Fréttablaðið - 29.12.2006, Page 1

Fréttablaðið - 29.12.2006, Page 1
63% 40% 31% Fr é tt a b la › i› Fr é tt a b la › i› M b l. M b l. *Samkvæmt fjölmi›lakönnun Capacent í nóvember 2006. Föstudagur LESTUR MEÐAL 12-49 ÁRA allt landið B la ð ið B la ð ið 30 20 10 50 40 0 60 70 Smáauglý Þráinn Bertelsson kynntist afskaplega góðri fiskisúpu í Frakklandi fyrir margt löngu.„Ég hlakka alltaf til þess milli jóla og nýárs að hvíla mig á reykta kjötinu sem borðað er ótæpilega af á þessum árs- tíma,“ segir Þráinn Bertelsson kvikmyndagerðarmaður. „Þá fæ ég mér fiskisúpuna.“Þráinn segist fyrst hafa fengið súpuna góðu bouilla- baisse í Suður-Frakklandi fyrir langa löngu. Súpan er að sögn Þráins ættuð frá Marseille eins og franski þjóðsöngur- inn og greifinn af Monte Cristo.Þráinn hafði þó engar væntingar til súpunnar í fyrsta skipti sem hann fékk hana. „Ég hafði aldrei fengið öðruvísi fiskisúpu en íslenska lúðusúpu sem búin er til úr hveiti, ediki og lárviðarlaufum og var því ekki bjartsýnn á að borða fiskisúpu. Það var hins vegar mikil upplifun að bragða alvöru fiskisúpu í fyrsta skipti á ævinni og síðan hefur þetta verið einn af mínum uppáhaldsréttum,“ segir Þráinn og fannst mikil upplifun að uppgötva að aðrar þjóðir gætu búið til öðruvísi fiskisúpu en tíðkaðist hér á landi, úr lúðu, laxi eða silungi. Þráinn gefur lesendum uppskriftina að súpunni góðu. Hana fékk Þráinn frá vini sínum og nágranna Gerard Lem- arquis. Hann segir hins vegar fráleitt að gefa nákvæmar mælieiningar yfir magn hvítvíns, kryddjurta og annarra hluta uppskriftarinnar, hlutföllin fari alfarið eftir persónu- legum smekk og sálarástandi kokksins hverju sinni. Uppskrift Þráins má finna á síðu 3. Hvílir sig á reykta kjötinu SIRKUS29. DESEMBER 2006 2006 Menn ársinsEINKA- VIÐTAL BJÖRGÓLFUR GUÐMUNDSSON OG EGGERT MAGNÚSSON SIRKUS-AKADEMÍAN FER YFIR ÁRIÐ • Allt það besta og versta [6] BASSHUNTERINN SNÝR AFTURKOMINN MEÐ ÍSLENSKAKÆRUSTU [12] CURVER OG KIKI OWBrjálað 90 ś áramótapartí GAMLÁRSKAKA Á SIRKUSFjögurra tíma bein útsending Menn ársins 2006 Ekki er búist við meiriháttar röskun á flugi eftir áramót þegar Flugstoðir ohf. taka við stjórn flugumferðar af Flug- málastjórn, en flugrekendur fund- uðu í gær með Flugmálastjórn. Samkvæmt upplýsingum frá Flugstoðum verða tveir meginferl- ar flugs til og frá Evrópu, en einn ferill til og frá Bandaríkjunum. Á hverjum ferli verða tvær flughæð- ir. Afkastageta flugumferðar- stjórnar verður þannig minnst sextán vélar á klukkustund. Þor- geir Pálsson flugmálastjóri segir þetta miðað við þá þörf sem fyrir hendi sé á þessum árstíma. Hjá Icelandair verður engum flugáætlunum breytt að svo stöddu. „Það verður auðvitað að sjá hvernig þetta þróast, en eins og er reiknum við með að þetta verði allt í góðu, fyrir utan minni háttar raskanir. Það er búið að segja okkur að allt verði gert til að halda áætlun eins lengi og unnt er og við trúum bara og treystum á að svo verði,“ segir Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair. Jón Karl dregur hins vegar ekki dul á að þetta sé síst óska- staða flugrekenda. „Við verðum að reikna með því að þetta kosti einhverja peninga, því ekki verð- ur hægt að hagræða leiðum eftir veðri og vindum. En ef svona heldur áfram mun stjórn flugum- ferðarsvæðisins bara færast í burtu frá Íslandi, erlendir aðilar munu ekki líða röskun til lengri tíma, því miður.“ Flugmálastjórn sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi til að árétta að viðbúnaðaráætlunin um flug eftir áramót miðist við fullt og óskert flugöryggi. Engar við- ræður eru milli Flugstoða og flug- umferðarstjóra, sem ekki vilja ráða sig til starfa hjá fyrirtækinu að óbreyttu. Flugið raskast lítið Flugmálastjórn fullvissaði flugrekendur í gær um að þeir geti haldið áætlunum sínum óbreyttum eftir áramót, þrátt fyrir að tæplega sextíu flugumferðarstjór- ar hafi enn ekki ráðist til starfa hjá hinu nýja fyrirtæki, Flugstoðum ohf. Hæstaréttardómar í fíkniefnamálum hafa mildast töluvert á allra síðustu árum. Það er í fyrsta sinn sem það hefur gerst frá því að löggjöf um áfengis- og fíkniefnabrot tók gildi. Á níunda áratugnum höfðu dómarnir þyngst gífurlega vegna komu e-töflunnar á íslenskan fíkniefnamarkað. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði, segir áherslur í fíkniefnamálum þó vera rangar þar sem refsistefna uppræti ekki neyslu efnanna. Vandinn falli fyrst og fremst undir félags-, menningar- og heilbrigðismál og að yfirvöld leysi hann ekki með því að fara í stríð við borgara sína. Dómar mildari á síðustu árum Í skriflegu svari Guðmundar Jónssonar og Jóns A. Einarssonar við sjö spurningum Magnúsar Stefánssonar félags- málaráðherra um málefni Byrgisins kemur fram að Guðmundur og læknarnir Ólafur Ólafsson og Magnús Skúlason beri faglega ábyrgð á starfi Byrgisins. Fréttablaðið hefur spurning- arnar og svörin undir höndum. Guðmundur og Jón svöruðu spurningunum fyrir hönd stjórnar Byrgisins en Leifur A. Ísaksson sagði sig úr stjórninni í kjölfar umræðu í fjölmiðlum um Byrgið og ásakanir á hendur Guðmundi Jónssyni. Guðmundur og læknar ábyrgir

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.