Fréttablaðið - 03.01.2007, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 03.01.2007, Qupperneq 20
greinar@frettabladid.is Um jólin og áramótin berast góðar kveðj-ur inn á mitt heimili sem skrifaðar eru á jólakort, og vil ég nota tækifærið og þakka þeim sem þau sendu, fyrir góðar og hlý- legar jóla- og nýárskveðjur. Eitt kort skar sig nokkuð frá hinum, í fyrsta lagi fylgdi ekki hver væri sendand- inn og í öðru lagi var sú kveðja skráð á kortið að ég ásamt tveimur þriðju af þingheimi hefði framið mesta glæp Íslandssögunnar og skömm okkar yrði uppi meðan land byggðist. Minna mátti nú ekki gagn gera. Myndin á kortinu var af flæðarmáli Hálslóns þar sem lónið er að fljóta yfir steina sem skráð eru á nöfn okkar stórglæpamannanna, ásamt þeim stað- hæfingum sem skrifaðar voru aftan á kortið stóru letri. Ýmislegt hefur gengið á í kringum Kárahnjúka- virkjun og Hálslón, en mig rak minni til þess að Samtök um verndun hálendis Austurlands stóðu fyrir þessum gerningi. Í þessum sam- tökum er margt af ágætis fólki sem eru sveitungar mínir og kunningjar, dagfarsprútt fólk, sem sumt hefur kvartað undan óvæginni umræðu fyrir austan um virkjanamál. Getur verið að samtök þessa fólks hafi gengist fyrir því að senda mér þá kveðju um jólin að ég og vinnufélagar mínir í þinginu sem samþykktu Kárahnjúkavirkjun séu mestu glæpamenn Íslandssögunnar, án nokkurra fyrirvara þar um? Ég vona samtakanna vegna og þessara ágætu kunningja minna að þetta kort sé ekki frá þeim, en vonast til að fá það upplýst. Ég geymi kortið sem minjagrip, en sendi Sam- tökum um verndun hálendis Austurlands nýárs- kveðju, og vona að umræðan um virkjunarmálin verði nú svolítið hófstilltari en verið hefur. Ég hef ekki á móti málefnalegum skoðanaskiptum, en mér finnst eigi að síður að þessi gerningur og útsending- ar á þessum kortum verða dálítið fyrir utan landa- merki slíkrar umræðu. Höfundur er alþingismaður Kvittað fyrir móttöku jóla- og nýárskveðju M yndir af aftöku Saddams Hussein ganga nú eins og eldur í sinu um netheima. Myndskeið, sem tekið var upp með farsíma án vitundar eða heimildar íraskra yfirvalda er einræðisherrann fyrrverandi var hengdur eldsnemma að morgni laugardags, hafði komið fyrir sjónir milljóna manna um allan heim áður en varði. Í fréttatímum sjónvarpsstöðva um víða veröld voru auk þess birtar opinberar myndir frá aftökunni sem Íraksstjórn sendi frá sér. Á myndunum fer ekki milli mála að Írakarnir sem framfylgja dauðadóminum eru sjía-múslimar. Sú staðreynd er olía á eld trú- flokkaátakanna í landinu og eykur líkurnar á því að minnihluti súnní-araba líti svo á að Saddam hafi dáið píslarvættisdauða. Að minnsta kosti er ljóst að aftakan sameinar ekki hina sundruðu þjóð sem hann drottnaði yfir sem miskunnarlaus einræðisherra í áratugi. Hengingin eykur frekar hættuna á að hatursfull átök ólíkra fylkinga Íraka verði að taumlausu borgarastríði. Í stjórnartíð Saddams nutu súnní-arabar, sérstaklega ættmenni harðstjórans frá Tikrit, forréttinda en sjíar og kúrdar (sem eru reyndar súnní-múslimar) sættu ofsóknum og harðræði. Hann dreymdi um að verða leiðtogi hins arabíska heims, eða arabísku þjóðarinnar eins og það hét í áróðri Baath-flokks hans. Þessi draum- ur varð að martröð fyrir Írak. Hann átti stóran þátt í að Saddam hóf stríð við Íran árið 1980, svo og í innrásinni í Kúveit 1990. Ástæð- una fyrir hinni harkalegu niðurbælingu sjía-múslima má eflaust að miklu leyti rekja til ótta Saddams um að þeir reyndu að steypa sér af stóli og sjía-klerkarnir í Teheran myndu hjálpa til við það. Helzta stjórntæki Saddams var ótti. Margir þeirra sem lifðu í stöðugum ótta í stjórnartíð hans – kúrdar, sjíar og aðrir – fagna því nú skiljanlega að harðstjórinn fyrrverandi sé loks allur. En hættan er sú að harðneskju-stjórnarhættir af því tagi sem ein- kenndi stjórnartíð hans muni aftur verða ofan á, undir ólíkum formerkjum. Lykilspurningin nú er hvernig rjúfa megi þann vítahring æ meiri borgarastríðsátaka, sem þessi atburðarás er liður í. Inn- rás Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra fyrir nær fjórum árum hefur ekki einvörðungu leyst óútreiknanleg sundrung- aröfl úr læðingi í Írak, heldur einnig breytt valdajafnvæginu í Mið-Austurlöndum. Írak er nú „útflytjandi óstöðugleika“ eins og margir fréttaskýrendur orða það. Klerkarnir í Teheran hafa nú þegar mikil ítök í stjórnmálum grannríkisins og þjóð eins