Fréttablaðið - 29.12.2006, Síða 1

Fréttablaðið - 29.12.2006, Síða 1
63% 40% 31% Fr é tt a b la › i› Fr é tt a b la › i› M b l. M b l. *Samkvæmt fjölmi›lakönnun Capacent í nóvember 2006. Föstudagur LESTUR MEÐAL 12-49 ÁRA allt landið B la ð ið B la ð ið 30 20 10 50 40 0 60 70 Smáauglý Þráinn Bertelsson kynntist afskaplega góðri fiskisúpu í Frakklandi fyrir margt löngu.„Ég hlakka alltaf til þess milli jóla og nýárs að hvíla mig á reykta kjötinu sem borðað er ótæpilega af á þessum árs- tíma,“ segir Þráinn Bertelsson kvikmyndagerðarmaður. „Þá fæ ég mér fiskisúpuna.“Þráinn segist fyrst hafa fengið súpuna góðu bouilla- baisse í Suður-Frakklandi fyrir langa löngu. Súpan er að sögn Þráins ættuð frá Marseille eins og franski þjóðsöngur- inn og greifinn af Monte Cristo.Þráinn hafði þó engar væntingar til súpunnar í fyrsta skipti sem hann fékk hana. „Ég hafði aldrei fengið öðruvísi fiskisúpu en íslenska lúðusúpu sem búin er til úr hveiti, ediki og lárviðarlaufum og var því ekki bjartsýnn á að borða fiskisúpu. Það var hins vegar mikil upplifun að bragða alvöru fiskisúpu í fyrsta skipti á ævinni og síðan hefur þetta verið einn af mínum uppáhaldsréttum,“ segir Þráinn og fannst mikil upplifun að uppgötva að aðrar þjóðir gætu búið til öðruvísi fiskisúpu en tíðkaðist hér á landi, úr lúðu, laxi eða silungi. Þráinn gefur lesendum uppskriftina að súpunni góðu. Hana fékk Þráinn frá vini sínum og nágranna Gerard Lem- arquis. Hann segir hins vegar fráleitt að gefa nákvæmar mælieiningar yfir magn hvítvíns, kryddjurta og annarra hluta uppskriftarinnar, hlutföllin fari alfarið eftir persónu- legum smekk og sálarástandi kokksins hverju sinni. Uppskrift Þráins má finna á síðu 3. Hvílir sig á reykta kjötinu SIRKUS29. DESEMBER 2006 2006 Menn ársinsEINKA- VIÐTAL BJÖRGÓLFUR GUÐMUNDSSON OG EGGERT MAGNÚSSON SIRKUS-AKADEMÍAN FER YFIR ÁRIÐ • Allt það besta og versta [6] BASSHUNTERINN SNÝR AFTURKOMINN MEÐ ÍSLENSKAKÆRUSTU [12] CURVER OG KIKI OWBrjálað 90 ś áramótapartí GAMLÁRSKAKA Á SIRKUSFjögurra tíma bein útsending Menn ársins 2006 Ekki er búist við meiriháttar röskun á flugi eftir áramót þegar Flugstoðir ohf. taka við stjórn flugumferðar af Flug- málastjórn, en flugrekendur fund- uðu í gær með Flugmálastjórn. Samkvæmt upplýsingum frá Flugstoðum verða tveir meginferl- ar flugs til og frá Evrópu, en einn ferill til og frá Bandaríkjunum. Á hverjum ferli verða tvær flughæð- ir. Afkastageta flugumferðar- stjórnar verður þannig minnst sextán vélar á klukkustund. Þor- geir Pálsson flugmálastjóri segir þetta miðað við þá þörf sem fyrir hendi sé á þessum árstíma. Hjá Icelandair verður engum flugáætlunum breytt að svo stöddu. „Það verður auðvitað að sjá hvernig þetta þróast, en eins og er reiknum við með að þetta verði allt í góðu, fyrir utan minni háttar raskanir. Það er búið að segja okkur að allt verði gert til að halda áætlun eins lengi og unnt er og við trúum bara og treystum á að svo verði,“ segir Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair. Jón Karl dregur hins vegar ekki dul á að þetta sé síst óska- staða flugrekenda. „Við verðum að reikna með því að þetta kosti einhverja peninga, því ekki verð- ur hægt að hagræða leiðum eftir veðri og vindum. En ef svona heldur áfram mun stjórn flugum- ferðarsvæðisins bara færast í burtu frá Íslandi, erlendir aðilar munu ekki líða röskun til lengri tíma, því miður.“ Flugmálastjórn sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi til að árétta að viðbúnaðaráætlunin um flug eftir áramót miðist við fullt og óskert flugöryggi. Engar við- ræður eru milli Flugstoða og flug- umferðarstjóra, sem ekki vilja ráða sig til starfa hjá fyrirtækinu að óbreyttu. Flugið raskast lítið Flugmálastjórn fullvissaði flugrekendur í gær um að þeir geti haldið áætlunum sínum óbreyttum eftir áramót, þrátt fyrir að tæplega sextíu flugumferðarstjór- ar hafi enn ekki ráðist til starfa hjá hinu nýja fyrirtæki, Flugstoðum ohf. Hæstaréttardómar í fíkniefnamálum hafa mildast töluvert á allra síðustu árum. Það er í fyrsta sinn sem það hefur gerst frá því að löggjöf um áfengis- og fíkniefnabrot tók gildi. Á níunda áratugnum höfðu dómarnir þyngst gífurlega vegna komu e-töflunnar á íslenskan fíkniefnamarkað. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði, segir áherslur í fíkniefnamálum þó vera rangar þar sem refsistefna uppræti ekki neyslu efnanna. Vandinn falli fyrst og fremst undir félags-, menningar- og heilbrigðismál og að yfirvöld leysi hann ekki með því að fara í stríð við borgara sína. Dómar mildari á síðustu árum Í skriflegu svari Guðmundar Jónssonar og Jóns A. Einarssonar við sjö spurningum Magnúsar Stefánssonar félags- málaráðherra um málefni Byrgisins kemur fram að Guðmundur og læknarnir Ólafur Ólafsson og Magnús Skúlason beri faglega ábyrgð á starfi Byrgisins. Fréttablaðið hefur spurning- arnar og svörin undir höndum. Guðmundur og Jón svöruðu spurningunum fyrir hönd stjórnar Byrgisins en Leifur A. Ísaksson sagði sig úr stjórninni í kjölfar umræðu í fjölmiðlum um Byrgið og ásakanir á hendur Guðmundi Jónssyni. Guðmundur og læknar ábyrgir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.