Fréttablaðið - 03.01.2007, Qupperneq 23

Fréttablaðið - 03.01.2007, Qupperneq 23
Lögaldur reykingarmanna hækkaður á Englandi og í Wales. Ný lög sem kveða á um að menn verði að vera minnst átján ára til að geta fest kaup á tóbaki taka gildi á Englandi og í Wales á þessu ári. Aldursmörkin hækka þar með um tvö ár. Með þessari ákvörðun er vonast til að stemma stigu við háu hlutfalli ungmenna undir lögaldri sem kaupa tóbak, en rann- sóknir sýna að níu prósent breskra barna á aldrinum ellefu til fimmtán ára reykja. Nýleg skoðanakönnun sýnir ennfremur að einungis 23 prósent barna undir lögaldri eiga í einhverjum erfiðleikum með að kaupa tóbak. Í sjötíu prósentum tilfella er það keypt hjá blaðsölum og í kjörverslunum. Sérfræðingar segja unga reykingarmenn eiga mun erfiðara með að hætta en þá sem byrja síðar. Að sama skapi séu reykingar þri- svar sinnum líklegri til að verða ungum reyk- ingarmönnum seinna að aldurtila. Þessi ákvarðanataka ríkisstjórnarinnar kemur í kjölfar reykingarbanns á opinberum stöðum sem verður lögfest seinna á árinu. Eru yfirvöld bjartsýn á að ákvörðunin skili tilætluðum árangri, auk þess að minnka fjár- munina sem heilbrigðisyfirvöld þurfa að verja til að taka á vandanum. Ekki eru þó allir jafn jákvæðir í garð þess- arar breytingar. Nokkrir læknar hafa bent á að grípa verði til mun sterkari, samhæfðari aðgerða eigi hún að skila góðri útkomu. Þess má loks geta að með þessari hækkun skipa England og Wales sér í flokk með Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu, Nýja-Sjá- landi og Íslandi, svo dæmi séu tekin. Reynt að draga úr reykingum barna Jóga og dans eru í hávegum höfð í Mannræktinni Atorku í Álafosskvosinni í Mosfellsbæ. „Við leggjum áherslu á að bjóða upp á námskeið sem efla hvern og einn til líkama og sálar,“ segir Gunnlaugur B. Ólafsson lífeðlis- fræðingur. Hann stendur m.a. að Mannræktinni Atorku sem er til húsa í Þrúðvangi í Álafosskvos og kennir þar Rope Yoga. Aðrir jóga- kennarar eru Áslaug Höskulds- dóttir, leirlistakona og jógakenn- ari til 15 ára, og Gunnhildur Konráðsdóttir leikskólakennari sem kennir Hatha Yoga. Í Atorku er nefnilega áhersla lögð á skemmtilegar og uppbyggjandi greinar eins og jóga og dans og einnig er Pilates-æfingakerfið á dagskrá er eykur styrk, jafnvægi og vellíðan. Ástrós Gunnarsdóttir dansari hefur nýlokið kennslurétt- indum í Pilates og býður upp á tíma í Atorku. Um danskennsluna sjá tangóhjónin frægu Hany Had- aya og Bryndís Halldórsdóttir, salsadrottingin Rossie Maillard frá Chile og Rosana, margfaldur Íslandsmeistari í magadansi. Berglind Björgúlfsdóttir, söng- kona og tónlistarkennari, sér svo um tónlist og skapandi hreyfingu fyrir börn frá 3-8 ára. Kynning verður á námskeiðum Atorku á laugardaginn, 6. janúar, milli klukkan 14 og 16 í Þrúð- vangi. Markmið Atorku að efla hvern og einn Bakpoki sem dregur úr álagi á baki og liðum er ný uppfinning. Mörg skólabörn þjást af bak- verkjum og vöðvabólgu ung að aldri vegna þess að þau þurfa að bera þungar skólatöskur. Nú hefur verið fundinn upp bakpoki sem gæti verið lausn á þessu vanda- máli. Í pokanum eru teygjanlegir þræðir sem veldur því að bakpok- inn skoppar upp og niður í stað þess að berja á axlirnar og bakið þegar hann hreyfist. Hönnuður- inn, lífeðlisfræðingurinn Law- rence Rome, sem á heiðurinn af þess nýja bakpoka sér fyrir sér að þetta muni létta álaginu á baki og hrygg skólabarna, hermanna og allra þeirra sem þurfa að bera þunga byrði á bakinu. Minna álag á bakið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.