg endurvinnsla og mátast prýðilega við meginefni disksins, en skákar þó ekki frumsömdu efni: Kosið hefði ég að heyra Na- No-Mani sungið af henni, en þar er Magnús kominn nálægt konkret- ljóðlistinni sem fáir lögðu fyrir sig hér á landi á þeim árum. Örlög Magnúsar eru okkur hugstæð nú. Hann er varði í tón- smíðum íslendinga á síðustu öld, víti sem lýsti inn í framtíðina, náði því að vera forsmáð tón- skáld á sama tíma og eitt sönglag hans, Sveitin milli sanda, varð almenningseign. Þessi glæsilega útgáfa að sönglögum hans er tímabær og kærkomin viðbót sem á skilið hástemmt lof og langa lífdaga. Í rökkri Magnúsar og Ásgerðar Því verður ekki neitað að Wuther- ing Heights er meðal þekktustu verka breskrar ritlistar og hefur tvímælalaust bókmenntasögulegt gildi – og þá ekki síst kvennabók- menntasögulegt. Ritað af konu fyrir hartnær hundrað og sextíu árum, á tíma þar sem ritlist var ekki talin kvenmannsverk; enda gefin út undir dulnefni karlmanns í fyrstu lotu. Hins vegar er allur gangur á því hversu hrífandi skáldsagan er sem slík. Þegar ég las hana fyrst fyrir rúmlega þrjátíu árum (á ensku) fannst mér persónur henn- ar yfirgengilega móðursjúkar í tjáningu sinni, varanlega á barmi örvæntingar, deyjandi á unga aldri eftir að hafa pumpað sig sjálfar upp í algera geðveiki. Þær eru í nokkuð öflugum óperustílsstærð- um. En, eins og verða vill, lesast sögur með ólíkum gleraugum með aldri og þroska. Þótt mér finnist tjáning persónanna ennþá nokkuð yfirdrifin, verður ekki litið fram- hjá því að Emily Brontë gefur mynd af harðneskjulegu og kreddufullu samfélagi þar sem ekki er pláss fyrir tilfinningar eða mennsku af nokkru tagi. Hún dregur skýrt fram þá staðreynd að lengi búi að fyrstu gerð; það sé ástæða fyrir illsku þeirra sem verða að samúðarlausu fullorðnu fólki. Heimur sögunnar er ákaflega lokaður. Hún gerist hjá heldra fólki á tveimur býlum uppi til heiða. Þótt sagt sé frá því í sög- unni að stærra samfélag sé utan túnmarka býlanna, berst sagan aldrei þangað. Feðurnir bregða sér bæjarleiðir en engum sögum fer af ferðum þeirra. Á meðan þeir skreppa er sagt frá lífi kvenna og barna á býlunum. Þeirra heim- ur er húsið sem þau búa í og garð- urinn í kring. Allt hefur leikið í ágætislyndi þar til húsbóndinn á Wuthering Heights kemur með lítinn dreng heim með sér úr einni af ferðum sínum út fyrir sögusvæðið; dreng sem hann fann einan og yfirgefinn og gefur nafnið Heathcliff. Koma drengsins verður til að sundra fjölskyldunni; húsbóndinn dekrar við hann, eiginkonan þolir hann ekki, sonurinn leggur fæð á hann en dóttirin, Catherine, leggur ofurást á hann. Þegar húsbóndinn deyr og sonurinn tekur við býlinu er Heathcliff sviptur stöðu dekur- barnsins og hann hrakinn út í horn til vinnufólksins. Í kjölfarið fylgir all-dramatísk saga. Örlagapunkt- urinn verður þegar Catherine gift- ist piltinum á hinu býlinu, pilti sem hæfir hennar þjóðfélags- stöðu. Heathcliffe fer í burtu í nokkur ár en snýr síðan aftur vell- auðugur maður sem hyggur á hefndir – og hefndarþorsti hans er ofsafenginn. Hvað þýðinguna varðar, þá er hún nokkuð nútímaleg. Andrúmsloft sögunnar tapast að hluta, heimur hennar færist nær okkur í tíma og virkar þar af leiðandi á köflum fáránlegur. Orðræða verður eins- leit, sem og samtöl: hin skörpu skil milli persónanna hverfa nánast. Þegar sagan er lesin á ensku er stéttamismunur til dæmis ljós en hann hverfur í þessari þýðingu. Sagan verður nokkuð flatari fyrir vikið um leið og ofstæki persón- anna fær enn ýktari blæ. Hvað titil bókarinnar varðar, þá get ég hins vegar alveg fallist á Wuther- ing Heights. Býlið sem allt snýst um heitir jú Wuthering Heights en ekki, til dæmis, Fýkur yfir hæðir. Það er alltaf smekksatriði hvort þýða á staðar- og bæjarnöfn. Í þessari þýðingu hefur verið farin sú leið að gera það ekki og það er alveg ásættanlegt. Óperustórar persónur á heiðarbýli FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR www.visir.is Stóra sviðið kl. 20:00 Afgreiðsla er opin kl. 12:30 – 18:00 mán. – þri. Aðra daga kl. 12:30 – 20:00. STÓRFENGLEG! eftir Peter Quilter Lau. 6/1, lau. 13/1 nokkur sæti laus, lau. 20/1, lau. 27/1. SITJI GUÐS ENGLAR eftir Guðrúnu Helgadóttur. Leikgerð Illugi Jökulsson. Fös. 29/12 kl. 20:00 uppselt, lau. 30/12 kl. 14:00 uppselt og kl. 17:00 uppselt, lau. 6/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 7/1 kl. 14:00 örfá sæti laus og kl. 20:00, lau. 13/1 kl. 14:00 nokkur sæti laus, sun. 14/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, lau. 20/1 kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 21/1 kl. 14:00 nokkur sæti laus. BAKKYNJUR eftir Evrípídes Frumsýning 26/12 uppselt, 2. sýn. mið. 27/12 örfá sæti laus, 3. sýn. fim. 28/12 örfá sæti laus, 4. sýn. fim. 4/1 örfá sæti laus, 5. sýn. fös. 5/1 örfá sæti laus, 6. sýn. fim. 11/1 örfá sæti laus, 7. sýn. fös. 12/1 nokkur sæti laus, 8. sýn. fim. 18/1. LEITIN AÐ JÓLUNUM eftir Þorvald Þorsteinsson Í dag lau. 23/12 kl. 13:00 uppselt. Leikhúsloftið SKOPPA OG SKRÍTLA eftir Hrefnu Hallgrímsdóttur Lau. 6/1 kl. 11:00 uppselt, kl. 12:15 og kl. 14:00, sun. 7/1 kl. 11:00, kl. 12:15 og kl. 14:00, lau. 13/1 kl. 11:00, kl. 12:15 og kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 14/1 kl. 11:00, kl. 12:15 og kl. 14:00 uppselt. Kúlan Smíðaverkstæðið kl. 20:00 PATREKUR 1,5 eftir Michael Druker. Lau. 6/1 nokkur sæti laus, fös. 12/1 kl. 16:30 nokkur sæti laus, lau. 13/1 örfá sæti laus, lau. 20/1. Ath! Miðaverð aðeins 1.500 kr. fyrir nema gegn framvísun skólaskírteinis. Miðasala í síma 551 1200 og á netinu www.leikhusid.is. Bakkynjur, frumsýning 26. desember.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.