og Sádi- Arabía, þar sem strangtrúaðir súnní-arabar ráða ferðinni, dregur enga dul á að hún vilji koma „bræðrum sínum“ í Írak til hjálpar ef aðstæður krefjast þess. Þannig er ekki loku fyrir það skotið að upplausnarástandið í Írak verði á stuttum tíma að víðtækari deilu sem hrekur mestu olíuframleiðslulönd heims í harkalegan hags- munaárekstur með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Það er því mikið undir því komið hvernig George W. Bush Bandaríkjaforseti ákveður að breyta Íraksstefnu stjórnar sinn- ar, en tilkynningar um þá stefnubreytingu kvað vera að vænta á næstu dögum. Lítil von er þó til að sú breytta stefna muni megna að snúa málum til áþreifanlega betri vegar en á horfir. Bush ætti í það minnsta að hafa lært þá lexíu, að lýðræði og réttarríki verður ekki „flutt út“ með þeim aðferðum sem hann hefur beitt í Írak hingað til. Leysir ekki vanda sundraðs Íraks Framsóknar- og Sjálfstæðis-flokkur eiga vítur skilið fyrir sinnuleysi sitt gagnvart réttind- um launafólks. Þetta kemur mjög berlega fram í því að láta undir höfuð leggjast að fullgilda samþykkt nr. 158 frá Alþjóða- vinnumálastofnuninni (ILO), sem tryggir launafólki lágmarks mannréttindi við uppsagnir úr starfi, en slík ákvæði vantar algjörlega í íslenska löggjöf. Eins og nú háttar málum er hægt að segja starfsmanni upp starfi án þess að tilgreina neina ástæðu þó eftir sé leitað. Fullgilding Alþingis á samþykkt nr. 158 mundi gjörbreyta réttindum almennings hvað varðar atvinnuöryggi og mannréttindi og lyfta þeim verulega upp í átt að réttindum launafólks á hinum Norðurlönd- unum og ekki veitir af, því þar erum við langt á eftir. Síðast liðinn vetur sendi Magnús Stefánsson, félagsmála- ráðherra, ILO samþykktina til Rannsóknarseturs vinnuréttar og jafnréttismála við Háskólann á Bifröst og fór fram á að samin yrði tillaga að leiðbeiningar- reglum varðandi uppsagnir starfsmanna. Bifröst átti að skila þessari vinnu af sér fyrir árslok 2006. Forsaga málsins er sú að um langan tíma hefur samþykktin verið í felum niðri í skúffu hjá fjórum félagsmála- ráðherrum Framsóknarflokks- ins, þeim Páli Péturssyni, Árna Magnússyni, Jóni Kristjánssyni og nú síðast hjá Magnúsi Stefánssyni. Það er svo fyrst eftir að hafa setið í ríkisstjórn í tæplega þrjú kjörtímabil, sem Framsóknarflokkurinn vaknar til meðvitundar í málinu og þá til þess að senda samþykktina til yfirlesturs hjá skólafólki uppi í Borgarfirði. Reglurnar í ILO nr. 158 eru ágætlega skýrar, þar þarf engu við að bæta, enda eru þær samdar af fulltrúum frá Sameinuðu þjóðunum. Telji Framsóknarflokkurinn þörf á leiðbeiningarreglum við framkvæmd ILO nr. 158 þá átti sú hugmynd að koma fram löngu fyrr en ekki nú til að tefja málið. Ég held að eftirfarandi vísur segi allt sem segja þarf um þá framkvæmd: Svo sannarlega segja má að syrta fari í álinn ef menntasetur meta á mannréttindamálin. En almenningur ekki fær orði inn að smeygja. Hann skal bara híma fjær, halda kjaft´og þegja. Nokkuð óljóst er hvað íslensk stjórnvöld ætla sér að gera varðandi ILO samþykkt nr.158, þó er vitað að bæði Framsóknar- flokknum og Sjálfstæðisflokkn- um er óljúft að fullgilda sam- þykktina, það sýnir löng töf þeirra á að taka málið upp. En báðir eru flokkarnir mjög uggandi um fylgi sitt í alþingis- kosningunum í vor. Það er því ekki útilokað ennþá að þeir í hræðslukasti leggi ILO-sam- þykktina fyrir Alþingi nú í vetur og mæli með löggildingu hennar eða jafnvel setji lög sem væru ígildi hennar. Ef hins vegar ekkert verður gert mun Verkalýðsfélagið Hlíf leggja fram kröfu við gerð næstu kjarasamninga þess efnis að ákvæði ILO samþykktar nr. 158 verði sett inn í samningana. Hlíf hefur áður lagt slíka kröfu fram án árangurs. En komi til þess við gerð næstu kjarasamn- inga þá mun Hlíf hvetja önnur félög innan ASÍ að láta sverfa til stáls til að ná þessari kröfu fram. Mannréttindi sniðgengin Forsaga málsins er sú að um langan tíma hefur samþykktin verið í felum niðri í skúffu hjá fjórum félagsmálaráðherrum Framsóknarflokksins, þeim Páli Péturssyni, Árna Magnús- syni, Jóni Kristjánssyni og nú síðast hjá Magnúsi Stefánssyni Það er svo fyrst eftir að hafa setið í ríkisstjórn í tæplega þrjú kjörtímabil, sem Fram- sóknarflokkurinn vaknar til meðvitundar í málinu og þá til þess að senda samþykktina til yfirlesturs hjá skólafólki uppi í Borgarfirði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.